Sýknaður af líkamsárás í jólahlaðborði með vinnunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 17:45 Maðurinn var í jólahlaðborði með vinnunni þetta kvöld. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af líkamsárás en hann var ákærður fyrir að hafa veist að öryggisverði á hóteli og kýlt hann í andlitið. Öryggisvörðurinn hlaut mar yfir kinnbeini og vægan heilahristing í kjölfarið. Hin meinta árás gerðist föstudagskvöldið 29. nóvember 2019 inni á hóteli í Reykjavík og er maðurinn sagður hafa ráðist á öryggisvörðinn, þar se hann var við störf, kýlt hann í andlitið vinstra megin í kinnbein og gagnauga. Öryggisvörðurinn fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Samkvæmt dómnum var jólahlaðborð á hótelinu þetta kvöld og maðurinn ásamt vinnufélögum úti á reykingarsvæði þar sem þeir voru að áreita fólk sem þar var. Öryggisverðir hafi meinað mönnunum aðgang aftur inn á hlaðborðið, sem annar þeirra var afar ósáttur með og endaði með atlögunni. Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavéla í fordyri hótelsins og segir í lýsingu dómsins að sjá megi hvernig maðurinn „reisti hægri hönd sína á loft og klukkan 23:44 megi sjá að ákærði hélt enn á farsíma í hægri hendi og fór hægri hönd ákærða í vinstri hlið á andliti brotaþola.“ Þá sjáist hvernig líkami öryggisvarðarins fór aftur á bak og lenti á hurðarstafnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir að hafa kýlt öryggisvörðinn þó þeir hafi vissulega tekist á. Þá var vitni í málinu sem sagðist hafa séð manninn slá í öryggisvörðinn þó hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Dómurinn mat svo að framburður bæði mannsins og öryggisvarðarins hafi verið trúverðugur. Óvíst sé þó hvort hann hafi viljandi barið í öryggisvörðinn eða hvort höggið hafi verið tilviljanakennt, þar sem sjá hafi mátt af upptökum að maðurinn baðaði frá sér höndum. Segir í dómnum að maðurinn verði því að fá að njóta vafans og er sýknaður af ákæru. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Hin meinta árás gerðist föstudagskvöldið 29. nóvember 2019 inni á hóteli í Reykjavík og er maðurinn sagður hafa ráðist á öryggisvörðinn, þar se hann var við störf, kýlt hann í andlitið vinstra megin í kinnbein og gagnauga. Öryggisvörðurinn fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Samkvæmt dómnum var jólahlaðborð á hótelinu þetta kvöld og maðurinn ásamt vinnufélögum úti á reykingarsvæði þar sem þeir voru að áreita fólk sem þar var. Öryggisverðir hafi meinað mönnunum aðgang aftur inn á hlaðborðið, sem annar þeirra var afar ósáttur með og endaði með atlögunni. Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavéla í fordyri hótelsins og segir í lýsingu dómsins að sjá megi hvernig maðurinn „reisti hægri hönd sína á loft og klukkan 23:44 megi sjá að ákærði hélt enn á farsíma í hægri hendi og fór hægri hönd ákærða í vinstri hlið á andliti brotaþola.“ Þá sjáist hvernig líkami öryggisvarðarins fór aftur á bak og lenti á hurðarstafnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir að hafa kýlt öryggisvörðinn þó þeir hafi vissulega tekist á. Þá var vitni í málinu sem sagðist hafa séð manninn slá í öryggisvörðinn þó hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Dómurinn mat svo að framburður bæði mannsins og öryggisvarðarins hafi verið trúverðugur. Óvíst sé þó hvort hann hafi viljandi barið í öryggisvörðinn eða hvort höggið hafi verið tilviljanakennt, þar sem sjá hafi mátt af upptökum að maðurinn baðaði frá sér höndum. Segir í dómnum að maðurinn verði því að fá að njóta vafans og er sýknaður af ákæru.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira