„Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 07:00 Ásgeir Örn þjálfar Hauka í dag. Vísir/Diego „Mér finnst þetta búið að taka alltof langan tíma í fyrsta lagi,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem nú þjálfar Hauka í Olís deild karla, um leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands þann 21. febrúar síðastliðinn. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir og ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara. „Mér finnst eins og þessi ákvörðun um að láta Guðmund fara hafi ekki verið nægilega ígrunduð. Ég fór ekkert í grafgötur með það, mér leist best á að fá Snorra Stein Guðjónsson og Dag Sigurðsson. Ef þeir væru til í þetta saman þá fannst mér það algjör negla. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér en að fá einn okkar besta þjálfara og einn okkar efnilegasta til að þjálfa þetta saman, ég sá það ekki klikka.“ Dagur hefur opinberað að hann hafi tekið samtalið við HSÍ, ef samtal skildi kalla. „Eins og Dagur lýsir þessu þá lítur þetta ekki vel út. Að sama skapi sakna ég þess að HSÍ skýri frá sinni hlið á þessu máli. Það er klárlega einhver hlið á þessu frá þeim líka. Við höfum ekkert heyrt og maður hefur ekkert séð. Veit alveg - þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem gerist hjá HSÍ - að þetta eru menn sem vinna af heilindum en mér finnst þetta ekki koma vel út.“ „Það geta verið mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það gekk ekki upp, það verður þá bara að koma fram. Menn verða að vera faglegir í sinni nálgun, tala við menn og útskýra málin eins og þau eru, það kostar ekki neina peninga.“ Klippa: Ásgeir Örn: Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun Framundan er ársþing HSÍ og útlit fyrir að það verði sjálfkjörið í öll stjórnarembætti og formann. Er það neikvætt? „Það sýnir að hreyfingin er annað hvort er sama eða ánægð með störfin. Þegar það kemur ekki mótframboð þá er ekki hægt að segja neitt. Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun, menn geta ekki verið að kvarta á lyklaborðinu eða kvartað hér og þar en ekki verið tilbúnir að leggja vinnuna á sig. Láta verkin tala, það er bara þannig,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands þann 21. febrúar síðastliðinn. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir og ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara. „Mér finnst eins og þessi ákvörðun um að láta Guðmund fara hafi ekki verið nægilega ígrunduð. Ég fór ekkert í grafgötur með það, mér leist best á að fá Snorra Stein Guðjónsson og Dag Sigurðsson. Ef þeir væru til í þetta saman þá fannst mér það algjör negla. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér en að fá einn okkar besta þjálfara og einn okkar efnilegasta til að þjálfa þetta saman, ég sá það ekki klikka.“ Dagur hefur opinberað að hann hafi tekið samtalið við HSÍ, ef samtal skildi kalla. „Eins og Dagur lýsir þessu þá lítur þetta ekki vel út. Að sama skapi sakna ég þess að HSÍ skýri frá sinni hlið á þessu máli. Það er klárlega einhver hlið á þessu frá þeim líka. Við höfum ekkert heyrt og maður hefur ekkert séð. Veit alveg - þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem gerist hjá HSÍ - að þetta eru menn sem vinna af heilindum en mér finnst þetta ekki koma vel út.“ „Það geta verið mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það gekk ekki upp, það verður þá bara að koma fram. Menn verða að vera faglegir í sinni nálgun, tala við menn og útskýra málin eins og þau eru, það kostar ekki neina peninga.“ Klippa: Ásgeir Örn: Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun Framundan er ársþing HSÍ og útlit fyrir að það verði sjálfkjörið í öll stjórnarembætti og formann. Er það neikvætt? „Það sýnir að hreyfingin er annað hvort er sama eða ánægð með störfin. Þegar það kemur ekki mótframboð þá er ekki hægt að segja neitt. Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun, menn geta ekki verið að kvarta á lyklaborðinu eða kvartað hér og þar en ekki verið tilbúnir að leggja vinnuna á sig. Láta verkin tala, það er bara þannig,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira