Real marði sigur á Cádiz | PSG vann toppslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2023 23:00 Óvæntur Nacho braut ísinn fyrir Real. Fran Santiago/Getty Images Real Madríd vann 2-0 útisigur á Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mörkin tvö komu undir lok leiks. Þá vann París Saint-Germain toppslaginn í Frakklandi á meðan toppliðin á Ítalíu misstigu sig. Það tók Real 72 mínútur að brjóta ísinn gegn Cádiz en þá skoraði varnarmaðurinn Nacho Fernandez. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marco Asensio forystu gestanna og þar við sat, lokatölur 0-2 Villareal, sem vann Real óvænt 3-2 í síðustu umferð, tapaði á einhvern hátt 2-1 á heimavelli fyrir Valladolid. Etienne Capoue með mark Villareal í kvöld. Eftir sigur kvöldsins er Real Madríd í 2. sæti La Liga með 62 stig, tíu stigum minna en topplið Barcelona. Villareal er á toppnum með 47 stig. Á Ítalíu missteig topplið Napoli sig sem og liðin tvö frá Mílanó sem eru í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Napoli gerði markalaust jafntefli við Verona og Inter tapaði óvænt 0-1 fyrir nýliðum Monza á heimavelli. Inter were unbeaten in their last 28 league matches against newly promoted opponents: 24 wins and four draws.@ACMonza put an end to the streak.#InterMonza pic.twitter.com/LkCApHR13V— Lega Serie A (@SerieA_EN) April 15, 2023 Þá jafnaði Tommaso Pobega metin fyrir AC Milan gegn Bologna eftir að Nicola Sansone kom Bologna yfir á 1. mínútu. Lokatölur þar 1-1. Þegar 30 umferðir eru búnar í Serie A er Napoli á toppnum með 75 stig. Þar á eftir kemur Lazio með 61 stig. Roma og AC Milan eru með 53 stig í 3. og 4. sæti á meðan Inter er í 5. sæti með 51 stig. Í Frakklandi vann París Saint-Germain 3-1 sigur á Lens í toppslag deildarinnar. Það hjálpaði París að Salis Abdul Samed fékk rautt spjald í liði Lens á 19. mínútu. Kylian Mbappé kom PSG yfir eftir rúman hálftíma leik. Skömmu síðar tvöfaldaði Vitinha forystuna og Lionel Messi bætti við þriðja markinu skömmu eftir það. Staðan var 3-0 í hálfleik en eina mark síðari hálfleiks skoraði Przemysław Frankowski úr vítaspyrnu fyrir gestina. Lokatölur 3-1 PSG í vil. #PSGRCL I 3-1 pic.twitter.com/McDbbhWoAS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) April 15, 2023 PSG er með 72 stig á toppi deildarinnar eftir 31 leik. Lens er í 2. sæti með 63 stig og Marseille er í 3. sæti með 61 stig og leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Það tók Real 72 mínútur að brjóta ísinn gegn Cádiz en þá skoraði varnarmaðurinn Nacho Fernandez. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marco Asensio forystu gestanna og þar við sat, lokatölur 0-2 Villareal, sem vann Real óvænt 3-2 í síðustu umferð, tapaði á einhvern hátt 2-1 á heimavelli fyrir Valladolid. Etienne Capoue með mark Villareal í kvöld. Eftir sigur kvöldsins er Real Madríd í 2. sæti La Liga með 62 stig, tíu stigum minna en topplið Barcelona. Villareal er á toppnum með 47 stig. Á Ítalíu missteig topplið Napoli sig sem og liðin tvö frá Mílanó sem eru í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Napoli gerði markalaust jafntefli við Verona og Inter tapaði óvænt 0-1 fyrir nýliðum Monza á heimavelli. Inter were unbeaten in their last 28 league matches against newly promoted opponents: 24 wins and four draws.@ACMonza put an end to the streak.#InterMonza pic.twitter.com/LkCApHR13V— Lega Serie A (@SerieA_EN) April 15, 2023 Þá jafnaði Tommaso Pobega metin fyrir AC Milan gegn Bologna eftir að Nicola Sansone kom Bologna yfir á 1. mínútu. Lokatölur þar 1-1. Þegar 30 umferðir eru búnar í Serie A er Napoli á toppnum með 75 stig. Þar á eftir kemur Lazio með 61 stig. Roma og AC Milan eru með 53 stig í 3. og 4. sæti á meðan Inter er í 5. sæti með 51 stig. Í Frakklandi vann París Saint-Germain 3-1 sigur á Lens í toppslag deildarinnar. Það hjálpaði París að Salis Abdul Samed fékk rautt spjald í liði Lens á 19. mínútu. Kylian Mbappé kom PSG yfir eftir rúman hálftíma leik. Skömmu síðar tvöfaldaði Vitinha forystuna og Lionel Messi bætti við þriðja markinu skömmu eftir það. Staðan var 3-0 í hálfleik en eina mark síðari hálfleiks skoraði Przemysław Frankowski úr vítaspyrnu fyrir gestina. Lokatölur 3-1 PSG í vil. #PSGRCL I 3-1 pic.twitter.com/McDbbhWoAS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) April 15, 2023 PSG er með 72 stig á toppi deildarinnar eftir 31 leik. Lens er í 2. sæti með 63 stig og Marseille er í 3. sæti með 61 stig og leik til góða.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira