Breyta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2023 15:36 Riðan í Miðfirði í Húnaþingi vestra er mikið áfall fyrir alla sveitina enda hafa margir í sig og á í verkefnum tengdum sauðfjárrækt. vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjársstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Kindum í hundraðatali var slátrað í Húnaþingi vestra fyrr í mánuðnum. Vandræði voru með förgun fjárins þar sem brennsluofn til aðgerðanna var ekki virkur og erfiðlega gekk að fá verktaka til að urða. Þá voru deilur uppi um urðunarstað. Samkvæmt greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands, sem unnin var að beiðni yfirdýralæknis, er unnt að hraða mjög ræktun fyrir verndandi arfgerðum með markvissum arfgerðargreiningum. Með því að ráðast í þessa vinnu minnka líkur á riðusmiti, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinga og afleiddum áhrifum á samfélög. Tillagan felst einnig í því að Matvælastofnun yrði heimilt að undanskilja frá niðurskurði fé sem sýnt er fram á að beri verndandi arfgerð. Því fé yrði því haldið í einangrun á viðkomandi jörð. Á þennan hátt má rækta upp fjárstofn með verndandi arfgerð á riðusvæðum samhliða því að styrkja sjúkdómavarnir. „Stjórnvöld munu gera það sem þarf til að styðja bændur við að rækta upp verndandi arfgerðir gagnvart riðu. Samkvæmt tillögunni verða yfir 80% ásetts fjár á mestu áhættusvæðunum ólíkleg til að veikjast af riðu eftir fimm ár og þar af leiðandi hverfandi líkur á niðurskurði,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í tilkynningu. „Til að kveða megi niður þann vágest sem riðuveikin er þarf gott samstarf allra aðila, fjármögnun og afkastagetu við greiningar. Stefnt er að því að greina megi árlega 15 til 40 þúsund fjár og með þessum aðgerðum munu líkur á stórfelldum niðurskurði minnka hratt.“ Samkvæmt greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands nemur kostnaður við fyrrnefndar aðgerðir 567 milljónum á næstu 7 árum og verður sú fjármögnun tryggð. Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgfirðingar óttast að girðingar haldi riðusmiti ekki frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi sauðfjárveikivarnagirðinga í landinu. Skorar hún á matvælaráðherra og Matvælastofnun að axla ábyrgð. 25. apríl 2023 15:25 Léttir að þessum kafla sé lokið Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. 20. apríl 2023 19:16 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Kindum í hundraðatali var slátrað í Húnaþingi vestra fyrr í mánuðnum. Vandræði voru með förgun fjárins þar sem brennsluofn til aðgerðanna var ekki virkur og erfiðlega gekk að fá verktaka til að urða. Þá voru deilur uppi um urðunarstað. Samkvæmt greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands, sem unnin var að beiðni yfirdýralæknis, er unnt að hraða mjög ræktun fyrir verndandi arfgerðum með markvissum arfgerðargreiningum. Með því að ráðast í þessa vinnu minnka líkur á riðusmiti, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinga og afleiddum áhrifum á samfélög. Tillagan felst einnig í því að Matvælastofnun yrði heimilt að undanskilja frá niðurskurði fé sem sýnt er fram á að beri verndandi arfgerð. Því fé yrði því haldið í einangrun á viðkomandi jörð. Á þennan hátt má rækta upp fjárstofn með verndandi arfgerð á riðusvæðum samhliða því að styrkja sjúkdómavarnir. „Stjórnvöld munu gera það sem þarf til að styðja bændur við að rækta upp verndandi arfgerðir gagnvart riðu. Samkvæmt tillögunni verða yfir 80% ásetts fjár á mestu áhættusvæðunum ólíkleg til að veikjast af riðu eftir fimm ár og þar af leiðandi hverfandi líkur á niðurskurði,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í tilkynningu. „Til að kveða megi niður þann vágest sem riðuveikin er þarf gott samstarf allra aðila, fjármögnun og afkastagetu við greiningar. Stefnt er að því að greina megi árlega 15 til 40 þúsund fjár og með þessum aðgerðum munu líkur á stórfelldum niðurskurði minnka hratt.“ Samkvæmt greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands nemur kostnaður við fyrrnefndar aðgerðir 567 milljónum á næstu 7 árum og verður sú fjármögnun tryggð.
Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgfirðingar óttast að girðingar haldi riðusmiti ekki frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi sauðfjárveikivarnagirðinga í landinu. Skorar hún á matvælaráðherra og Matvælastofnun að axla ábyrgð. 25. apríl 2023 15:25 Léttir að þessum kafla sé lokið Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. 20. apríl 2023 19:16 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Borgfirðingar óttast að girðingar haldi riðusmiti ekki frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi sauðfjárveikivarnagirðinga í landinu. Skorar hún á matvælaráðherra og Matvælastofnun að axla ábyrgð. 25. apríl 2023 15:25
Léttir að þessum kafla sé lokið Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. 20. apríl 2023 19:16
Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25