Pólskt samfélag í áfalli Martyna Ylfa Suszko skrifar 22. apríl 2023 18:00 Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Þetta vekur upp hjá öllum margar spurningar og vangaveltur. Af hverju gerðist þetta? Hvað leiddi til þess? Var hægt að koma í veg fyrir þessa hörmung? Það eru jafn margar skoðanir á þessu og spurningar. En að mínu mati, sem pólsk kona sem hefur búið hér á landi síðan ég var á grunnskólaaldri hef ég mitt eigið álit. Pólverjar á Íslandi er einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt hagstofu Íslands eru 20% af öllu fólki á íslenskum vinnumarkaði pólskir ríkisborgarar. Ísland ekki fjölmennasta ríki í heimi, en til þess að þróa áfram okkar hagkerfi þurfum við að fá vinnuafl að utan. Pólverjar sem koma hér koma til Íslands einmitt til þess að starfa, en við þurfum að muna að þetta fólk á líka fjölskyldur, börn og vini. Talsvert af innflytjendum ákveða að vera áfram hér á landi og kalla Ísland sitt land. En á móti, þó margir eru opnir og jákvæðir í garð innflytjenda, atvik eins og harmleikur síðasta fimmtudags sýnir fram að við erum ennþá með langan veg fyrir framan okkar. Fordómar og misskilningar eru því miður út um allt. Það sem mér finnst en sorglegra er það að okkar yngri kynslóð er líka með slíkt viðhorf. Þetta sýnir það að við þurfum að bæta okkur. Fordómar byrja oft smáir, með gríni og athugasemdum. Ég hef oft heyrt að ef útlendingar myndu læra Íslensku þá væri þetta í lagi og þeim yrði boðið velkomið með opnum örmum, en það er ekki svo einfalt. Ég tala Íslensku og hef starfað sem túlkur í fjölmörg ár, en samt fæ ég oft athugasemdir um heiminn minn og spurningar hvaðan ég er. Ég ólst upp á Íslandi, og lít á mig sem Íslending. Íslendingur af pólskum uppruna, en samt, Íslendingur. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint, en ef ég á að vera hreinskilin þá fæ ég sting í hjartað þegar ég fæ svona athugasemdir. Ég hugsa með mér „Afhverju get ég ekki verið venjuleg?“ Mér líður ekki eins og ég sé öðruvísi, en aðrir virðast vera að hugsa það. Þó svona athugasemdir eru oftast saklausar, þá þurfum við að muna að við höfum áhrif. Fyrir ungt fólk, sem hefur ekki náð andlegum þroska, er oft einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að “öðruvísi” er það sama og „verri.“ Að þetta er barátta. „Við“ gegn „þeim.“ Svona hugsunarháttur getur dregið með sér hræðilegar afleiðingar. Ég neita því ekki að sumt fólk af erlendum uppruna hefur líka gert eitthvað af sér, en það eru undantekningar, ekki regla. Við þurfum öll að gera betur og hugsa um hvernig við komum fram við fólk í kringum okkur. Á stundum eins og þessum er mikilvægt að muna að við erum öll partur af íslensku samfélagi, hvaðan sem við komum. Við þurfum öll að vinna í gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi. Höfundur hefur búið á Íslandi síðan 2005 og er af pólskum uppruna, starfar sem túlkur og rekur túlkunarfyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Þetta vekur upp hjá öllum margar spurningar og vangaveltur. Af hverju gerðist þetta? Hvað leiddi til þess? Var hægt að koma í veg fyrir þessa hörmung? Það eru jafn margar skoðanir á þessu og spurningar. En að mínu mati, sem pólsk kona sem hefur búið hér á landi síðan ég var á grunnskólaaldri hef ég mitt eigið álit. Pólverjar á Íslandi er einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt hagstofu Íslands eru 20% af öllu fólki á íslenskum vinnumarkaði pólskir ríkisborgarar. Ísland ekki fjölmennasta ríki í heimi, en til þess að þróa áfram okkar hagkerfi þurfum við að fá vinnuafl að utan. Pólverjar sem koma hér koma til Íslands einmitt til þess að starfa, en við þurfum að muna að þetta fólk á líka fjölskyldur, börn og vini. Talsvert af innflytjendum ákveða að vera áfram hér á landi og kalla Ísland sitt land. En á móti, þó margir eru opnir og jákvæðir í garð innflytjenda, atvik eins og harmleikur síðasta fimmtudags sýnir fram að við erum ennþá með langan veg fyrir framan okkar. Fordómar og misskilningar eru því miður út um allt. Það sem mér finnst en sorglegra er það að okkar yngri kynslóð er líka með slíkt viðhorf. Þetta sýnir það að við þurfum að bæta okkur. Fordómar byrja oft smáir, með gríni og athugasemdum. Ég hef oft heyrt að ef útlendingar myndu læra Íslensku þá væri þetta í lagi og þeim yrði boðið velkomið með opnum örmum, en það er ekki svo einfalt. Ég tala Íslensku og hef starfað sem túlkur í fjölmörg ár, en samt fæ ég oft athugasemdir um heiminn minn og spurningar hvaðan ég er. Ég ólst upp á Íslandi, og lít á mig sem Íslending. Íslendingur af pólskum uppruna, en samt, Íslendingur. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint, en ef ég á að vera hreinskilin þá fæ ég sting í hjartað þegar ég fæ svona athugasemdir. Ég hugsa með mér „Afhverju get ég ekki verið venjuleg?“ Mér líður ekki eins og ég sé öðruvísi, en aðrir virðast vera að hugsa það. Þó svona athugasemdir eru oftast saklausar, þá þurfum við að muna að við höfum áhrif. Fyrir ungt fólk, sem hefur ekki náð andlegum þroska, er oft einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að “öðruvísi” er það sama og „verri.“ Að þetta er barátta. „Við“ gegn „þeim.“ Svona hugsunarháttur getur dregið með sér hræðilegar afleiðingar. Ég neita því ekki að sumt fólk af erlendum uppruna hefur líka gert eitthvað af sér, en það eru undantekningar, ekki regla. Við þurfum öll að gera betur og hugsa um hvernig við komum fram við fólk í kringum okkur. Á stundum eins og þessum er mikilvægt að muna að við erum öll partur af íslensku samfélagi, hvaðan sem við komum. Við þurfum öll að vinna í gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi. Höfundur hefur búið á Íslandi síðan 2005 og er af pólskum uppruna, starfar sem túlkur og rekur túlkunarfyrirtæki.
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun