Sýknaður af líkamsárás í jólahlaðborði með vinnunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 17:45 Maðurinn var í jólahlaðborði með vinnunni þetta kvöld. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af líkamsárás en hann var ákærður fyrir að hafa veist að öryggisverði á hóteli og kýlt hann í andlitið. Öryggisvörðurinn hlaut mar yfir kinnbeini og vægan heilahristing í kjölfarið. Hin meinta árás gerðist föstudagskvöldið 29. nóvember 2019 inni á hóteli í Reykjavík og er maðurinn sagður hafa ráðist á öryggisvörðinn, þar se hann var við störf, kýlt hann í andlitið vinstra megin í kinnbein og gagnauga. Öryggisvörðurinn fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Samkvæmt dómnum var jólahlaðborð á hótelinu þetta kvöld og maðurinn ásamt vinnufélögum úti á reykingarsvæði þar sem þeir voru að áreita fólk sem þar var. Öryggisverðir hafi meinað mönnunum aðgang aftur inn á hlaðborðið, sem annar þeirra var afar ósáttur með og endaði með atlögunni. Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavéla í fordyri hótelsins og segir í lýsingu dómsins að sjá megi hvernig maðurinn „reisti hægri hönd sína á loft og klukkan 23:44 megi sjá að ákærði hélt enn á farsíma í hægri hendi og fór hægri hönd ákærða í vinstri hlið á andliti brotaþola.“ Þá sjáist hvernig líkami öryggisvarðarins fór aftur á bak og lenti á hurðarstafnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir að hafa kýlt öryggisvörðinn þó þeir hafi vissulega tekist á. Þá var vitni í málinu sem sagðist hafa séð manninn slá í öryggisvörðinn þó hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Dómurinn mat svo að framburður bæði mannsins og öryggisvarðarins hafi verið trúverðugur. Óvíst sé þó hvort hann hafi viljandi barið í öryggisvörðinn eða hvort höggið hafi verið tilviljanakennt, þar sem sjá hafi mátt af upptökum að maðurinn baðaði frá sér höndum. Segir í dómnum að maðurinn verði því að fá að njóta vafans og er sýknaður af ákæru. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Hin meinta árás gerðist föstudagskvöldið 29. nóvember 2019 inni á hóteli í Reykjavík og er maðurinn sagður hafa ráðist á öryggisvörðinn, þar se hann var við störf, kýlt hann í andlitið vinstra megin í kinnbein og gagnauga. Öryggisvörðurinn fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Samkvæmt dómnum var jólahlaðborð á hótelinu þetta kvöld og maðurinn ásamt vinnufélögum úti á reykingarsvæði þar sem þeir voru að áreita fólk sem þar var. Öryggisverðir hafi meinað mönnunum aðgang aftur inn á hlaðborðið, sem annar þeirra var afar ósáttur með og endaði með atlögunni. Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavéla í fordyri hótelsins og segir í lýsingu dómsins að sjá megi hvernig maðurinn „reisti hægri hönd sína á loft og klukkan 23:44 megi sjá að ákærði hélt enn á farsíma í hægri hendi og fór hægri hönd ákærða í vinstri hlið á andliti brotaþola.“ Þá sjáist hvernig líkami öryggisvarðarins fór aftur á bak og lenti á hurðarstafnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir að hafa kýlt öryggisvörðinn þó þeir hafi vissulega tekist á. Þá var vitni í málinu sem sagðist hafa séð manninn slá í öryggisvörðinn þó hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Dómurinn mat svo að framburður bæði mannsins og öryggisvarðarins hafi verið trúverðugur. Óvíst sé þó hvort hann hafi viljandi barið í öryggisvörðinn eða hvort höggið hafi verið tilviljanakennt, þar sem sjá hafi mátt af upptökum að maðurinn baðaði frá sér höndum. Segir í dómnum að maðurinn verði því að fá að njóta vafans og er sýknaður af ákæru.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira