Tíu í fangelsi vegna farþegaþotunnar sem var skotin niður Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 15:19 Farþegaþotan sem var skotin niður nærri Teheran árið 2020 var á vegum Ukraine International Airlines. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Dómstóll í Íran dæmdi tíu lágt setta liðsmenn byltingarvarðarins í fangelsi vegna úkraínskrar farþegaþotu sem var skotin niður í janúar árið 2020. Aðstandendur fórnarlambanna segja málalyktirnar óviðunandi. Loftvarnasveit íranska byltingarvarðarins skaut tveimur flugskeytum á farþegaþotu Ukraine International Airlines skömmu eftir að hún tók á loft frá Teheran fyrir rúmum þremur árum. Hundrað sjötíu og sex manns sem voru um borð í vélinni fórust. Yfirmaður loftvarnasveitarinnar var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir aðild að manndrápum og fyrir að óhlýðnast skipunum. Níu aðrir hlutu eins til þriggja ára fangelsisdóma, þar á meðal tveir liðsmenn sveitarinnar sem stýrði flugskeytakerfinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjölskyldur fórnarlambanna sögðu dómana yfir mönnunum þýðingarlausa og óásættanlega. Írönsk yfirvöld hefðu ekki sótt þá sem bæru aðalábyrgðina til saka. Írönsk stjórnvöld neituðu því í þrjá daga eftir að flugvélin fórst að þau hefðu haft nokkuð með það að gera. Þess í stað sögðu þau að tæknileg bilun hlyti að hafa orðið í vélinni. Á endanum viðurkenndi byltingarvörðurinn þó að loftvarnasveitin hefði talið að flugvélin væri bandarískt flugskeyti. Íranir höfðu mikinn viðbúnað á þessum tíma þar sem þeir höfðu skotið flugskeytum á tvær herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn voru til þess að hefna fyrir dráp Bandaríkjamanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja byltingarvarðarins, nokkrum dögum áður en þotan var skotin niður. Flestir farþegarnir voru frá Úkraínu, Kanada, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld þar saka Írani um að hafa skotið þotuna vísvitandi niður. Írönsk flugmálayfirvöld kenndu mannlegum mistökum um að þotan var skotin niður. Íran Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Loftvarnasveit íranska byltingarvarðarins skaut tveimur flugskeytum á farþegaþotu Ukraine International Airlines skömmu eftir að hún tók á loft frá Teheran fyrir rúmum þremur árum. Hundrað sjötíu og sex manns sem voru um borð í vélinni fórust. Yfirmaður loftvarnasveitarinnar var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir aðild að manndrápum og fyrir að óhlýðnast skipunum. Níu aðrir hlutu eins til þriggja ára fangelsisdóma, þar á meðal tveir liðsmenn sveitarinnar sem stýrði flugskeytakerfinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjölskyldur fórnarlambanna sögðu dómana yfir mönnunum þýðingarlausa og óásættanlega. Írönsk yfirvöld hefðu ekki sótt þá sem bæru aðalábyrgðina til saka. Írönsk stjórnvöld neituðu því í þrjá daga eftir að flugvélin fórst að þau hefðu haft nokkuð með það að gera. Þess í stað sögðu þau að tæknileg bilun hlyti að hafa orðið í vélinni. Á endanum viðurkenndi byltingarvörðurinn þó að loftvarnasveitin hefði talið að flugvélin væri bandarískt flugskeyti. Íranir höfðu mikinn viðbúnað á þessum tíma þar sem þeir höfðu skotið flugskeytum á tvær herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn voru til þess að hefna fyrir dráp Bandaríkjamanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja byltingarvarðarins, nokkrum dögum áður en þotan var skotin niður. Flestir farþegarnir voru frá Úkraínu, Kanada, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld þar saka Írani um að hafa skotið þotuna vísvitandi niður. Írönsk flugmálayfirvöld kenndu mannlegum mistökum um að þotan var skotin niður.
Íran Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27
Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52