Real marði sigur á Cádiz | PSG vann toppslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2023 23:00 Óvæntur Nacho braut ísinn fyrir Real. Fran Santiago/Getty Images Real Madríd vann 2-0 útisigur á Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mörkin tvö komu undir lok leiks. Þá vann París Saint-Germain toppslaginn í Frakklandi á meðan toppliðin á Ítalíu misstigu sig. Það tók Real 72 mínútur að brjóta ísinn gegn Cádiz en þá skoraði varnarmaðurinn Nacho Fernandez. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marco Asensio forystu gestanna og þar við sat, lokatölur 0-2 Villareal, sem vann Real óvænt 3-2 í síðustu umferð, tapaði á einhvern hátt 2-1 á heimavelli fyrir Valladolid. Etienne Capoue með mark Villareal í kvöld. Eftir sigur kvöldsins er Real Madríd í 2. sæti La Liga með 62 stig, tíu stigum minna en topplið Barcelona. Villareal er á toppnum með 47 stig. Á Ítalíu missteig topplið Napoli sig sem og liðin tvö frá Mílanó sem eru í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Napoli gerði markalaust jafntefli við Verona og Inter tapaði óvænt 0-1 fyrir nýliðum Monza á heimavelli. Inter were unbeaten in their last 28 league matches against newly promoted opponents: 24 wins and four draws.@ACMonza put an end to the streak.#InterMonza pic.twitter.com/LkCApHR13V— Lega Serie A (@SerieA_EN) April 15, 2023 Þá jafnaði Tommaso Pobega metin fyrir AC Milan gegn Bologna eftir að Nicola Sansone kom Bologna yfir á 1. mínútu. Lokatölur þar 1-1. Þegar 30 umferðir eru búnar í Serie A er Napoli á toppnum með 75 stig. Þar á eftir kemur Lazio með 61 stig. Roma og AC Milan eru með 53 stig í 3. og 4. sæti á meðan Inter er í 5. sæti með 51 stig. Í Frakklandi vann París Saint-Germain 3-1 sigur á Lens í toppslag deildarinnar. Það hjálpaði París að Salis Abdul Samed fékk rautt spjald í liði Lens á 19. mínútu. Kylian Mbappé kom PSG yfir eftir rúman hálftíma leik. Skömmu síðar tvöfaldaði Vitinha forystuna og Lionel Messi bætti við þriðja markinu skömmu eftir það. Staðan var 3-0 í hálfleik en eina mark síðari hálfleiks skoraði Przemysław Frankowski úr vítaspyrnu fyrir gestina. Lokatölur 3-1 PSG í vil. #PSGRCL I 3-1 pic.twitter.com/McDbbhWoAS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) April 15, 2023 PSG er með 72 stig á toppi deildarinnar eftir 31 leik. Lens er í 2. sæti með 63 stig og Marseille er í 3. sæti með 61 stig og leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Það tók Real 72 mínútur að brjóta ísinn gegn Cádiz en þá skoraði varnarmaðurinn Nacho Fernandez. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marco Asensio forystu gestanna og þar við sat, lokatölur 0-2 Villareal, sem vann Real óvænt 3-2 í síðustu umferð, tapaði á einhvern hátt 2-1 á heimavelli fyrir Valladolid. Etienne Capoue með mark Villareal í kvöld. Eftir sigur kvöldsins er Real Madríd í 2. sæti La Liga með 62 stig, tíu stigum minna en topplið Barcelona. Villareal er á toppnum með 47 stig. Á Ítalíu missteig topplið Napoli sig sem og liðin tvö frá Mílanó sem eru í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Napoli gerði markalaust jafntefli við Verona og Inter tapaði óvænt 0-1 fyrir nýliðum Monza á heimavelli. Inter were unbeaten in their last 28 league matches against newly promoted opponents: 24 wins and four draws.@ACMonza put an end to the streak.#InterMonza pic.twitter.com/LkCApHR13V— Lega Serie A (@SerieA_EN) April 15, 2023 Þá jafnaði Tommaso Pobega metin fyrir AC Milan gegn Bologna eftir að Nicola Sansone kom Bologna yfir á 1. mínútu. Lokatölur þar 1-1. Þegar 30 umferðir eru búnar í Serie A er Napoli á toppnum með 75 stig. Þar á eftir kemur Lazio með 61 stig. Roma og AC Milan eru með 53 stig í 3. og 4. sæti á meðan Inter er í 5. sæti með 51 stig. Í Frakklandi vann París Saint-Germain 3-1 sigur á Lens í toppslag deildarinnar. Það hjálpaði París að Salis Abdul Samed fékk rautt spjald í liði Lens á 19. mínútu. Kylian Mbappé kom PSG yfir eftir rúman hálftíma leik. Skömmu síðar tvöfaldaði Vitinha forystuna og Lionel Messi bætti við þriðja markinu skömmu eftir það. Staðan var 3-0 í hálfleik en eina mark síðari hálfleiks skoraði Przemysław Frankowski úr vítaspyrnu fyrir gestina. Lokatölur 3-1 PSG í vil. #PSGRCL I 3-1 pic.twitter.com/McDbbhWoAS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) April 15, 2023 PSG er með 72 stig á toppi deildarinnar eftir 31 leik. Lens er í 2. sæti með 63 stig og Marseille er í 3. sæti með 61 stig og leik til góða.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira