Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot og er laus allra mála. Lögreglan í Manchester staðfesti þetta við fréttastofu fyrr í dag en Gylfi var handtekinn fyrir tæpum tveimur árum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við formann leikmannasamtaka Íslands í beinni.

Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál.

Starfshópur sem var skipaður í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg til að vinna tillögur að úrbótum á brunavörnum hefur skilað innviðaráðherra niðurstöðu. Við ræðum við sviðsstjóra forvarna hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um málið en breytingunum er meðal annars ætlað að tryggja öryggi þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði.

Þá skoðum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og fylgjumst með geimfarinu sem er ætlað að skoða tungl Júpíters taka á loft.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×