Löggjafinn í Kansas samþykkir víðtækt salernis-bann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 07:24 Bannið nær meðal annars til skóla, fangelsa og úrræða fyrir þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis. Getty Löggjafinn í Kansas hefur samþykkt lög sem banna trans fólki að nota það salerni sem samræmist kynvitund þeirra. Um er að ræða eina mest takmarkandi löggjöfina af þessu tagi í Bandaríkjunum, þar sem hún nær ekki aðeins til salerna í skólum. Laura Kelly, ríkisstjóri Kansas, hafði neitað að skrifa undir lögin, sagt þau mismuna fólki og að þau myndu gera ríkinu erfiðara fyrir að laða að fyrirtæki. Við atkvæðagreiðslu naut lagafrumvarpið hins vegar nægilega mikils stuðnings til að ná í gegn án samþykkis ríkisstjórans. Þannig greiddu tveir þriðju hlutar þingmanna atkvæði með frumvarpinu. Mörg ríki hafa takmarkað réttindi trans fólks á síðustu misserum en umrædd lög hafa oft fjallað um skóla sérstaklega. Lögin í Kansas takmarka hins vegar aðgengi trans fólks að salernum á fleiri stöðum; í búningsherbergjum, fangelsum og úrræðum fyrir þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis. Ekki liggur fyrir hvernig lögunum verður framfylgt en í þeim eru hugtökin „karl“ og „kona“ skilgreind út frá kyni úthlutuðu við fæðingu og sérstaklega vikið að því hvernig aðskilnaður kynjanna á salernum og í öðrum rýmum samræmist því markmiði yfirvalda að standa vörð um „heilbrigði, öryggi og friðhelgi einkalífsins“. Fyrr í vikunni tóku lög gildi í Norður-Dakóta sem kveða á um að trans ungmennum og fullorðnum sé bannað að nota salerni, búningsklefa og sturtuklefa í skólum og fangelsum til samræmis við kynvitund þeirra. Þá var trans þingmaður í Montana bannaður í þingsal eftir að hún sagði fyrirhugað bann gegn meðferð trans ungmenna myndu leiða til dauðsfalla. Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Laura Kelly, ríkisstjóri Kansas, hafði neitað að skrifa undir lögin, sagt þau mismuna fólki og að þau myndu gera ríkinu erfiðara fyrir að laða að fyrirtæki. Við atkvæðagreiðslu naut lagafrumvarpið hins vegar nægilega mikils stuðnings til að ná í gegn án samþykkis ríkisstjórans. Þannig greiddu tveir þriðju hlutar þingmanna atkvæði með frumvarpinu. Mörg ríki hafa takmarkað réttindi trans fólks á síðustu misserum en umrædd lög hafa oft fjallað um skóla sérstaklega. Lögin í Kansas takmarka hins vegar aðgengi trans fólks að salernum á fleiri stöðum; í búningsherbergjum, fangelsum og úrræðum fyrir þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis. Ekki liggur fyrir hvernig lögunum verður framfylgt en í þeim eru hugtökin „karl“ og „kona“ skilgreind út frá kyni úthlutuðu við fæðingu og sérstaklega vikið að því hvernig aðskilnaður kynjanna á salernum og í öðrum rýmum samræmist því markmiði yfirvalda að standa vörð um „heilbrigði, öryggi og friðhelgi einkalífsins“. Fyrr í vikunni tóku lög gildi í Norður-Dakóta sem kveða á um að trans ungmennum og fullorðnum sé bannað að nota salerni, búningsklefa og sturtuklefa í skólum og fangelsum til samræmis við kynvitund þeirra. Þá var trans þingmaður í Montana bannaður í þingsal eftir að hún sagði fyrirhugað bann gegn meðferð trans ungmenna myndu leiða til dauðsfalla.
Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira