Mikilvægt að almenningur komi að stefnumótun varðandi nýtingu vindorku Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2023 19:51 Vindorkuver eru víða stór hluti orkuframleiðslunnar. Þannig fá Danir 40,4 prósent sinnar orku frá vindmyllum, Norðmenn 7,5 prósent og Skotar 44,4 prósent. Danir hófu þessa orkuöflun árið 1970 en Norðmenn ekki fyrr en 1992 og Skotar 1991. Getty/David McNew Umhverfisráðherra segir mikilvægt að undirbúa stefnumótun fyrir nýtingu vindorku á Íslandi vel og vandlega. Þriggja manna starfshópur sem ráðherra skipaði í fyrrasumar til að skoða valkosti og greina stöðuna kynnti áfangaskýrslu í dag. Þar kemur fram að taka þurfi tillit til margra þátta við virkjun vindsins og uppsetningu vindorkuvera eins og nærsamfélagsins, náttúrunnar og dýralífs og ýmissa hagsmuna eins og ferðaþjónustunnar. Þá þurfi að marka löggjöf um skattlagningu og hvernig tekjunum af henni verði skipt til að mynda milli ríkis og sveitarfélaga. Ráðherra boðar frumvörp um málið á næsta vetrarþingi. Skýrsluhöfundar segja meðal annars að taka þurfi afstöðu til þess hvort vindorkuver eigi heima innan rammáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. En oft hefur mikið verið tekist á um virkjanakosti innan áætlunarinnar og erfiðlega gengið að fá uppfærðar rammaáætlanir afgreiddar á Alþingi. Hvaða kost líst þér betur á, að vindurinn sé innan eða utan rammaáætlunar? „Það liggur alveg fyrir að við verðum að hafa regluverk í kringum þetta. Það verður að vera þannig að almenningur geti komið að því og sjónarmið í náttúruvernd og svo framvegis fái sinn sess,“ segir Guðlaugur Þór. Flestar þjóðir væru hins vegar með vindorkuver utan ramma og sveitarfélögin sæju um ákvörðunartökuna. Guðlaugur Þór Þórðarson segir mikilvægt að undirbúa lagasetningu um virkjun vindsins mjög vel.Stöð 2/Helena „Við þurfum í rauninni bara að ákveða hvort það muni ganga hjá okkur. Eða er skynsamlegra fyrir okkur að hafa þetta innan rammans. Þá liggi fyrir að við verðum að vera með rammann oftar og þá í smærri skömmtum í þinginu. Ég held að það sé að vísu ekki slæmur kostur burt séð frá því. Vegna þess að maður finnur þegar maður skoðar rammavinnuna og grunnhugmyndin á bakvið hana er góð, að það er vont þegar menn eru með allt of mikið undir hverju sinni,“ segir umhverfisráðherra. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um mögulegar breytingar á skattlagningu orkuvinnslu og gjaldtöku af orkumannvirkjum og áhrif af því að afnema ýmsar undanþágur eins og frá fasteignagjöldum á orkumannvirkjum. Ef allar undanþágur yrðu afnumdar myndi það auka skatttekjur ríkisins af orkuframleiðslu um 36 prósent en sveitarfélaganna um 800 prósent. Næst á dagskrá er að halda kynningarfundi um skýrsluna víða um land. Ráðherra segir starfshópinn skila af sér í haust og frumvarp eða frumvörp verði lögð fram á næsta vetrarþingi. Finna má skýrsluna á vef stjórnarráðsins. Orkuskipti Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri. 19. apríl 2023 12:13 Bein útsending: Vindorka - Valkostir og greining Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku verður kynnt á Hótel Nordica í dag klukkan 10. Sýnt verður frá fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. 19. apríl 2023 09:30 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þar kemur fram að taka þurfi tillit til margra þátta við virkjun vindsins og uppsetningu vindorkuvera eins og nærsamfélagsins, náttúrunnar og dýralífs og ýmissa hagsmuna eins og ferðaþjónustunnar. Þá þurfi að marka löggjöf um skattlagningu og hvernig tekjunum af henni verði skipt til að mynda milli ríkis og sveitarfélaga. Ráðherra boðar frumvörp um málið á næsta vetrarþingi. Skýrsluhöfundar segja meðal annars að taka þurfi afstöðu til þess hvort vindorkuver eigi heima innan rammáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. En oft hefur mikið verið tekist á um virkjanakosti innan áætlunarinnar og erfiðlega gengið að fá uppfærðar rammaáætlanir afgreiddar á Alþingi. Hvaða kost líst þér betur á, að vindurinn sé innan eða utan rammaáætlunar? „Það liggur alveg fyrir að við verðum að hafa regluverk í kringum þetta. Það verður að vera þannig að almenningur geti komið að því og sjónarmið í náttúruvernd og svo framvegis fái sinn sess,“ segir Guðlaugur Þór. Flestar þjóðir væru hins vegar með vindorkuver utan ramma og sveitarfélögin sæju um ákvörðunartökuna. Guðlaugur Þór Þórðarson segir mikilvægt að undirbúa lagasetningu um virkjun vindsins mjög vel.Stöð 2/Helena „Við þurfum í rauninni bara að ákveða hvort það muni ganga hjá okkur. Eða er skynsamlegra fyrir okkur að hafa þetta innan rammans. Þá liggi fyrir að við verðum að vera með rammann oftar og þá í smærri skömmtum í þinginu. Ég held að það sé að vísu ekki slæmur kostur burt séð frá því. Vegna þess að maður finnur þegar maður skoðar rammavinnuna og grunnhugmyndin á bakvið hana er góð, að það er vont þegar menn eru með allt of mikið undir hverju sinni,“ segir umhverfisráðherra. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um mögulegar breytingar á skattlagningu orkuvinnslu og gjaldtöku af orkumannvirkjum og áhrif af því að afnema ýmsar undanþágur eins og frá fasteignagjöldum á orkumannvirkjum. Ef allar undanþágur yrðu afnumdar myndi það auka skatttekjur ríkisins af orkuframleiðslu um 36 prósent en sveitarfélaganna um 800 prósent. Næst á dagskrá er að halda kynningarfundi um skýrsluna víða um land. Ráðherra segir starfshópinn skila af sér í haust og frumvarp eða frumvörp verði lögð fram á næsta vetrarþingi. Finna má skýrsluna á vef stjórnarráðsins.
Orkuskipti Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri. 19. apríl 2023 12:13 Bein útsending: Vindorka - Valkostir og greining Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku verður kynnt á Hótel Nordica í dag klukkan 10. Sýnt verður frá fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. 19. apríl 2023 09:30 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri. 19. apríl 2023 12:13
Bein útsending: Vindorka - Valkostir og greining Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku verður kynnt á Hótel Nordica í dag klukkan 10. Sýnt verður frá fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. 19. apríl 2023 09:30
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22
Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09