Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eflingar. Þar segir að Eflingarfélagar starfi ýmist við verkamannastörf, við störf í mötuneytinu og við ræstingu hjá OR. Nær samningurinn bæði til OR og dótturfélaga.
Samningurinn verður kynntur starfsmönnum í húsnæði Orkuveitunnar föstudaginn 5. maí klukkan hálf tólf. Þar munu starfsmenn einnig greiða atkvæði um samninginn.
