Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2023 08:04 Lýst var eftir Filippu á laugardaginn eftir að hún hafði ekki skilað sér heim úr blaðarúnti sínum. Lögregla í Danmörku/Getty Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu. 32 ára karlmaður var handtekinn vegna málsins síðdegis í gær og verður hann leiddur fyrir dómara klukkan níu í dag þar sem lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Sagt var frá hvarfi Filippu eftir að hún hafði ekki skilað sér heim úr dagblaðarúnti sínum á laugardagsmorguninn. Hún hafði þá farið á hjóli sínu til að bera út blöð í Kirkerup, milli þorpanna Sørbymagle og Fuglebjerg. Lögregla greindi svo frá því síðdegis í gær að hún hafi fundist á lífi. Móðir Filippu segir í færslunni að líðan Filippu sé „í lagi“, eftir atvikum. Hún þakkar sömuleiðis dönsku þjóðinni innilega fyrir að hafa tekið þátt í leitinni að Filippu. DR segir frá því að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað við húsið fyrir utan Korsør síðasta tæpa sólarhringinn. Hjól, taska og sími Filippu fundust í vegarkanti á laugardaginn og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit lögreglu. Var meðal annars notast við leitarhunda, þyrlur og dróna. Á sunnudagsmorgninum greindi lögregla frá því að unnið væri út frá þeirri kenningu að brot hafi verið framið. Lögregla segir að ábendingar frá almenningi og myndir úr öryggismyndavélum hafi komið þeim á sporið þannig að Filippa fannst. Í heildina bárust um sex hundruð ábendingar og þá sankaði lögregla að sér myndum úr eftirlitsmyndavélum sem leiddi að lokum til handtökunnar og að Filippa fannst. Danmörk Tengdar fréttir Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Danskir fjölmiðlar greina frá þessu. 32 ára karlmaður var handtekinn vegna málsins síðdegis í gær og verður hann leiddur fyrir dómara klukkan níu í dag þar sem lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Sagt var frá hvarfi Filippu eftir að hún hafði ekki skilað sér heim úr dagblaðarúnti sínum á laugardagsmorguninn. Hún hafði þá farið á hjóli sínu til að bera út blöð í Kirkerup, milli þorpanna Sørbymagle og Fuglebjerg. Lögregla greindi svo frá því síðdegis í gær að hún hafi fundist á lífi. Móðir Filippu segir í færslunni að líðan Filippu sé „í lagi“, eftir atvikum. Hún þakkar sömuleiðis dönsku þjóðinni innilega fyrir að hafa tekið þátt í leitinni að Filippu. DR segir frá því að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað við húsið fyrir utan Korsør síðasta tæpa sólarhringinn. Hjól, taska og sími Filippu fundust í vegarkanti á laugardaginn og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit lögreglu. Var meðal annars notast við leitarhunda, þyrlur og dróna. Á sunnudagsmorgninum greindi lögregla frá því að unnið væri út frá þeirri kenningu að brot hafi verið framið. Lögregla segir að ábendingar frá almenningi og myndir úr öryggismyndavélum hafi komið þeim á sporið þannig að Filippa fannst. Í heildina bárust um sex hundruð ábendingar og þá sankaði lögregla að sér myndum úr eftirlitsmyndavélum sem leiddi að lokum til handtökunnar og að Filippa fannst.
Danmörk Tengdar fréttir Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20
Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20