Í dag var greint frá því að ekki væri búið að gera ráðstafanir til að farga hræjum þeirra ríflega 700 kinda sem þarf að aflífa. Mbl.is hefur eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, forstjóra Umhverisstofnunar, að málið sé að leysast og farið verði í niðurskurð á morgun.
Þá er haft eftir Sigurborgu Daðadóttur, yfirdýralækni hjá Matvælastofnun, að urðun sé eina leiðin sem fær er. Hræunum verði komið fyrir í lekaheldum gámum þar til gröf hafi verið tekin. Þá verði hræin urðuð.