Flugu tugum herþota við Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2023 16:54 Kínverjar gera tilkall til Taívan og beita eyríkið sífellt meiri þrýstingi. AP/Ng Han Guan Minnst 38 kínverskum orrustuþotum og öðrum herflugvélum var flogið nærri Taívan í morgun. Æfingar Kínverja við eyríkið hafa ekki verið umfangsmeiri frá því í byrjun mánaðarins þegar æft var hvernig umkringja ætti Taívan. Þá var Tsai Ing-wen, forseti Taívans, að snúa heim eftir heimsókn til Bandaríkjanna. Sex herskip voru einnig send á svæðið en um er að ræða lið í langvarandi áætlun ráðamanna í Kína varðandi það að grafa undan Taívan til langs tíma með miklum og stöðugum þrýstingi á eyríkið. Forsvarsmenn herafla Kína mótmæltu svo því í dag þegar P-8A eftirlitsflugvél bandaríska flotans var flogið um Taívansund. Kínverjar sökuðu Bandaríkjamenn um að ýta undir ófrið á Taívansundi og grafa undan stöðugleika. Bandaríkin eiga í hernaðarsamstarfi með Taívan og í óformlegu pólitísku samstarfi. Sjá einnig: Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Varnarmálaráðherra Taívans segir, samkvæmt Wall Street Journal, að helmingi herflugvélanna hafi verið flogið í innan við hundrað mílna (160 km) fjarlægð frá Taívan, sem markar um miðja vegalengdina milli meginlands Kína og Taívan. Einum kínverskum dróna var flogið inn á loftvarnarsvæði Taívans, samkvæmt ráðuneytinu, og var honum flogið hringinn í kringum eyjuna. Hafa heitið sameiningu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan, eins og áður hefur komið fram, og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar til tilfelli innrásar. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Taívan Kína Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. 14. apríl 2023 10:33 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11 Enn fækkar þeim ríkjum sem styðja Taívan Forseti Hondúras, Xiomara Castro segist hafa fyrirskipað utanríkisráðuneyti landsins að koma á formlegum tengslum við stjórnvöld í Kína. 15. mars 2023 07:40 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sex herskip voru einnig send á svæðið en um er að ræða lið í langvarandi áætlun ráðamanna í Kína varðandi það að grafa undan Taívan til langs tíma með miklum og stöðugum þrýstingi á eyríkið. Forsvarsmenn herafla Kína mótmæltu svo því í dag þegar P-8A eftirlitsflugvél bandaríska flotans var flogið um Taívansund. Kínverjar sökuðu Bandaríkjamenn um að ýta undir ófrið á Taívansundi og grafa undan stöðugleika. Bandaríkin eiga í hernaðarsamstarfi með Taívan og í óformlegu pólitísku samstarfi. Sjá einnig: Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Varnarmálaráðherra Taívans segir, samkvæmt Wall Street Journal, að helmingi herflugvélanna hafi verið flogið í innan við hundrað mílna (160 km) fjarlægð frá Taívan, sem markar um miðja vegalengdina milli meginlands Kína og Taívan. Einum kínverskum dróna var flogið inn á loftvarnarsvæði Taívans, samkvæmt ráðuneytinu, og var honum flogið hringinn í kringum eyjuna. Hafa heitið sameiningu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan, eins og áður hefur komið fram, og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar til tilfelli innrásar. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars.
Taívan Kína Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. 14. apríl 2023 10:33 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11 Enn fækkar þeim ríkjum sem styðja Taívan Forseti Hondúras, Xiomara Castro segist hafa fyrirskipað utanríkisráðuneyti landsins að koma á formlegum tengslum við stjórnvöld í Kína. 15. mars 2023 07:40 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. 14. apríl 2023 10:33
Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11
Enn fækkar þeim ríkjum sem styðja Taívan Forseti Hondúras, Xiomara Castro segist hafa fyrirskipað utanríkisráðuneyti landsins að koma á formlegum tengslum við stjórnvöld í Kína. 15. mars 2023 07:40
Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09