Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2023 13:24 Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að fyrirtækið hefði til skoðunar að setja upp rannsoknarstofu til að greina 200 þúsund sýni úr íslenskum kindum og finna þannig mögulega verndandi arfgerð gegn riðuveiki. Sýni hafa hingað til verið send til greiningar í Þýskalandi. Kári sagði ráðamenn hafa komið að máli við hann í gær og beðið hann um aðstoð en riða greindist nýlega á tveimur bæjum í Miðfirði og skera þarf niður yfir 1.400 kindur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi - og fyrrverandi bóndi - fagnar mjög mögulegri aðkomu Erfðagreiningar. „Þessi breytileiki hann erfist og því er hægt að rækta þetta úr íslenska fjárstofninum á nokkrum árum. En til þess að gera þetta hratt og vel er nauðsynlegt að ríkið komi að þessu og svona öflugt fyrirtæki eins og hjá Kára, ég fagna því bara innilega,“ segir Halla. Hún telur að árangur gæti náðst mjög fljótt. „Þetta er ekki flókið, bændur geta í raun tekið sýnin sjálfir og sent þetta áfram. Það tekur ekki langan tíma að finna þetta þannig að ef þetta er sett af stað, ef það væru tekin sýni úr kindum í vor þá væri komin niðurstaða jafnvel í haust. Og þá væri hægt að setja líflömb á eftir því hvernig þetta hefur fundist og taka svo hrúta og setja á sæðingarstöðina,“ segir Halla. „En þetta er bara mjög gleðilegt að það sé hægt, í þessum vondu fréttum sem hafa verið að koma undanfarna daga. Það er þyngra en tárum taki að heyra þessar fréttir úr Húnavatnssýslunni.“ Þannig að þú bindur miklar vonir við þessar mögulegu fyrirætlanir Íslenskrar erfðagreiningar? „Já, ég held að ef að Kári fær áhuga á þessu verkefni þá tæklar hann þetta.“ Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Íslensk erfðagreining Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að fyrirtækið hefði til skoðunar að setja upp rannsoknarstofu til að greina 200 þúsund sýni úr íslenskum kindum og finna þannig mögulega verndandi arfgerð gegn riðuveiki. Sýni hafa hingað til verið send til greiningar í Þýskalandi. Kári sagði ráðamenn hafa komið að máli við hann í gær og beðið hann um aðstoð en riða greindist nýlega á tveimur bæjum í Miðfirði og skera þarf niður yfir 1.400 kindur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi - og fyrrverandi bóndi - fagnar mjög mögulegri aðkomu Erfðagreiningar. „Þessi breytileiki hann erfist og því er hægt að rækta þetta úr íslenska fjárstofninum á nokkrum árum. En til þess að gera þetta hratt og vel er nauðsynlegt að ríkið komi að þessu og svona öflugt fyrirtæki eins og hjá Kára, ég fagna því bara innilega,“ segir Halla. Hún telur að árangur gæti náðst mjög fljótt. „Þetta er ekki flókið, bændur geta í raun tekið sýnin sjálfir og sent þetta áfram. Það tekur ekki langan tíma að finna þetta þannig að ef þetta er sett af stað, ef það væru tekin sýni úr kindum í vor þá væri komin niðurstaða jafnvel í haust. Og þá væri hægt að setja líflömb á eftir því hvernig þetta hefur fundist og taka svo hrúta og setja á sæðingarstöðina,“ segir Halla. „En þetta er bara mjög gleðilegt að það sé hægt, í þessum vondu fréttum sem hafa verið að koma undanfarna daga. Það er þyngra en tárum taki að heyra þessar fréttir úr Húnavatnssýslunni.“ Þannig að þú bindur miklar vonir við þessar mögulegu fyrirætlanir Íslenskrar erfðagreiningar? „Já, ég held að ef að Kári fær áhuga á þessu verkefni þá tæklar hann þetta.“
Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Íslensk erfðagreining Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27
Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28