Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 14:10 Vandamálin tengjast dönskum færsluhirði og færslur hafa margfaldast. EPA Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. Vandamálin tengjast VISA greiðslukortum hjá viðskiptavinum Landsbankans, Arion banka og Indó sem notuð hafa verið í Danmörku eða til að versla með danskar krónur. Villan kom í kjölfarið á því að aukastafir, það er aurar, voru felldir niður hjá íslensku krónunni. „Við lokuðum öllum kortum í stutta stund á meðan við vorum að reyna að átta okkur á þessu,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó. „Síðan opnuðum við þau aftur og núna erum við að vinna í að leiðrétta þessar heimildafærslur sem fóru margfaldar í gegn.“ Enn þá eru villur að koma upp. Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Indó.Birgir Ísleifur Gunnarsson Samkvæmt Heimildinni eru dæmi um að færslur hafi farið hundraðfaldar í gegn. Það er að 120 þúsund krónur hafi verið gjaldfærðar á íslenskt greiðslukort fyrir lestarmiða sem kostaði 1.200 krónur í Danmörku. Korthafar fá ekki heimild Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að búið sé að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum kortum í Danmörku. Ekki sé þó útilokað að upp komi frekari truflanir. „Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina,“ segir í tilkynningu bankans. Svipað er uppi á teningnum hjá Arion banka. Í tilkynningu bankans segir að upp hafi komið frávik í Danmörku sem felast í að korthafar fái ekki heimild á kort sín þar sem færslur margfaldist. „Unnið er að lagfæringu og í þeim tilfellum þar sem margfaldar færslur fara í gegn þá verða þær leiðréttar,“ segir í tilkynningunni. „Ef söluaðili býður upp á greiðslu í íslenskum krónum þá er möguleiki fyrir viðskiptavini að velja þann kost á meðan þessi truflun er í gangi.“ Mastercard á morgun „Við biðjum okkar viðskiptavini að láta okkur vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt í færslunum,“ segir Hjördís. En á þessari stundu sé aðeins vitað um villur tengdar Danmörku. Þá bendir hún líka að á morgun mun Mastercard fella niður aurana. En það eru aðeins viðskiptavinir Íslandsbanka með þau kort. Vert sé fyrir þá að fylgjast með færslum. Íslenska krónan Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Vandamálin tengjast VISA greiðslukortum hjá viðskiptavinum Landsbankans, Arion banka og Indó sem notuð hafa verið í Danmörku eða til að versla með danskar krónur. Villan kom í kjölfarið á því að aukastafir, það er aurar, voru felldir niður hjá íslensku krónunni. „Við lokuðum öllum kortum í stutta stund á meðan við vorum að reyna að átta okkur á þessu,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó. „Síðan opnuðum við þau aftur og núna erum við að vinna í að leiðrétta þessar heimildafærslur sem fóru margfaldar í gegn.“ Enn þá eru villur að koma upp. Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Indó.Birgir Ísleifur Gunnarsson Samkvæmt Heimildinni eru dæmi um að færslur hafi farið hundraðfaldar í gegn. Það er að 120 þúsund krónur hafi verið gjaldfærðar á íslenskt greiðslukort fyrir lestarmiða sem kostaði 1.200 krónur í Danmörku. Korthafar fá ekki heimild Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að búið sé að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum kortum í Danmörku. Ekki sé þó útilokað að upp komi frekari truflanir. „Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina,“ segir í tilkynningu bankans. Svipað er uppi á teningnum hjá Arion banka. Í tilkynningu bankans segir að upp hafi komið frávik í Danmörku sem felast í að korthafar fái ekki heimild á kort sín þar sem færslur margfaldist. „Unnið er að lagfæringu og í þeim tilfellum þar sem margfaldar færslur fara í gegn þá verða þær leiðréttar,“ segir í tilkynningunni. „Ef söluaðili býður upp á greiðslu í íslenskum krónum þá er möguleiki fyrir viðskiptavini að velja þann kost á meðan þessi truflun er í gangi.“ Mastercard á morgun „Við biðjum okkar viðskiptavini að láta okkur vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt í færslunum,“ segir Hjördís. En á þessari stundu sé aðeins vitað um villur tengdar Danmörku. Þá bendir hún líka að á morgun mun Mastercard fella niður aurana. En það eru aðeins viðskiptavinir Íslandsbanka með þau kort. Vert sé fyrir þá að fylgjast með færslum.
Íslenska krónan Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22
Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25