Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 11:31 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, sagði urðun eina möguleikann. Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. Rúmlega 700 kindur voru felldar á bænum á þriðjudag og hræjunum komið fyrir í sjö gámum. Upprunalega stóð til að urða hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi en Miðfjarðarhólfi, en bændur á bænum hættu við í gær eftir að hafa þurft að þola árásir þess efnis að þau væru að stofna lífsviðurværi sveitunga í hættu. Þegar var hafist handa við að finna annan urðunarstað og hefur það nú tekist. 70 tonn Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þau ekki gefa upp staðinn að svo stöddu. „Við viljum bara ganga frá þessu fyrst, fá vinnufrið, keyra, moka yfir og ganga frá eins og á að gera þannig að smitvarnir séu tryggðar. Við viljum ekki að fólk sé að sniglast þarna í kring að óþörfu,“ segir Sigurborg. „Þetta er náttúrulega stór aðgerð í sjálfu sér, þetta eru um 70 tonn og það þarf að taka stóra gröf sem búið er að gera.“ Áætlað er að aðgerðum ljúki í dag en ekki sauðfjárrækt á jörðinni þar sem til stendur að urða hræin. Sigurborg segir það aldrei fyrsta kost að urða en það reynist nauðsynlegt þegar brennsla er ekki möguleg. „Urðun er örugg leið út frá smitvarnarsjónarmiðum séð og það er búið að urða riðukindur á Íslandi í 150 ár, það eru ekki nema rétt um tíu ár síðan það var byrjað að brenna riðuhjarðir sem voru felldar,“ segir Sigurborg. Miklar tilfinningar í spilinu Íbúar í Miðfirði og bændur hafa lýst yfir mikilli óánægju með málið, frá upphafi til enda, enda mikið áfall bæði andlega og efnahagslega. „Viðbrögðin eru bara skiljanleg, þetta eru miklar tilfinningar og þegar miklar tilfinningar eru uppi þá er erfitt að hugsa rökrétt og taka yfirvegaðar ákvarðanir hjá fólki. En við erum að vinna nákvæmlega eins og við höfum gert undanfarin ár og undanfarna áratugi,“ segir Sigurborg. Aðspurð hvar rannsóknir standa á verndandi arfgerð gegn riðu segist Sigurborg hafa skrifað bréf til rektors Landbúnaðarháskólans og óskað eftir mati sérfræðingar þar. Vill hún fá þá til að leggja mat á það hvernig best væri að því staðið að rækta upp kindastofn sem ber verndandi arfgerð gegn riðu. „Ég nefndi þá í hvaða forgangsröð ég myndi vilja sjá það, þessa ræktun, og þar myndi ég beina spjótum mínum fyrst og fremst að þeim landsvæðum sem að hafa verið að berjast við riðu sem er viðvarandi vandamál, það er í Húnavatnssýslu á Skagafirði og það var vel tekið í það. Þannig ég reikna með að vinna sé farin af stað,“ segir Sigurborg og segist eiga von á niðurstöðu á næstu dögum. Mun taka mörg ár Hún segir það taka mörg ár að rækta upp stofninn þar sem afar fátt fé ber arfgerðina. „En svo eru þarna arfgerðir sem eru hugsanlega verndandi og ef það tekst að sýna fram á það að þær séu verndandi þá tekur það skemmri tíma því að þá erum við með fleiri dýr til þess að nota í ræktunina. Þannig þetta verður bara allt að skoða í rólegheitum og á yfirvegaðan hátt en þó með eins miklum hraða og hægt er, en það verður að vanda til verka,“ segir Sigurborg. Riða í Miðfirði Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Sjá meira
Rúmlega 700 kindur voru felldar á bænum á þriðjudag og hræjunum komið fyrir í sjö gámum. Upprunalega stóð til að urða hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi en Miðfjarðarhólfi, en bændur á bænum hættu við í gær eftir að hafa þurft að þola árásir þess efnis að þau væru að stofna lífsviðurværi sveitunga í hættu. Þegar var hafist handa við að finna annan urðunarstað og hefur það nú tekist. 70 tonn Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þau ekki gefa upp staðinn að svo stöddu. „Við viljum bara ganga frá þessu fyrst, fá vinnufrið, keyra, moka yfir og ganga frá eins og á að gera þannig að smitvarnir séu tryggðar. Við viljum ekki að fólk sé að sniglast þarna í kring að óþörfu,“ segir Sigurborg. „Þetta er náttúrulega stór aðgerð í sjálfu sér, þetta eru um 70 tonn og það þarf að taka stóra gröf sem búið er að gera.“ Áætlað er að aðgerðum ljúki í dag en ekki sauðfjárrækt á jörðinni þar sem til stendur að urða hræin. Sigurborg segir það aldrei fyrsta kost að urða en það reynist nauðsynlegt þegar brennsla er ekki möguleg. „Urðun er örugg leið út frá smitvarnarsjónarmiðum séð og það er búið að urða riðukindur á Íslandi í 150 ár, það eru ekki nema rétt um tíu ár síðan það var byrjað að brenna riðuhjarðir sem voru felldar,“ segir Sigurborg. Miklar tilfinningar í spilinu Íbúar í Miðfirði og bændur hafa lýst yfir mikilli óánægju með málið, frá upphafi til enda, enda mikið áfall bæði andlega og efnahagslega. „Viðbrögðin eru bara skiljanleg, þetta eru miklar tilfinningar og þegar miklar tilfinningar eru uppi þá er erfitt að hugsa rökrétt og taka yfirvegaðar ákvarðanir hjá fólki. En við erum að vinna nákvæmlega eins og við höfum gert undanfarin ár og undanfarna áratugi,“ segir Sigurborg. Aðspurð hvar rannsóknir standa á verndandi arfgerð gegn riðu segist Sigurborg hafa skrifað bréf til rektors Landbúnaðarháskólans og óskað eftir mati sérfræðingar þar. Vill hún fá þá til að leggja mat á það hvernig best væri að því staðið að rækta upp kindastofn sem ber verndandi arfgerð gegn riðu. „Ég nefndi þá í hvaða forgangsröð ég myndi vilja sjá það, þessa ræktun, og þar myndi ég beina spjótum mínum fyrst og fremst að þeim landsvæðum sem að hafa verið að berjast við riðu sem er viðvarandi vandamál, það er í Húnavatnssýslu á Skagafirði og það var vel tekið í það. Þannig ég reikna með að vinna sé farin af stað,“ segir Sigurborg og segist eiga von á niðurstöðu á næstu dögum. Mun taka mörg ár Hún segir það taka mörg ár að rækta upp stofninn þar sem afar fátt fé ber arfgerðina. „En svo eru þarna arfgerðir sem eru hugsanlega verndandi og ef það tekst að sýna fram á það að þær séu verndandi þá tekur það skemmri tíma því að þá erum við með fleiri dýr til þess að nota í ræktunina. Þannig þetta verður bara allt að skoða í rólegheitum og á yfirvegaðan hátt en þó með eins miklum hraða og hægt er, en það verður að vanda til verka,“ segir Sigurborg.
Riða í Miðfirði Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Sjá meira
Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41
Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25
„Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29