Erlendir verktakar vilja smíða Ölfusárbrú Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. apríl 2023 20:28 Einhvern veginn svona mun Ölfusárbrú líta út, allavega samkvæmt tölvuteikningu. Vegagerðin Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs og stefnt er að því að framkvæmdum við byggingu brúarinnar ljúki árið 2026. Frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíði Ölfusárbrúar rann út í dag. Alls voru fimm verktakafyrirtæki sem sóttu um, þar af þrjú erlend, eitt íslenskt og eitt alþjóðlegt samstarf. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku í útboðinu: Hochtief Infrastructure frá Essen í Þýskalandi, IHI Infrastructure Systems frá Tokýó í Japan, Puentes y Calzada Infraestructuras frá Spáni, ÞG verktakar frá Íslandi og sameiginlegt tilboð verktakanna Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet. Í kjölfarið mun fara fram hæfismat og þeir sem verða metnir hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári. Stefnt að því að ljúka framkvæmdum 2026 „Við óskuðum eftir þekkingu og reynslu af sambærilegum mannvirkjum þannig það er eðlilegt að menn leiti sér samstarfs erlendis við slíkar framkvæmdir,“ sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar hjá Vegagerðinni, í viðtali við fréttastofu „Í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum sem tekur einhverja mánuði þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur. Þar sem um alútboð er að ræða er verktaka gert að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng en áætlað er að framkvæmdirnar taki tvö til tvö og hálft ár. Stefnt er á að framkvæmdum við byggingu Ölfusárbrúar ljúki árið 2026. Á vef Vegagerðarinnar segir að brúin verði 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verði nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig sé gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Flóahreppur Árborg Samgöngur Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira
Frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíði Ölfusárbrúar rann út í dag. Alls voru fimm verktakafyrirtæki sem sóttu um, þar af þrjú erlend, eitt íslenskt og eitt alþjóðlegt samstarf. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku í útboðinu: Hochtief Infrastructure frá Essen í Þýskalandi, IHI Infrastructure Systems frá Tokýó í Japan, Puentes y Calzada Infraestructuras frá Spáni, ÞG verktakar frá Íslandi og sameiginlegt tilboð verktakanna Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet. Í kjölfarið mun fara fram hæfismat og þeir sem verða metnir hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári. Stefnt að því að ljúka framkvæmdum 2026 „Við óskuðum eftir þekkingu og reynslu af sambærilegum mannvirkjum þannig það er eðlilegt að menn leiti sér samstarfs erlendis við slíkar framkvæmdir,“ sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar hjá Vegagerðinni, í viðtali við fréttastofu „Í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum sem tekur einhverja mánuði þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur. Þar sem um alútboð er að ræða er verktaka gert að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng en áætlað er að framkvæmdirnar taki tvö til tvö og hálft ár. Stefnt er á að framkvæmdum við byggingu Ölfusárbrúar ljúki árið 2026. Á vef Vegagerðarinnar segir að brúin verði 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verði nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig sé gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum.
Flóahreppur Árborg Samgöngur Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira
Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48