„Af hverju má mér ekki líða vel?“ Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. apríl 2023 21:45 Bergþóra Pálsdóttir býr í hjólhýsi á tjaldsvæðinu í Laugardal. Vísir/Vilhelm Íbúi á tjaldsvæðinu í Laugardal segir þá sem sjá um að finna langtímastæði fyrir íbúana þar þurfi að girða sig í brók. Leigusamningar þeirra sem búa í hjólhýsum á tjaldsvæðinu renna út um miðjan maí. Íbúar í hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa boðað til fundar í kvöld þar sem leigusamningar þeirra renna út um miðjan maímánuð. Að sögn Bergþóru Pálsdóttur, eins íbúa tjaldsvæðisins, er enginn á leið þaðan fyrr en búið er að leysa málin. „Hvert ættum við að fara? Ég veit ekki hvert við förum með öll þess hýsi. Það þarf að finna svæði fyrir okkur og við erum tilbúin að færa okkur ef við fáum svæði. Þau þurfa að fara að girða sig í brók sem sjá um þetta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Klippa: Íbúar hjólhýsabyggðar í Laugardal uggandi Hún segir að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi reynt ýmislegt en aldrei sé hlustað á neinn íbúa. Það þurfi að finna nýjan blett fyrir hýsin þeirra eða leyfa þeim að vera áfram. „Manni líður bara vel hérna. Af hverju má mér ekki líða vel? Af hverju þarf ég að fara í blokk þar sem mér líður illa? Það geri ég ekki,“ segir Bergþóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tekur undir með Bergþóru og kallar eftir aðgerðum meirihlutans. „Það þarf að taka ákvörðun í þessu og meirihlutinn hefur verið að fresta því að ákveða hvort það eigi að finna langtímastæði eða ekki. Það þarf bara að drífa í því því þetta veldur íbúum hér áhyggjum og kvíða að vita ekki hvort það eigi að fara í það að finna eitthvað langtímastæði. Það hafa komið tillögur um það að það eigi að skoða þetta en svo er ekkert að frétta. Það þarf að afgreiða þetta og finna langtímastæði svo íbúar geti líka skráð lögheimilið sitt,“ segir Sanna. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Íbúar í hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa boðað til fundar í kvöld þar sem leigusamningar þeirra renna út um miðjan maímánuð. Að sögn Bergþóru Pálsdóttur, eins íbúa tjaldsvæðisins, er enginn á leið þaðan fyrr en búið er að leysa málin. „Hvert ættum við að fara? Ég veit ekki hvert við förum með öll þess hýsi. Það þarf að finna svæði fyrir okkur og við erum tilbúin að færa okkur ef við fáum svæði. Þau þurfa að fara að girða sig í brók sem sjá um þetta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Klippa: Íbúar hjólhýsabyggðar í Laugardal uggandi Hún segir að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi reynt ýmislegt en aldrei sé hlustað á neinn íbúa. Það þurfi að finna nýjan blett fyrir hýsin þeirra eða leyfa þeim að vera áfram. „Manni líður bara vel hérna. Af hverju má mér ekki líða vel? Af hverju þarf ég að fara í blokk þar sem mér líður illa? Það geri ég ekki,“ segir Bergþóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tekur undir með Bergþóru og kallar eftir aðgerðum meirihlutans. „Það þarf að taka ákvörðun í þessu og meirihlutinn hefur verið að fresta því að ákveða hvort það eigi að finna langtímastæði eða ekki. Það þarf bara að drífa í því því þetta veldur íbúum hér áhyggjum og kvíða að vita ekki hvort það eigi að fara í það að finna eitthvað langtímastæði. Það hafa komið tillögur um það að það eigi að skoða þetta en svo er ekkert að frétta. Það þarf að afgreiða þetta og finna langtímastæði svo íbúar geti líka skráð lögheimilið sitt,“ segir Sanna.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira