„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 19:18 Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum segir rannsóknir sýna fram á að í löndum þar sem tekin hefur verið upp afglæpavæðing sé fólk líklegra til að hringja á aðstoð í alvarlegum tilfellum. Vísir/Arnar Halldórsson Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga en fréttir af fjölmörgum dauðsföllum vegna ofskömmtunar meðal ungs fólks síðustu vikur hafa vakið óhug í samfélaginu. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar Lagt er til að stofnuð verði flýtimóttaka, aðgengi verði tryggt að gegnreyndri lyfjameðferð, neyðarlyfið Naloxon verði ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verði eflt með aukinni fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Kallar á að allt samfélagið taki höndum saman“ Heilbrigðisráðherra segir að þegar verði hafist handa við að efla þau úrræði sem eru til staðar og jafnframt vinna að nýjum úrræðum. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.Vísir/Einar „Það kallar á aukna fjármuni í þetta verkefni. Við förum þegar af stað í það, sameiginlega, vegna þess að þetta kallar á að allt samfélagið taki höndum saman,“ segir Willum Þór Þórsson. Mikilvægt inngrip að afglæpavæða neysluskammta Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra ætlaði sér ekki að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Þetta orðalag hefur verið gagnrýnt og segir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum, að afglæpavæðing sé skaðaminnkandi aðferð sem auki öryggi fólks til muna. Rannsóknir sýna að fólk sem notar vímuefni, sérstaklega ólögleg vímuefni, veigri sér við að hringja eftir viðbragðsaðstoð í alvarlegum tilfellum eins og þegar ofskömmtun á sér stað, vegna ótta við neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt löggjöfinni. „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. „Við megum ekki vera með löggjöf eins og er í dag sem dregur mögulega úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Þess vegna er mjög mikilvægt inngrip að fara að afglæpavæða neysluskammta til þess að auka líkur á að allir í landinu hafi aðgengi að viðbragsþjónustu.“ Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar um þetta málefni. Hann segist þó ætla að taka upp samstarf við dómsmálaráðherra um samræmt verklag lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Um hvernig megi breyta reglum eða fyrst og fremst tryggja það að við séum að þjónusta fólk eins og við raunverulega erum að gera. Formgera það verklag. Það er kannski það sem við ættum að segja að sé afglæpavæðing,“ segir Willum. Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á þjónustu við fárveikt fólk. Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga en fréttir af fjölmörgum dauðsföllum vegna ofskömmtunar meðal ungs fólks síðustu vikur hafa vakið óhug í samfélaginu. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar Lagt er til að stofnuð verði flýtimóttaka, aðgengi verði tryggt að gegnreyndri lyfjameðferð, neyðarlyfið Naloxon verði ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verði eflt með aukinni fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Kallar á að allt samfélagið taki höndum saman“ Heilbrigðisráðherra segir að þegar verði hafist handa við að efla þau úrræði sem eru til staðar og jafnframt vinna að nýjum úrræðum. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.Vísir/Einar „Það kallar á aukna fjármuni í þetta verkefni. Við förum þegar af stað í það, sameiginlega, vegna þess að þetta kallar á að allt samfélagið taki höndum saman,“ segir Willum Þór Þórsson. Mikilvægt inngrip að afglæpavæða neysluskammta Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra ætlaði sér ekki að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Þetta orðalag hefur verið gagnrýnt og segir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum, að afglæpavæðing sé skaðaminnkandi aðferð sem auki öryggi fólks til muna. Rannsóknir sýna að fólk sem notar vímuefni, sérstaklega ólögleg vímuefni, veigri sér við að hringja eftir viðbragðsaðstoð í alvarlegum tilfellum eins og þegar ofskömmtun á sér stað, vegna ótta við neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt löggjöfinni. „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. „Við megum ekki vera með löggjöf eins og er í dag sem dregur mögulega úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Þess vegna er mjög mikilvægt inngrip að fara að afglæpavæða neysluskammta til þess að auka líkur á að allir í landinu hafi aðgengi að viðbragsþjónustu.“ Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar um þetta málefni. Hann segist þó ætla að taka upp samstarf við dómsmálaráðherra um samræmt verklag lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Um hvernig megi breyta reglum eða fyrst og fremst tryggja það að við séum að þjónusta fólk eins og við raunverulega erum að gera. Formgera það verklag. Það er kannski það sem við ættum að segja að sé afglæpavæðing,“ segir Willum. Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á þjónustu við fárveikt fólk.
Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26