„Ágætis lausn í stað þess að spila á ónýtu grasi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. apríl 2023 11:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, býst við hörkuleik gegn Keflavík í dag. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonast eftir að hans menn komist á sigurbraut í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Liðið gerði jafntefli við KA í fyrstu umferðinni en sækja Keflvíkinga heim klukkan 14:00 í dag. Keflvíkingum var spáð strembnu gengi fyrir mót enda liðið misst byrjunarliðsmenn úr marki, vörn, miðju og sókn frá síðustu leiktíð. Liðið var hins vegar afar sannfærandi í fyrsta leik gegn Fylki og vann góðan 2-1 sigur sem hefði getað verið stærri. Rúnar hrósar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara Keflvíkinga í hástert. „Sigurður Ragnar gerði frábæra hluti með Keflavíkurliðið í fyrra og hefur náð sér í góða leikmenn aftur í ár. Hann kann að búa til lið og liðsheild. Taktíkin hans er flott og það er bara erfitt við þá að eiga, bara eins og alla leiki í þessari deild. Deildin er erfið og þó að einhverjum liðum sé spáð misjöfnu gengi þá eru þetta alltaf leikir sem þurfa að spilast og Keflvíkingar hafa sýnt það undir stjórn Sigurðar Ragnars að þeir eru bara mjög góðir,“ segir Rúnar í samtali við Vísi í dag. Byrja á tveimur erfiðum útileikjum Rúnar hefur trú á því að hans menn geti hins vegar fellt Keflvíkingana í dag og náð í fyrsta sigur sumarsins. „Þetta snýst bara um okkar eigið lið og hvað við viljum gera og hvort það heppnast verður að koma í ljós. Við höfum trú á okkar mönnum og okkar liði. Við þurfum bara að fara til Keflavíkur og reyna að sækja stig og reyna að vinna því að mótið er stutt og það má lítið út af bregða ef menn ætla sér í baráttu ofarlega,“ „Við viljum reyna að ná góðri byrjun og byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Þannig að við verðum sáttir ef við náum að landa sigri í dag og vera með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, það væri bara draumabyrjun,“ segir Rúnar. Æskilegt að spila á gervigrasi í upphafi móts Leikur dagsins var færður frá aðalvelli Keflvíkinga þar sem grasið á honum er ekki leikhæft. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli við Nettóhöllina og segir Rúnar það góða lausn, betra sé að spila á gervigrasi en slæmu grasi líkt og FH og Stjarnan munu gera á Miðvelli í Hafnarfirði síðar í dag. „Þegar við hefjum mót svona snemma er kannski æskilegt að reyna að setja leikina upp þannig að það sé spilað í fyrstu tveimur til þremur umferðunum á gervigrasi. Svo er reyndar ekki núna þar sem Keflvíkingar hefðu átt að spila við okkur á grasi, og sama með FH-ingana,“ „En við vitum aldrei hvernig tíðin er hérna á Íslandi og hvenær þetta getur verið tilbúið svo það þarf að finna lausnir og allavega í Keflavík er þetta ágætis lausn að færa þetta út á gervigrasvöllinn í stað þess að spila á ónýtu grasi. Þá ættum við að geta fengið örlítið betri gæði í leikinn,“ segir Rúnar. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 14:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Sport Besta deildin. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Keflvíkingum var spáð strembnu gengi fyrir mót enda liðið misst byrjunarliðsmenn úr marki, vörn, miðju og sókn frá síðustu leiktíð. Liðið var hins vegar afar sannfærandi í fyrsta leik gegn Fylki og vann góðan 2-1 sigur sem hefði getað verið stærri. Rúnar hrósar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara Keflvíkinga í hástert. „Sigurður Ragnar gerði frábæra hluti með Keflavíkurliðið í fyrra og hefur náð sér í góða leikmenn aftur í ár. Hann kann að búa til lið og liðsheild. Taktíkin hans er flott og það er bara erfitt við þá að eiga, bara eins og alla leiki í þessari deild. Deildin er erfið og þó að einhverjum liðum sé spáð misjöfnu gengi þá eru þetta alltaf leikir sem þurfa að spilast og Keflvíkingar hafa sýnt það undir stjórn Sigurðar Ragnars að þeir eru bara mjög góðir,“ segir Rúnar í samtali við Vísi í dag. Byrja á tveimur erfiðum útileikjum Rúnar hefur trú á því að hans menn geti hins vegar fellt Keflvíkingana í dag og náð í fyrsta sigur sumarsins. „Þetta snýst bara um okkar eigið lið og hvað við viljum gera og hvort það heppnast verður að koma í ljós. Við höfum trú á okkar mönnum og okkar liði. Við þurfum bara að fara til Keflavíkur og reyna að sækja stig og reyna að vinna því að mótið er stutt og það má lítið út af bregða ef menn ætla sér í baráttu ofarlega,“ „Við viljum reyna að ná góðri byrjun og byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Þannig að við verðum sáttir ef við náum að landa sigri í dag og vera með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, það væri bara draumabyrjun,“ segir Rúnar. Æskilegt að spila á gervigrasi í upphafi móts Leikur dagsins var færður frá aðalvelli Keflvíkinga þar sem grasið á honum er ekki leikhæft. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli við Nettóhöllina og segir Rúnar það góða lausn, betra sé að spila á gervigrasi en slæmu grasi líkt og FH og Stjarnan munu gera á Miðvelli í Hafnarfirði síðar í dag. „Þegar við hefjum mót svona snemma er kannski æskilegt að reyna að setja leikina upp þannig að það sé spilað í fyrstu tveimur til þremur umferðunum á gervigrasi. Svo er reyndar ekki núna þar sem Keflvíkingar hefðu átt að spila við okkur á grasi, og sama með FH-ingana,“ „En við vitum aldrei hvernig tíðin er hérna á Íslandi og hvenær þetta getur verið tilbúið svo það þarf að finna lausnir og allavega í Keflavík er þetta ágætis lausn að færa þetta út á gervigrasvöllinn í stað þess að spila á ónýtu grasi. Þá ættum við að geta fengið örlítið betri gæði í leikinn,“ segir Rúnar. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 14:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Sport Besta deildin. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira