Samstaðan sé mikilvæg í baráttunni gegn ójöfnuði Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 16:32 Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir héldu bæði ávörp á Ingólfstorgi í tilefni dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formenn Rafiðnaðarsambandsins og BSRB héldu bæði ávörp á Ingólfstorgi í tilefni verkalýðsdagsins í dag. Þau vöktu bæði athygli á vaxandi ójöfnuði í samfélaginu og mikilvægi samstöðu hjá launafólki, sérstaklega í ljósi komandi kjarabaráttu. „Við búum við efnahagslegan óstöðugleika. Mikil verðbólga bitnar verst á þeim tekjulægstu, þar sem ekkert svigrúm er fyrir aukin útgjöld,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, í sinni ræðu á Ingólfstorgi í dag. Kristján sagði þá að ríkisstjórn Íslands hafi ekki mildað áhrif kreppunnar eins og stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa gert, þvert á móti. „Já, beinlínis dýpkað hana með skatta- og gjaldahækkunum,“ sagði hann. „Hálaunafólkið í pólitíkinni - sem nýtur sérkjara í mörgum efnum - finnur hins vegar ekkert fyrir þessum auknu álögum. Hefur eitthvað verið sótt í vasa þeirra ríku? Nei, þunginn leggst á launafólk og bitnar verst á þeim sem við minnstu efnin búa.“ „Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, greip í svipaða strengi í sínu ávarpi. Þrátt fyrir að Ísland sé ríkt land séu stórir hópar láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og eldra fólks að berjast í bökkum. Alltof mörg búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað á húsnæðismarkaði sem sé byggður upp á markaðsforsendum. „Einhver húka í kolakjöllurum, jafnvel fjölskyldur, og svo eru sum sem komast ekki í öruggt skjól. Á sama tíma er ekkert lát á verðbólgunni og vaxtahækkanir bíta fast. Á meðan gerir ríkisstjórnin ekkert til að bregðast við og auka jöfnuð, jafnvel þó hún hafi öll tækin til þess að koma fólki til aðstoðar með húsnæðisstuðningi, vaxta- og barnabótum. Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði hvort heldur sem er í tekjum, eignum, stöðu á húsnæðismarkaði eða heilsu – og við stöndum líka frammi fyrir bakslagi í jafnréttisbaráttunni, þar sem þrengt er að réttindum og lífsskilyrðum kvenna, hinsegin fólks og fleiri minnihlutahópa.“ Samstaðan sé mikilvæg Bæði tóku þau fram mikilvægi þess að standa saman í komandi kjaraviðræðu. Kristján sagði fólk ætta að strengja þess heit að standa saman um réttlæti, jöfnuð og velferð, samfélagi og framtíðinni til heilla. „Ég hef öðlast vissu fyrir því að við stöndum á krossgötum í baráttunni og að okkar bíði miklar áskoranir og risavaxin verkefni. Ég hef skynjað það sterkt síðustu daga að fólkið í landinu hefur fengið nóg af því fálæti og sinnuleysi um kjör almennings sem einkennir afstöðu svo margra í stjórnmálunum og ríkisstjórnarinnar sérstaklega.“ Sonja sagði að það væri aðeins sé hægt að ná stórum áföngum fyrir velferð almennings með samstöðunni. „Sama hvað andstæðingar okkar kunna að segja þá stendur verkalýðshreyfingin sterk og það munu þau finna í kjarasamningslotunni framundan,“ sagði hún. „Þar sem við munum sækja réttlátar kjarabætur fyrir launafólk. Ekki einungis þær sem birtast í launaumslaginu heldur einnig þær sem birtast í mikilvægum samfélagsbreytingum sem varða okkur öll.“ Verkalýðsdagurinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
„Við búum við efnahagslegan óstöðugleika. Mikil verðbólga bitnar verst á þeim tekjulægstu, þar sem ekkert svigrúm er fyrir aukin útgjöld,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, í sinni ræðu á Ingólfstorgi í dag. Kristján sagði þá að ríkisstjórn Íslands hafi ekki mildað áhrif kreppunnar eins og stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa gert, þvert á móti. „Já, beinlínis dýpkað hana með skatta- og gjaldahækkunum,“ sagði hann. „Hálaunafólkið í pólitíkinni - sem nýtur sérkjara í mörgum efnum - finnur hins vegar ekkert fyrir þessum auknu álögum. Hefur eitthvað verið sótt í vasa þeirra ríku? Nei, þunginn leggst á launafólk og bitnar verst á þeim sem við minnstu efnin búa.“ „Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, greip í svipaða strengi í sínu ávarpi. Þrátt fyrir að Ísland sé ríkt land séu stórir hópar láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og eldra fólks að berjast í bökkum. Alltof mörg búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað á húsnæðismarkaði sem sé byggður upp á markaðsforsendum. „Einhver húka í kolakjöllurum, jafnvel fjölskyldur, og svo eru sum sem komast ekki í öruggt skjól. Á sama tíma er ekkert lát á verðbólgunni og vaxtahækkanir bíta fast. Á meðan gerir ríkisstjórnin ekkert til að bregðast við og auka jöfnuð, jafnvel þó hún hafi öll tækin til þess að koma fólki til aðstoðar með húsnæðisstuðningi, vaxta- og barnabótum. Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði hvort heldur sem er í tekjum, eignum, stöðu á húsnæðismarkaði eða heilsu – og við stöndum líka frammi fyrir bakslagi í jafnréttisbaráttunni, þar sem þrengt er að réttindum og lífsskilyrðum kvenna, hinsegin fólks og fleiri minnihlutahópa.“ Samstaðan sé mikilvæg Bæði tóku þau fram mikilvægi þess að standa saman í komandi kjaraviðræðu. Kristján sagði fólk ætta að strengja þess heit að standa saman um réttlæti, jöfnuð og velferð, samfélagi og framtíðinni til heilla. „Ég hef öðlast vissu fyrir því að við stöndum á krossgötum í baráttunni og að okkar bíði miklar áskoranir og risavaxin verkefni. Ég hef skynjað það sterkt síðustu daga að fólkið í landinu hefur fengið nóg af því fálæti og sinnuleysi um kjör almennings sem einkennir afstöðu svo margra í stjórnmálunum og ríkisstjórnarinnar sérstaklega.“ Sonja sagði að það væri aðeins sé hægt að ná stórum áföngum fyrir velferð almennings með samstöðunni. „Sama hvað andstæðingar okkar kunna að segja þá stendur verkalýðshreyfingin sterk og það munu þau finna í kjarasamningslotunni framundan,“ sagði hún. „Þar sem við munum sækja réttlátar kjarabætur fyrir launafólk. Ekki einungis þær sem birtast í launaumslaginu heldur einnig þær sem birtast í mikilvægum samfélagsbreytingum sem varða okkur öll.“
Verkalýðsdagurinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14