TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 21:04 TikTok hefur lokað á leit notenda að hinni hættulegu Benadryl-áskorun. Samsett/Getty Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni. Á samfélagsmiðlinum TikTok er algengt að rekast á hinar ýmsu áskoranir þar sem notendur keppast við að taka þátt í furðulegustu gjörningum. Ein slík áskorun er Benadryl-áskorunin sem gekk út á að notendur innbyrtu sexfaldan ráðlagðan skammt af ofnæmislyfinu Benadryl og tækju afleiðingarnar síðan upp á myndbandi. Einn þeirra fjölmörgu notenda TikTok sem tók þátt í áskoruninni var Jacob Stevens, þrettán ára drengur í Ohio í Bandaríkjunum. Að sögn þarlendra fréttamiðla reyndi Stevens við áskorunina á meðan vinir hans tóku hann upp á myndband. Áhrifin voru fljót að gera vart við sig og var hann fluttur með hraði á spítala. Sex dögum síðar var hann látinn. Hafa lokað á leit að áskoruninni TikTok gaf út tilkynningu varðandi áskorunina í dag þar sem samfélagsmiðillinn sagðist vera búinn að loka fyrir allar mögulegar leitir notenda að áskoruninni á vefsíðu sinni. Þá sendi fyrirtækið samúðarkveðjur til fjölskyldu Stevens. Einnig lýsti fyrirtækið því yfir að allt það efni sem hvetji til hættulegrar hegðunar væri bannað á samfélagsmiðlinum. Fyrirtækið sagði að 40 þúsund manna teymi fyrirtækisins vinni stöðugt að því að halda miðlinum öruggum og lausum við hættulegt efni. Benadryl-áskorunin er hins vegar ekki fyrsta hættulega áskorunin sem verður vinsæl á miðlinum. Fyrir tveimur árum varð svokölluð „Blackout“-áskorun vinsæl meðal notenda TikTok. Hún gekk út á að fólk reyndi að ná alsælutilfinningu með því að loka fyrir öndunarveg sinn og láta líða yfir sig. Johnson & Johnson, framleiðendur Benadryl, fordæmdu einnig áskorunina sem þau sögðu hættulega. Það ætti alltaf að fylgja leiðbeiningum lyfjaframleiðenda um ráðlagðan skammt. TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Á samfélagsmiðlinum TikTok er algengt að rekast á hinar ýmsu áskoranir þar sem notendur keppast við að taka þátt í furðulegustu gjörningum. Ein slík áskorun er Benadryl-áskorunin sem gekk út á að notendur innbyrtu sexfaldan ráðlagðan skammt af ofnæmislyfinu Benadryl og tækju afleiðingarnar síðan upp á myndbandi. Einn þeirra fjölmörgu notenda TikTok sem tók þátt í áskoruninni var Jacob Stevens, þrettán ára drengur í Ohio í Bandaríkjunum. Að sögn þarlendra fréttamiðla reyndi Stevens við áskorunina á meðan vinir hans tóku hann upp á myndband. Áhrifin voru fljót að gera vart við sig og var hann fluttur með hraði á spítala. Sex dögum síðar var hann látinn. Hafa lokað á leit að áskoruninni TikTok gaf út tilkynningu varðandi áskorunina í dag þar sem samfélagsmiðillinn sagðist vera búinn að loka fyrir allar mögulegar leitir notenda að áskoruninni á vefsíðu sinni. Þá sendi fyrirtækið samúðarkveðjur til fjölskyldu Stevens. Einnig lýsti fyrirtækið því yfir að allt það efni sem hvetji til hættulegrar hegðunar væri bannað á samfélagsmiðlinum. Fyrirtækið sagði að 40 þúsund manna teymi fyrirtækisins vinni stöðugt að því að halda miðlinum öruggum og lausum við hættulegt efni. Benadryl-áskorunin er hins vegar ekki fyrsta hættulega áskorunin sem verður vinsæl á miðlinum. Fyrir tveimur árum varð svokölluð „Blackout“-áskorun vinsæl meðal notenda TikTok. Hún gekk út á að fólk reyndi að ná alsælutilfinningu með því að loka fyrir öndunarveg sinn og láta líða yfir sig. Johnson & Johnson, framleiðendur Benadryl, fordæmdu einnig áskorunina sem þau sögðu hættulega. Það ætti alltaf að fylgja leiðbeiningum lyfjaframleiðenda um ráðlagðan skammt.
TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira