Velkomin í ævintýraferð hjá Sjávargrillinu Sjávargrillið 2. maí 2023 09:17 Samsettir matseðlar eru mjög vinsælir meðal gesta Sjávargrillsins. Sá vinsælasti heitir Grillpartý og inniheldur sex rétta ævintýraferð. Einn af lífseigari og vinsælli veitingastöðum borgarinnar er Sjávargrillið við Skólavörðustíg en staðurinn fagnaði nýlega tólf ára afmæli. Eins og nafnið gefur til kynna er lögð áhersla á ýmis konar fiskmeti en einnig er boðið upp á ljúffenga kjöt- og grænmetisrétti. Sjávargrillið er veitingastaður vikunnar á Vísi. Samsettir matseðlar hafa frá upphafi verið mjög vinsælir meðal gesta Sjávargrillsins en þar leika kokkarnir sér með ferskasta og besta hráefnið hverju sinni og töfra fram sannkallaða veislu fyrir matargesti. „Vinsælasti samsetti matseðillinn okkar ber nafnið Grillpartý,“ Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumeistari og eigandi Sjávargrillsins. „Um er að ræða sex rétta ævintýraferð sem er einungis í boði fyrir allt borðið. Þar blöndum við saman fisk- og kjötréttum auk þess sem við útbúum líka sambærilegan seðil fyrir grænmetisætur.“ Kokkarnir fá að leika sér Við gerð matseðilsins gilda í sjálfu sér engar sérstakar reglur aðrar en þær að fjölbreytni þarf að vera til staðar. „Við leyfum kokkunum að leika sér enda þurfa þeir stundum að leika lausum hala. Sem dæmi þá fáum við ferskan fisk daglega en við ekki alltaf hvað við fáum. Það gæti verið steinbítur, langa, þorskur eða eitthvað annað. Við höfum boðið upp á Grillpartý frá upphafi og þau hafa alltaf notið vinsælda hjá okkur.“ Aðrir samsettir matseðlar sem njóta vinsælda hjá Sjávargrillinu eru Sælkeraveisla og Fiskiveisla. „Sælkeraveislan inniheldur fjóra fjölbreytta rétti sem innihalda bæði kjöt og fisk meðan Fiskiveislan býður upp á vinsælu skelfiskssúpuna okkar, grillaða fiski tvennu og gómsætan eftirrétt.“ Utan samsettra matseðla býður Sjávargrillið upp á hefðbundinn matseðil sem inniheldur gott úrval fiskrétta og kjöt- og grænmetisrétti. „Svo er iðulega þétt setið hér í hádeginu en þá er fiskur dagsins og sushi vinsælustu réttirnir.“ Stöðugleiki og gott starfsfólk er lykillinn Það er ekki sjálfgefið að fagna tólf ára afmæli í veitingabransanum. „Ég held að lykillinn sé einfaldlega að halda góðum stöðugleika og góðu starfsfólki. Við höfum alla tíð lagt mikla áherslu á úrvals hráefni og flest starfsfólk okkar hefur verið hjá okkur lengi. Sem dæmi höfum við haft sama yfirkokk frá upphafi, hann Pétur Alexson. Þessi blanda er því góður grunnur til að byggja á.“ Nánari upplýsingar á sjavargrillid.is. Veitingastaðir Matur Drykkir Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Eins og nafnið gefur til kynna er lögð áhersla á ýmis konar fiskmeti en einnig er boðið upp á ljúffenga kjöt- og grænmetisrétti. Sjávargrillið er veitingastaður vikunnar á Vísi. Samsettir matseðlar hafa frá upphafi verið mjög vinsælir meðal gesta Sjávargrillsins en þar leika kokkarnir sér með ferskasta og besta hráefnið hverju sinni og töfra fram sannkallaða veislu fyrir matargesti. „Vinsælasti samsetti matseðillinn okkar ber nafnið Grillpartý,“ Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumeistari og eigandi Sjávargrillsins. „Um er að ræða sex rétta ævintýraferð sem er einungis í boði fyrir allt borðið. Þar blöndum við saman fisk- og kjötréttum auk þess sem við útbúum líka sambærilegan seðil fyrir grænmetisætur.“ Kokkarnir fá að leika sér Við gerð matseðilsins gilda í sjálfu sér engar sérstakar reglur aðrar en þær að fjölbreytni þarf að vera til staðar. „Við leyfum kokkunum að leika sér enda þurfa þeir stundum að leika lausum hala. Sem dæmi þá fáum við ferskan fisk daglega en við ekki alltaf hvað við fáum. Það gæti verið steinbítur, langa, þorskur eða eitthvað annað. Við höfum boðið upp á Grillpartý frá upphafi og þau hafa alltaf notið vinsælda hjá okkur.“ Aðrir samsettir matseðlar sem njóta vinsælda hjá Sjávargrillinu eru Sælkeraveisla og Fiskiveisla. „Sælkeraveislan inniheldur fjóra fjölbreytta rétti sem innihalda bæði kjöt og fisk meðan Fiskiveislan býður upp á vinsælu skelfiskssúpuna okkar, grillaða fiski tvennu og gómsætan eftirrétt.“ Utan samsettra matseðla býður Sjávargrillið upp á hefðbundinn matseðil sem inniheldur gott úrval fiskrétta og kjöt- og grænmetisrétti. „Svo er iðulega þétt setið hér í hádeginu en þá er fiskur dagsins og sushi vinsælustu réttirnir.“ Stöðugleiki og gott starfsfólk er lykillinn Það er ekki sjálfgefið að fagna tólf ára afmæli í veitingabransanum. „Ég held að lykillinn sé einfaldlega að halda góðum stöðugleika og góðu starfsfólki. Við höfum alla tíð lagt mikla áherslu á úrvals hráefni og flest starfsfólk okkar hefur verið hjá okkur lengi. Sem dæmi höfum við haft sama yfirkokk frá upphafi, hann Pétur Alexson. Þessi blanda er því góður grunnur til að byggja á.“ Nánari upplýsingar á sjavargrillid.is.
Veitingastaðir Matur Drykkir Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira