Árásin var gerð þegar mannfjöldi var á vellinum að reyna að flýja land áður en Talíbanar tóku þar öll völd.
New York Times segir að bandarísk yfirvöld hafi frétt af andláti mannsins í byrjun þessa mánaðar en að óljóst sé hvort hann hafi fallið í bardögum á milli ISIS og Talíbana, sem standa sífellt yfir í Afganistan, eða hvort Talíbanar hafi markvisst reynt að ná honum.
Bandarísk hernaðaryfirvöld hafa nú látið fjölskyldur hermannanna sem létust vita af því að höfuðpaurinn hafi verið drepinn.
Nokkrum dögum eftir árásina á flugvöllinn gerðu Bandaríkjamenn drónaárás í Kabúl þar sem átti að fella skipuleggjanda árásarinnar en sú aðgerð misheppnaðist og tíu óbreyttir borgarar létu lífið, þar af sjö börn.