Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2023 14:08 Aflífa þarf ríflega 700 kindur á bænum Syðri-Urriðaá vegna riðu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. Riða greindist á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði fyrir helgi, skömmu eftir að riða hafði greinst á bænum Bergstöðum, en þar eru ríflega 700 kindur sem þarf að aflífa. Það hefur þó ekki tekist hingað til, brennsluofninn í sorpeyðingarstöðinni Kölku er bilaður og sveitarstjórn Húnaþings vestra og Umhverfisstofnun hafa ekki fundið aðra leið til förgunar um helgina. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að þau séu tilbúin til að grípa til aðgerða og bíði eftir niðurstöðu „Við gátum ekki farið í aðgerðir í dag eins og við ætluðum vegna þess að förgunarleið er ekki klár. Það þýðir ekkert að fara af stað með aðgerðir nema að öll keðjan sé til reiðu, að við getum losnað við hræinn á öruggan hátt,“ segir Sigurborg. Tíminn er þó naumur en ef það tekst ekki að finna förgunarleið á morgun munu þau þurfa að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð, sem fer fram í kringum mánaðarmótin. „Það er í rauninni bara í klukkustundum talið núna, sem að við höfum rými til þess að fara í aðgerðir,“ segir Sigurborg en gangi það ekki upp á morgun sé það nálægt burði að það sé ekki forsvaranlegt að fara í slíkar aðgerðir fóstranna og fjárins vegna. Þurfa að aflífa fleiri gripi á öðrum bæjum Til að kanna hvort að riðan hafi náð að dreifa sér víðar stendur til að taka sýni úr gripum sem hafa farið frá Syðri-Urriðaá á aðra bæi. „Smitrakning hefur leitt í ljós að það eru um tuttugu gripir enn þá á lífi sem að við þurfum að ná í og fjarlægja hugsanleg smitefni, það er að segja fjarlægja dýrin, aflífa og taka úr þeim sýni og þetta gengur svona koll af kolli,“ segir Sigurborg. Það myndi taka um viku eftir að dýrin eru aflífuð að fá niðurstöðu frá Keldum, ef allt gengur að óskum. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun að svo stöddu um hvenær hægt verði að fara í það. „Við erum að einbeita okkur að þessum förgunarmálum núna. Matvælastofnun er tilbúin í sínar aðgerðir en getur ekki hafið þær vegna þess að förgunarleið er ekki tilbúin,“ segir Sigurborg. Sveitastjóri Húnaþings vestra segir í samtali við fréttastofu að allt kapp sé lagt á að finna förgunarleið, enda tíminn naumur. Íbúafundur vegna málsins er á dagskrá annað kvöld þar sem fulltrúar Matvælastofnunar og Bændasamtakanna, auk sálfræðings og sérfræðings í riðurannsóknum, verða með erindi. Riða í Miðfirði Húnaþing vestra Landbúnaður Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24 Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Riða greindist á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði fyrir helgi, skömmu eftir að riða hafði greinst á bænum Bergstöðum, en þar eru ríflega 700 kindur sem þarf að aflífa. Það hefur þó ekki tekist hingað til, brennsluofninn í sorpeyðingarstöðinni Kölku er bilaður og sveitarstjórn Húnaþings vestra og Umhverfisstofnun hafa ekki fundið aðra leið til förgunar um helgina. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að þau séu tilbúin til að grípa til aðgerða og bíði eftir niðurstöðu „Við gátum ekki farið í aðgerðir í dag eins og við ætluðum vegna þess að förgunarleið er ekki klár. Það þýðir ekkert að fara af stað með aðgerðir nema að öll keðjan sé til reiðu, að við getum losnað við hræinn á öruggan hátt,“ segir Sigurborg. Tíminn er þó naumur en ef það tekst ekki að finna förgunarleið á morgun munu þau þurfa að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð, sem fer fram í kringum mánaðarmótin. „Það er í rauninni bara í klukkustundum talið núna, sem að við höfum rými til þess að fara í aðgerðir,“ segir Sigurborg en gangi það ekki upp á morgun sé það nálægt burði að það sé ekki forsvaranlegt að fara í slíkar aðgerðir fóstranna og fjárins vegna. Þurfa að aflífa fleiri gripi á öðrum bæjum Til að kanna hvort að riðan hafi náð að dreifa sér víðar stendur til að taka sýni úr gripum sem hafa farið frá Syðri-Urriðaá á aðra bæi. „Smitrakning hefur leitt í ljós að það eru um tuttugu gripir enn þá á lífi sem að við þurfum að ná í og fjarlægja hugsanleg smitefni, það er að segja fjarlægja dýrin, aflífa og taka úr þeim sýni og þetta gengur svona koll af kolli,“ segir Sigurborg. Það myndi taka um viku eftir að dýrin eru aflífuð að fá niðurstöðu frá Keldum, ef allt gengur að óskum. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun að svo stöddu um hvenær hægt verði að fara í það. „Við erum að einbeita okkur að þessum förgunarmálum núna. Matvælastofnun er tilbúin í sínar aðgerðir en getur ekki hafið þær vegna þess að förgunarleið er ekki tilbúin,“ segir Sigurborg. Sveitastjóri Húnaþings vestra segir í samtali við fréttastofu að allt kapp sé lagt á að finna förgunarleið, enda tíminn naumur. Íbúafundur vegna málsins er á dagskrá annað kvöld þar sem fulltrúar Matvælastofnunar og Bændasamtakanna, auk sálfræðings og sérfræðings í riðurannsóknum, verða með erindi.
Riða í Miðfirði Húnaþing vestra Landbúnaður Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24 Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24
Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27