Klókir markaðsaðilar fá ráðherra til að klóra sér í kollinum Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 15. apríl 2023 22:02 Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða. Vísir/Egill Heilbrigðisráðherra segir það mikið áhyggjuefni hversu margir landsmenn neyta nikótínpúða en vörurnar höfða meðal annars til barna og unglinga. Um sé að ræða snúna baráttu þar sem markaðsaðilar séu mjög séðir og þróa sífellt nýjar vörur. Nýtt regluverk gefi aukin færi. Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða, einna helst meðal karla á aldrinum átján til 24 ára, en á síðasta ári notuðu hátt í 40 prósent þeirra nikótínpúða daglega. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í síðasta mánuði kom sömuleiðis fram að notkun hafi almennt aukist mikið síðan fyrir þremur árum, eða þrefaldast. Sjá einnig: Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bendir á að vel hafi tekist að berjast við nikótín í formi reykinga með íslenska forvarnarmódelinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Arnar „Þannig þetta er bara ný barátta, það koma stöðugt nýjar vörur sem höfða ekki síst til barna og unglinga og eins og tölurnar eru að sýna okkur þá er þetta mikið áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Willum. Það gæti þó verið erfitt en markaðsaðilar eru til að mynda klókir í að komast fram hjá lögum til að auglýsa vörur sínar. „Þetta er snúin barátta, markaðsaðilar eru bara mjög séðir og þróa stöðugt nýjar vörur sem að eru ávanabindandi eins og í þessu tilviki,“ segir hann en engu að síður þurfi að skoða ýmsar leiðir. „Þetta er raunverulega sama vörnin sem á að duga í þessu og þegar kemur að íslenska módelinu, fræðsla, þekking og lög og reglur. Nú erum við ný búin að setja regluverk um þessar vörur sem á að gefa okkur aukin færi,“ segir hann. Aðspurður um hvort komi til greina að skattleggja slíkar vörur frekar segir ráðherrann að háir skattar séu nú á áfengi og tóbaki. „Ef maður vísar í orðið og hugtakið verðteygni, að það sé hægt að verðleggja þessar vörur mjög hátt þannig það sé svigrúm til að hafa álagningu um leið og það er verið að skattleggja, ekki síst í þeim tilgangi að draga úr notkun,“ segir Willum. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða, einna helst meðal karla á aldrinum átján til 24 ára, en á síðasta ári notuðu hátt í 40 prósent þeirra nikótínpúða daglega. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í síðasta mánuði kom sömuleiðis fram að notkun hafi almennt aukist mikið síðan fyrir þremur árum, eða þrefaldast. Sjá einnig: Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bendir á að vel hafi tekist að berjast við nikótín í formi reykinga með íslenska forvarnarmódelinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Arnar „Þannig þetta er bara ný barátta, það koma stöðugt nýjar vörur sem höfða ekki síst til barna og unglinga og eins og tölurnar eru að sýna okkur þá er þetta mikið áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Willum. Það gæti þó verið erfitt en markaðsaðilar eru til að mynda klókir í að komast fram hjá lögum til að auglýsa vörur sínar. „Þetta er snúin barátta, markaðsaðilar eru bara mjög séðir og þróa stöðugt nýjar vörur sem að eru ávanabindandi eins og í þessu tilviki,“ segir hann en engu að síður þurfi að skoða ýmsar leiðir. „Þetta er raunverulega sama vörnin sem á að duga í þessu og þegar kemur að íslenska módelinu, fræðsla, þekking og lög og reglur. Nú erum við ný búin að setja regluverk um þessar vörur sem á að gefa okkur aukin færi,“ segir hann. Aðspurður um hvort komi til greina að skattleggja slíkar vörur frekar segir ráðherrann að háir skattar séu nú á áfengi og tóbaki. „Ef maður vísar í orðið og hugtakið verðteygni, að það sé hægt að verðleggja þessar vörur mjög hátt þannig það sé svigrúm til að hafa álagningu um leið og það er verið að skattleggja, ekki síst í þeim tilgangi að draga úr notkun,“ segir Willum.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54
Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46
Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00