Stöð 2 Sport
Valur getur komið sér í afar góða stöðu þegar liðið tekur á móti Keflavík í öðrum leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Valskonur unnu fyrsta leik liðanna með þriggja stiga mun og geta komið sér í 2-0 í einvíginu með sigri á heimavelli í kvöld.
Bein útsending frá Hlíðarenda hefst klukkan 18:45 og að leik loknum verður Subway Körfuboltakvöld á sínum stað til að gera leikinn upp.
Stöð 2 Sport 2
Boðið verður upp á bland í poka á Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem við hefjum leik Salernitana og Sassuolo í ítalska boltanum klukkan 12:50.
Klukkan 15:35 er svo komið að leik Manchester City og Sheffield United í elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum.
Að lokum taka Los Angeles Clippers á móti Phoenix Suns í úslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta klukkan 19:30.
Stöð 2 Sport 3
Ítalski boltinn heldur áfram á Stöð 2 Sport 3, en klukkan 15:50 tekur Lazio á móti Torino áður en Sampdoria og Spezia eigast við klukkan 18:35.
Stöð 2 Sport 4
Bein útsending frá The Chevron Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi hefst klukkan 19:00.
Stöð 2 eSport
Bein útsending frá Meistaradeild Evrópu í eFótbolta hefst á slaginu klukkan 14:00.