Lesblinda er algengari er áður hefur verið talið Snævar Ívarsson skrifar 24. apríl 2023 14:30 Kynntar hafa verið niðurstöður þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Þær eru aðgengileg er á samfélagsmiðlum félagsins. Þær staðfesta að fimmti hver glímir við lesblindu. Hún er því mun algengari en áður hefur verið talið. Hvað er lesblinda? Lesblinda er algeng námsröskun sem hefur áhrif á getu einstaklings til að lesa, skrifa og stafa. Þetta tengist alls ekki greind einstaklinga. Lesblinda hefur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr rituðu og töluðu máli. Þetta geta verið erfiðleikar með hljóðvitund, erfiðleikar við að afkóða orð, hægur eða ónákvæmur lestur, erfiðleikar við stafsetningu og ritun og erfiðleikar við munnlega tungumálakunnáttu. Það er engin lækning til við lesblindu, en það er hægt að stjórna henni með inngripum, aðbúnaði og stuðningi. Það getur falið í sér sérhæfða lestrarkennslu, hjálpartæki eða skilning eins og lengri tíma til próftöku. Með stuðningi geta lesblindir einstaklingar náð góðum námsárangri og lifað ánægjulegu lífi. Mikilvægi greininga og stuðnings Áðurnefnd rannsókn staðfestir að allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára eru með lesblindu. Niðurstöður sýna að börn sem greind eru eftir 10 ára aldur glími frekar við kvíða en þeir sem fá greiningu undir 10 ára aldri og fá bjargir í framhaldinu. Þá eru þeir sem eru lesblindir og fá greiningu seint, líklegri til þess að vera hvorki á vinnumarkaði né í námi, en aðrir í aldurshópnum. Að auki kemur fram að lesblindir eru síður líklegir til þess að klára háskólanám en þeir sem eru ekki lesblindir. Hvað gerir félag lesblindra? Félag lesblindra á Íslandi vinnur að hagsmunamálum lesblindra til að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Frá stofnun þess, árið 2003, hefur verið unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Við erum frjáls félagasamtök sem telja í dag um 2.400 félagsmenn. Við erum eingöngu rekin með sjálfsaflafé án beinna opinberra framlaga. Félagið aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og þeim sem vinna í þeirra þágu, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það felst í margvíslegum stuðningi og fræðslu sem félagið veitir félagsmönnum endurgjaldslaust. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningu og aðstoð innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað leiðsagnar og samstarfs við félagið enda sama markmið. Það er jafnframt full ástæða til að hvetja alla lesblinda til þátttöku í félaginu. Það er hægt að gera með skráningu á vef félagsins. www.lesblindir.is Hvatning til góðra verka Í gegnum árin hefur félagið unnið að ýmsum athugunum og könnunum um lesblindu á Íslandi en þessi rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er langítarlegasta rannsókn sem við höfum gert og sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ég fullyrði af reynslu minni af samstarfi við Evrópsk félög lesblindra að þessi viðamikla rannsókn hér á landi er einstök. Ég treysti því að niðurstöðurnar sanni að það góða verk sem Félag lesblindra hefur unnið, og þeim sem láta sig lesblindu varða, ættu að verða öllum hvatning til góðra verka. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kynntar hafa verið niðurstöður þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Þær eru aðgengileg er á samfélagsmiðlum félagsins. Þær staðfesta að fimmti hver glímir við lesblindu. Hún er því mun algengari en áður hefur verið talið. Hvað er lesblinda? Lesblinda er algeng námsröskun sem hefur áhrif á getu einstaklings til að lesa, skrifa og stafa. Þetta tengist alls ekki greind einstaklinga. Lesblinda hefur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr rituðu og töluðu máli. Þetta geta verið erfiðleikar með hljóðvitund, erfiðleikar við að afkóða orð, hægur eða ónákvæmur lestur, erfiðleikar við stafsetningu og ritun og erfiðleikar við munnlega tungumálakunnáttu. Það er engin lækning til við lesblindu, en það er hægt að stjórna henni með inngripum, aðbúnaði og stuðningi. Það getur falið í sér sérhæfða lestrarkennslu, hjálpartæki eða skilning eins og lengri tíma til próftöku. Með stuðningi geta lesblindir einstaklingar náð góðum námsárangri og lifað ánægjulegu lífi. Mikilvægi greininga og stuðnings Áðurnefnd rannsókn staðfestir að allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára eru með lesblindu. Niðurstöður sýna að börn sem greind eru eftir 10 ára aldur glími frekar við kvíða en þeir sem fá greiningu undir 10 ára aldri og fá bjargir í framhaldinu. Þá eru þeir sem eru lesblindir og fá greiningu seint, líklegri til þess að vera hvorki á vinnumarkaði né í námi, en aðrir í aldurshópnum. Að auki kemur fram að lesblindir eru síður líklegir til þess að klára háskólanám en þeir sem eru ekki lesblindir. Hvað gerir félag lesblindra? Félag lesblindra á Íslandi vinnur að hagsmunamálum lesblindra til að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Frá stofnun þess, árið 2003, hefur verið unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Við erum frjáls félagasamtök sem telja í dag um 2.400 félagsmenn. Við erum eingöngu rekin með sjálfsaflafé án beinna opinberra framlaga. Félagið aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og þeim sem vinna í þeirra þágu, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það felst í margvíslegum stuðningi og fræðslu sem félagið veitir félagsmönnum endurgjaldslaust. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningu og aðstoð innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað leiðsagnar og samstarfs við félagið enda sama markmið. Það er jafnframt full ástæða til að hvetja alla lesblinda til þátttöku í félaginu. Það er hægt að gera með skráningu á vef félagsins. www.lesblindir.is Hvatning til góðra verka Í gegnum árin hefur félagið unnið að ýmsum athugunum og könnunum um lesblindu á Íslandi en þessi rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er langítarlegasta rannsókn sem við höfum gert og sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ég fullyrði af reynslu minni af samstarfi við Evrópsk félög lesblindra að þessi viðamikla rannsókn hér á landi er einstök. Ég treysti því að niðurstöðurnar sanni að það góða verk sem Félag lesblindra hefur unnið, og þeim sem láta sig lesblindu varða, ættu að verða öllum hvatning til góðra verka. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun