Gítarleikari The Script látinn aðeins 46 ára gamall Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 20:02 Mark Sheehan lést í dag eftir skammvinn veikindi. Mike Lewis/Getty Mark Sheehan, gítarleikari og einn stofnenda írsku hljómsveitarinnar The Script, lést í dag aðeins 46 ára gamall. „Ástkær eiginmaður, faðir, bróðir, hljómsveitarfélagi og vinur okkar Mark Sheehan lést á sjúkrahúsi í dag eftis skammvinn veikindi. Fjölskyldan og hljómsveitin biðla til aðdáenda að virða friðhelgi einkalífs þeirra á þessum erfiða tíma,“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar á Twitter. Much loved husband, father, brother, band mate and friend Mark Sheehan passed away today in hospital after a brief illness. The family and group ask fans to respect their privacy at this tragic time. pic.twitter.com/6HaShCk8l4— the script (@thescript) April 14, 2023 Sheehan stofnaði The Script árið 2001 ásamt æskuvini sínum og söngvaranum Danny O'Donoghue og Glen Power, sem leikur á trommur. Í frétt Sky News um andlát Sheehans segir að þeir O'Donoghue hafi þekkst allt frá þrettán ára aldri og að þeir hafi ungir farið til Los Angeles til þess að freista gæfunnar í tónlistarbransanum vestanhafs. Þeir hafi svo snúið aftur til Írlands árið 2001 og fengið Power til liðs við sig til þess að slá á skinnin í þriggja manna hljómsveit. Hljómsveitin The Script hafi síðan þá gefið út sex hljómplötur og selt tuttugu milljónir eintaka. Fimm þeirra hafi komist á topp vinsældarlista í Bretlandi og allar sex á Írlandi. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar er fyrsta smáskífa hennar We Cry og The Man Who Can't Be Moved af fyrstu plötu sveitarinnar. Það síðarnefnda má heyra í spilaranum hér að neðan: Sheehan lætur eftir sig eiginkonuna Rinu og þrjú börn. Andlát Írland Tónlist Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ástkær eiginmaður, faðir, bróðir, hljómsveitarfélagi og vinur okkar Mark Sheehan lést á sjúkrahúsi í dag eftis skammvinn veikindi. Fjölskyldan og hljómsveitin biðla til aðdáenda að virða friðhelgi einkalífs þeirra á þessum erfiða tíma,“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar á Twitter. Much loved husband, father, brother, band mate and friend Mark Sheehan passed away today in hospital after a brief illness. The family and group ask fans to respect their privacy at this tragic time. pic.twitter.com/6HaShCk8l4— the script (@thescript) April 14, 2023 Sheehan stofnaði The Script árið 2001 ásamt æskuvini sínum og söngvaranum Danny O'Donoghue og Glen Power, sem leikur á trommur. Í frétt Sky News um andlát Sheehans segir að þeir O'Donoghue hafi þekkst allt frá þrettán ára aldri og að þeir hafi ungir farið til Los Angeles til þess að freista gæfunnar í tónlistarbransanum vestanhafs. Þeir hafi svo snúið aftur til Írlands árið 2001 og fengið Power til liðs við sig til þess að slá á skinnin í þriggja manna hljómsveit. Hljómsveitin The Script hafi síðan þá gefið út sex hljómplötur og selt tuttugu milljónir eintaka. Fimm þeirra hafi komist á topp vinsældarlista í Bretlandi og allar sex á Írlandi. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar er fyrsta smáskífa hennar We Cry og The Man Who Can't Be Moved af fyrstu plötu sveitarinnar. Það síðarnefnda má heyra í spilaranum hér að neðan: Sheehan lætur eftir sig eiginkonuna Rinu og þrjú börn.
Andlát Írland Tónlist Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið