Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 25. apríl 2023 12:28 Hiti er aftur farinn að aukast í netabátnum Grímsnesi, og slökkvilið er enn að störfum. Vísir/Egill Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. Þetta sagði Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í hádegisfréttum á Bylgjunni. Hann og hans lið tók við vaktinni klukkan átta í morgun og var þá enn hiti í skipinu. „Við náðum að lækka hann niður en það er að koma hiti aftur sem við erum að reyna að vinna á,“ segir Herbert. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í Njarðvíkurhöfn í nótt. Slökkviliðið fékk útkall vegna brunans um klukkan tvö í nótt og voru þá sjö skipverjar um borð. Fjórir þeirra komust út að sjálfsdáðum og ómeiddir en tveir voru fluttir á sjúkrahús, annar illa haldinn með brunasár og er honum nú haldið sofandi á Landspítalanum í Fossvogi. Pólskur karlmaður sem hefði orðið fimmtugur á árinu lést í brunanum og lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Egill Slökkvistarf hefur gengið hægt enda, eins og Herbert segir, mikill hiti í skipinu. „Það er að leka sjór inn í skipið en það er líka að koma inn sjór frá okkur. Við erum að dæla og gera göt hér og þar um skipið til að dæla vatni inn,“ segir Herbert. Hætta sé alltaf á að skipið sökkvi takist ekki að dæla sjónum út jafnóðum og honum er dælt um borð í skipið. „Við erum að setja hérna aukadælur og Köfunarþjónusta Sigurðar er að störfum líka og að lána okkur dælur sem henta vel í þetta. Þannig að við erum að gera stærri göt til að komast að sjónum sem er hérna inni. Það er töluverður sjór í skipinu. Það var farið að halla vel í morgun og við erum búin að vera að dæla síðan klukkan átta,“ segir Herbert. „Þetta tekur langan tíma og þetta er náttúrulega stálskip sem leiðir hita út um allt og maður veit aldrei hvar þetta blossar upp aftur.“ Reykjanesbær Slökkvilið Lögreglumál Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06 Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Þetta sagði Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í hádegisfréttum á Bylgjunni. Hann og hans lið tók við vaktinni klukkan átta í morgun og var þá enn hiti í skipinu. „Við náðum að lækka hann niður en það er að koma hiti aftur sem við erum að reyna að vinna á,“ segir Herbert. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í Njarðvíkurhöfn í nótt. Slökkviliðið fékk útkall vegna brunans um klukkan tvö í nótt og voru þá sjö skipverjar um borð. Fjórir þeirra komust út að sjálfsdáðum og ómeiddir en tveir voru fluttir á sjúkrahús, annar illa haldinn með brunasár og er honum nú haldið sofandi á Landspítalanum í Fossvogi. Pólskur karlmaður sem hefði orðið fimmtugur á árinu lést í brunanum og lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Egill Slökkvistarf hefur gengið hægt enda, eins og Herbert segir, mikill hiti í skipinu. „Það er að leka sjór inn í skipið en það er líka að koma inn sjór frá okkur. Við erum að dæla og gera göt hér og þar um skipið til að dæla vatni inn,“ segir Herbert. Hætta sé alltaf á að skipið sökkvi takist ekki að dæla sjónum út jafnóðum og honum er dælt um borð í skipið. „Við erum að setja hérna aukadælur og Köfunarþjónusta Sigurðar er að störfum líka og að lána okkur dælur sem henta vel í þetta. Þannig að við erum að gera stærri göt til að komast að sjónum sem er hérna inni. Það er töluverður sjór í skipinu. Það var farið að halla vel í morgun og við erum búin að vera að dæla síðan klukkan átta,“ segir Herbert. „Þetta tekur langan tíma og þetta er náttúrulega stálskip sem leiðir hita út um allt og maður veit aldrei hvar þetta blossar upp aftur.“
Reykjanesbær Slökkvilið Lögreglumál Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06 Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06
Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent