Þriðju umferð Bestu deildar karla lauk í gær með frábærum leikjum. Stjörnumenn voru stigalausir fyrir leik sinn gegn nýliðum HK en segja má að sá leikur hafi haft allt. Stjarnan vann ótrúlegan 5-4 sigur í leik þar sem mark var dæmt af, víti fór forgörðum og rauða spjaldið fór á loft.
Í Víkinni unnu bikarmeistarar Víkings frábæran 3-0 sigur á KR. Var þetta fyrsti deildarsigur Víkinga á heimavelli gegn KR síðan árið 2016. Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar hafa byrjað mótið frábærlega og eru eina liðið með fullt hús stiga.
Í Lautinni í Árbænum var FH í heimsókn. Nýliðar Fylkis höfðu ekki farið vel af stað en sýndu klærarnar í gær og unnu 4-2 sigur í kaflaskiptum leik.
Hér má sjá mörkin úr 2-1 sigri ÍBV á Íslandsmeisturum Breiðabliks og úr 3-1 sigri Vals á Fram.