Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar þrjú hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en sú stöð sér um Breiðholt og Kópavog. Lögregla hafði verið send á staðinn ásamt sjúkrabifreið til að koma meðvitundarlausum gesti til aðstoðar.
Sumir gestanna í samkvæminu voru ekki sáttir með veru viðbragðsaðila og reyndu að hindra lögreglu og sjúkraflutningamenn við störf með því að halda í sjúkrabörur, hindra aðgang að lyftu og ausa fúkyrðum yfir lögreglumenn.
Einn einstaklingur hafði sig í mestu og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa. Fíkniefni fundust í fórum hans við komuna á lögreglustöð.
Lögreglumenn við eftirlit í Reykjavík tóku eftir ökumanni sem var upptekinn af farsíma sínum við akstur. Litlu mátti muna að ökumaðurinn myndi aka niður mann á rafmagnshlaupahjóli en hann rétt náði að nauðhemla. Ökumaðurinn var stöðvaður og viðurkenndi brot sín.