Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 17:28 Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá verður skorið niður. Vísir/Vilhelm Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. Búið er að skera niður allt fé, sem telur tæplega sjö hundruð dýr, af bænum Bergstöðum eftir að riða greindist þar í byrjun mánaðar. Um var að ræða fyrsta riðutilfellið í sóttvarnarsvæðinu Miðfjarðarhólfi. Fé af bænum var vinsælt til undaneldis og þar var selt á þónokkra bæi í hólfinu. Samtímis niðurskurðinum voru kindur af nokkrum öðrum bæjum sem keyptar höfðu verið frá Bergsstöðum aflífaðar og sýni tekin úr þeim. Í tilkynningu vef Matvælastofnunar (MAST) segir að við rannsókn á sýnum hafi ein kind greinst jákvæð með riðu. Hún var frá bænum Syðri-Urriðaá sem er nágrannabær Bergsstaða. Endanleg staðfesting á greiningunni barst frá Tilraunastöð HÍ að Keldum nú síðdegis. Í tilkynningu segir að MAST hafi lagt til við Matvælaráðuneytið að fyrirskipaður verði niðurskurður á öllum kindum á bænum, sem eru um 720. „Mikilvægt er að hraða aðgerðum þar sem komið er fast að sauðburði. Því miður er bilun í sorpeyðingarstöðinni Kölku á Suðurnesjum þar sem hræ af riðubæjum eru venjulega brennd. Umhverfisstofnun vinnur nú að því að finna aðra ásættanlega leið til að farga hræjunum. Takist ekki að skera niður á allra næstu dögum verður að fresta aðgerðum fram á sumar. Það kallar á ýmsar kostnaðarsamar og flóknar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu smitsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Húnaþing vestra hafi boðað upplýsingafund fyrir íbúa á svæðinu þriðjudaginn 18. apríl kl. 20 á Laugarbakka. Fulltrúar Matvælastofnunar verði með erindi á fundinum og sitji fyrir svörum. Húnaþing vestra Dýr Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03 Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10 „Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. 3. apríl 2023 14:35 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Búið er að skera niður allt fé, sem telur tæplega sjö hundruð dýr, af bænum Bergstöðum eftir að riða greindist þar í byrjun mánaðar. Um var að ræða fyrsta riðutilfellið í sóttvarnarsvæðinu Miðfjarðarhólfi. Fé af bænum var vinsælt til undaneldis og þar var selt á þónokkra bæi í hólfinu. Samtímis niðurskurðinum voru kindur af nokkrum öðrum bæjum sem keyptar höfðu verið frá Bergsstöðum aflífaðar og sýni tekin úr þeim. Í tilkynningu vef Matvælastofnunar (MAST) segir að við rannsókn á sýnum hafi ein kind greinst jákvæð með riðu. Hún var frá bænum Syðri-Urriðaá sem er nágrannabær Bergsstaða. Endanleg staðfesting á greiningunni barst frá Tilraunastöð HÍ að Keldum nú síðdegis. Í tilkynningu segir að MAST hafi lagt til við Matvælaráðuneytið að fyrirskipaður verði niðurskurður á öllum kindum á bænum, sem eru um 720. „Mikilvægt er að hraða aðgerðum þar sem komið er fast að sauðburði. Því miður er bilun í sorpeyðingarstöðinni Kölku á Suðurnesjum þar sem hræ af riðubæjum eru venjulega brennd. Umhverfisstofnun vinnur nú að því að finna aðra ásættanlega leið til að farga hræjunum. Takist ekki að skera niður á allra næstu dögum verður að fresta aðgerðum fram á sumar. Það kallar á ýmsar kostnaðarsamar og flóknar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu smitsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Húnaþing vestra hafi boðað upplýsingafund fyrir íbúa á svæðinu þriðjudaginn 18. apríl kl. 20 á Laugarbakka. Fulltrúar Matvælastofnunar verði með erindi á fundinum og sitji fyrir svörum.
Húnaþing vestra Dýr Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03 Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10 „Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. 3. apríl 2023 14:35 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06
Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03
Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10
„Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. 3. apríl 2023 14:35