Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 10:07 Einn lést í brunanum í nótt. Báturinn, Grímsnes GK-555, liggur nú við bryggju. Vísir/Egill Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. Tilkynning barst um brunann tíu mínútur yfir tvö í nótt og var þá mikill eldur í bátnum, Grímsnesi GK-555, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Skipstjórinn, Sigvaldi, segir í samtali við fréttastofu að sjö hafi verið um borð, en ekki þrír eins og kom fram hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Við vorum að fara að sigla út í morgun þannig að áhöfnin var eiginlega öll um borð sofandi,“ segir Sigvaldi í samtali við fréttastofu. Fjórir hafi komist út af sjálfsdáðum og ómeiddir. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum er haldið sofandi. Sigvaldi telur að honum verði haldið sofandi í það minnsta til morguns. Þá hafi annar mannanna hlotið brunasár á baki. Töluverður eldur var um borð í bátnum.Vísir/Egill Einn karlmaður lést um borð, sem Sigvaldi segir kokkinn á bátnum. Hann hefði orðið fimmtugur á þessu ári, er pólskur en hafði starfað um borð í Grímsnesi í um áratug og lætur eftir sig konu og unglingsson í Póllandi. „Hann hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi örugglega. Hann flutti með fjölskylduna heim til Póllands þegar konan hans veiktist en hefur starfað hérna þrátt fyrir það, fyrir utan eitt ár í Covid. Hann er örugglega búinn að vera hjá mér í tíu ár,“ segir Sigvaldi. Mikil sorg ríki meðal áhafnarinnar. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í morgun. Enn sé óljóst hvað gerðist í nótt. Þá hafi hvorki lögregla né slökkvilið rætt við hann. „Ég er búinn að heyra mismunandi sögur frá öllum mínum mönnum. Þegar svona gerist þá ertu ekki að hugsa um neitt annað en að koma þér út. Það var svo mikill eldur um borð að mér skilst að þeir hafi varla séð út úr augum,“ segir Sigvaldi. Stutt er síðan Grímsnes komst síðast í fréttir en þá var það vegna skipverjans Guðmundar Elís Sigurvinssonar, sem var handtekinn eftir að hafa smyglað fimmtán ára gamalli stúlku um borð í bátinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið rak Sigvaldi Guðmund. Reykjanesbær Lögreglumál Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Tilkynning barst um brunann tíu mínútur yfir tvö í nótt og var þá mikill eldur í bátnum, Grímsnesi GK-555, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Skipstjórinn, Sigvaldi, segir í samtali við fréttastofu að sjö hafi verið um borð, en ekki þrír eins og kom fram hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Við vorum að fara að sigla út í morgun þannig að áhöfnin var eiginlega öll um borð sofandi,“ segir Sigvaldi í samtali við fréttastofu. Fjórir hafi komist út af sjálfsdáðum og ómeiddir. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum er haldið sofandi. Sigvaldi telur að honum verði haldið sofandi í það minnsta til morguns. Þá hafi annar mannanna hlotið brunasár á baki. Töluverður eldur var um borð í bátnum.Vísir/Egill Einn karlmaður lést um borð, sem Sigvaldi segir kokkinn á bátnum. Hann hefði orðið fimmtugur á þessu ári, er pólskur en hafði starfað um borð í Grímsnesi í um áratug og lætur eftir sig konu og unglingsson í Póllandi. „Hann hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi örugglega. Hann flutti með fjölskylduna heim til Póllands þegar konan hans veiktist en hefur starfað hérna þrátt fyrir það, fyrir utan eitt ár í Covid. Hann er örugglega búinn að vera hjá mér í tíu ár,“ segir Sigvaldi. Mikil sorg ríki meðal áhafnarinnar. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í morgun. Enn sé óljóst hvað gerðist í nótt. Þá hafi hvorki lögregla né slökkvilið rætt við hann. „Ég er búinn að heyra mismunandi sögur frá öllum mínum mönnum. Þegar svona gerist þá ertu ekki að hugsa um neitt annað en að koma þér út. Það var svo mikill eldur um borð að mér skilst að þeir hafi varla séð út úr augum,“ segir Sigvaldi. Stutt er síðan Grímsnes komst síðast í fréttir en þá var það vegna skipverjans Guðmundar Elís Sigurvinssonar, sem var handtekinn eftir að hafa smyglað fimmtán ára gamalli stúlku um borð í bátinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið rak Sigvaldi Guðmund.
Reykjanesbær Lögreglumál Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45