Rúrik nældi sér í suðræna Sóleyju Íris Hauksdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa 21. apríl 2023 11:13 Rúrik og Sóley eru einstaklega glæsilegt par. Vísir/Baldur Hrafnkell/Instagram Fyrirsætan og knattspyrnukappinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og Sóley Birna Horcajada Guðmundsdóttir eru nýtt par. Þetta hefur Vísir eftir heimildum sínum. Sést hefur til þeirra á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þau létu vel að hvort öðru. Fegurðardísin Sóley er 25 ára og á bæði ættir að rekja til Íslands og sömuleiðis til Spánar eins og sjá má á eftirnafni hennar. Sóley með húfu frá merkinu Bökk, en merkið er í eigu Rúriks.Visir/Instagram Segja má að frægð Rúriks hafi vaxið í veldisvexti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi árið 2018. Eftir leik Íslands við Argentínu fór fylgjendafjöldi Rúriks á Instagram vaxandi úr þúsund yfir í rúma milljón. Langflestir fylgjendur voru konur í Suður-Ameríku. Rúrik greindi frá því í viðtali við Brennsluna að erfitt væri að finna sér kærustu. Um ákveðið lúxusvandamál væri að ræða. Hann væri að drukkna í skilaboðum og fylgjendum fjölgaði stöðugt. Rúrik var á þeim tíma eftirsóttur piparsveinn og hafa ástarmál hans verið áhugaefni fjölmargra undanfarin ár. Fljótlega eftir heimsmeistaramótið kynntist hann Nathaliu Soliani, brasilískri fyrirsætu, og voru þau par um tíma. Kom hún meðal annars í heimsókn til Íslands þar sem Rúrik sýndi henni það sem landið hafði upp á að bjóða. Upp úr sambandi þeirra Nathaliu slitnaði. Í janúar í fyrra sást svo til Rúriks og þýsku leikkonunnar Valentinu Pahde á ferðalagi um Ísland. Þau kynnstu við tökur á þýska sjónvarpsþættinum Let's dance. Stórstjarna sem getur allt Rúrik hefur gert garðinn frægan, allt frá löngum og farsælum fótboltaferli til frægðarinnar í Þýskalandi fyrir óaðfinnanlega danstakta sem skiluðu sigri í sjónvarpsþættinum fyrrnefnda, Let‘s dance, árið 2021. Auk þess söng hann í þættinum The Masked Singer. Árið 2021 gaf Rúrik út lagið Older sem unnið var í samvinnu við tónlistarmanninn og lækninn, Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. Stórstjarnan virðist geta allt en hann hefur einnig verið að gera frábæra hluti sem fyrirsæta. Glæsilegt hárið kemur vafalítið að góðum notum í þeim bransa. Ástin og lífið Tengdar fréttir Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. 2. desember 2022 14:34 Segir Rúrik hafa haldið framhjá sér Fyrirsætan Nathalia Soliani hefur sakað Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmann í knattspyrnu, um að hafa haldið fram hjá sér. Hún er nú hætt að fylgja honum á samfélagsmiðlinum Instagram. 9. júní 2021 21:11 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Sjá meira
Sést hefur til þeirra á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þau létu vel að hvort öðru. Fegurðardísin Sóley er 25 ára og á bæði ættir að rekja til Íslands og sömuleiðis til Spánar eins og sjá má á eftirnafni hennar. Sóley með húfu frá merkinu Bökk, en merkið er í eigu Rúriks.Visir/Instagram Segja má að frægð Rúriks hafi vaxið í veldisvexti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi árið 2018. Eftir leik Íslands við Argentínu fór fylgjendafjöldi Rúriks á Instagram vaxandi úr þúsund yfir í rúma milljón. Langflestir fylgjendur voru konur í Suður-Ameríku. Rúrik greindi frá því í viðtali við Brennsluna að erfitt væri að finna sér kærustu. Um ákveðið lúxusvandamál væri að ræða. Hann væri að drukkna í skilaboðum og fylgjendum fjölgaði stöðugt. Rúrik var á þeim tíma eftirsóttur piparsveinn og hafa ástarmál hans verið áhugaefni fjölmargra undanfarin ár. Fljótlega eftir heimsmeistaramótið kynntist hann Nathaliu Soliani, brasilískri fyrirsætu, og voru þau par um tíma. Kom hún meðal annars í heimsókn til Íslands þar sem Rúrik sýndi henni það sem landið hafði upp á að bjóða. Upp úr sambandi þeirra Nathaliu slitnaði. Í janúar í fyrra sást svo til Rúriks og þýsku leikkonunnar Valentinu Pahde á ferðalagi um Ísland. Þau kynnstu við tökur á þýska sjónvarpsþættinum Let's dance. Stórstjarna sem getur allt Rúrik hefur gert garðinn frægan, allt frá löngum og farsælum fótboltaferli til frægðarinnar í Þýskalandi fyrir óaðfinnanlega danstakta sem skiluðu sigri í sjónvarpsþættinum fyrrnefnda, Let‘s dance, árið 2021. Auk þess söng hann í þættinum The Masked Singer. Árið 2021 gaf Rúrik út lagið Older sem unnið var í samvinnu við tónlistarmanninn og lækninn, Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. Stórstjarnan virðist geta allt en hann hefur einnig verið að gera frábæra hluti sem fyrirsæta. Glæsilegt hárið kemur vafalítið að góðum notum í þeim bransa.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. 2. desember 2022 14:34 Segir Rúrik hafa haldið framhjá sér Fyrirsætan Nathalia Soliani hefur sakað Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmann í knattspyrnu, um að hafa haldið fram hjá sér. Hún er nú hætt að fylgja honum á samfélagsmiðlinum Instagram. 9. júní 2021 21:11 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Sjá meira
Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. 2. desember 2022 14:34
Segir Rúrik hafa haldið framhjá sér Fyrirsætan Nathalia Soliani hefur sakað Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmann í knattspyrnu, um að hafa haldið fram hjá sér. Hún er nú hætt að fylgja honum á samfélagsmiðlinum Instagram. 9. júní 2021 21:11