Í frétt TV2 segir að húsið sé ekki langt frá þeim stað þar sem Filippa sást síðast og að tæknideild lögreglunnar sé þar að störfum. Þá hafi lögregluyfirvöld í suður Sjálandi og Lolland-Falster ekki viljað tjá sig um umsátrið.
Filippa skilaði sér ekki heim á venjulegum tíma í gær eftir blaðburð og leit að henni hófts um klukkan fjögur. Sími hennar, taska og hjól hafa fundist við götu í Kirkerup.
Biðla til fólks að skoða upptökur
Lögreglan í suður Sjálandi og Lolland-Falster segir á Twitter að hún hafi rannsakað margar vísbendingar um hvarf Filippu og skoða fjölda myndskeiða úr eftirlitsmyndavélum í nótt. Leitarhundar séu notaðir við leitina og unnið sé að því að rekja ferðir Filippu.
Þá biðlar lögreglan til fólks að hafa augun hjá sér og að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum, sem það kann að hafa við heimili sín.
Í vakt TV2 um málið er haft eftir Kim Kliver, lögreglustjóra hjá lögreglunni í suður Sjálandi og Lolland-Falster að lögreglan líti málið alvarlegum augum og að áhyggjur lögreglunnar aukist eftir því sem leitina dregur á langinn.