Bjargaði lífi sínu með þrjóskunni Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2023 10:30 Elíza sigraðist á krabbameininu eftir að hafa ýtt á að komast í skoðun, þrátt fyrir að lítið hafi verið gert úr hennar einkennum. Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman fékk brjóstakrabbamein og hefur sagt frá því hvernig hún þurfti að berjast fyrir því að fá almennilega skoðun þegar hún fann hnút í öðru brjóstinu. En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Vala Matt ræddi við Elízu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk baráttusöguna hennar. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Erfitt að fá tíma hjá heimilislækni „Síðastliðin þrjú ár hafa verið svolítið rússíbanareið. Í byrjun Covid finn ég fyrir hnút í brjóstinu á mér og er farin að fá smá verki. Ég fer að láta skoða þetta hjá heimilislækni í Keflavík og hann segir að þetta sé líklegast hormónatengt og ég sé mögulega að byrja á breytingaskeiðinu,“ segir Elíza og heldur áfram. „Ég finn þetta aftur einum og hálfum mánuði síðar og þá er allt lokað og ég get ekki fengið tíma hjá heimilislækni. Ég hringi og tala við lækni í símann og hann segir að þetta sé sennilega ekki neitt en sendir samt beiðni um að ég fari í tékk. Svo líður mánuður og þá fæ ég hitta lækni, þriðja lækninn. Hann skoðar mig og segir að þetta sé nú líklega fæðingarblettur inni í mér og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann segir að ef ég vill vera alveg örugg skuli ég bóka mér tíma sjálf hjá Krabbameinsfélaginu sem ég og geri. Þar fer ég í myndatöku og þá fer allt á fullt,“ segir Elíza. Hún segist hafa fengið símtal þremur dögum seinna. „Ég fæ að vita að það sé krabbamein í æxlinu og þá tekur við einhver annar pakki. Þetta eru alveg fimm mánuðir sem líða þar sem ég veit að það er eitthvað að. Ég er með verki en það er ekkert hlustað. Ég fer beint í lyfjameðferð og þetta var mjög erfitt en líkaminn minn höndlaði þetta samt vel. Beint eftir þá meðferð fer ég síðan í fleygskurð og um jólin þetta sama ár er ég búin í lyfjameðferð og fleygskurði. Svo eftir áramótin fer ég í geislameðferð. Sem betur fer var þetta ekki búið að dreifa sér í eitlana og gekk alveg ótrúleg vel, miðað við að þetta var mjög hraðvaxandi og erfitt krabbamein,“ segir Elíza en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Vala Matt ræddi við Elízu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk baráttusöguna hennar. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Erfitt að fá tíma hjá heimilislækni „Síðastliðin þrjú ár hafa verið svolítið rússíbanareið. Í byrjun Covid finn ég fyrir hnút í brjóstinu á mér og er farin að fá smá verki. Ég fer að láta skoða þetta hjá heimilislækni í Keflavík og hann segir að þetta sé líklegast hormónatengt og ég sé mögulega að byrja á breytingaskeiðinu,“ segir Elíza og heldur áfram. „Ég finn þetta aftur einum og hálfum mánuði síðar og þá er allt lokað og ég get ekki fengið tíma hjá heimilislækni. Ég hringi og tala við lækni í símann og hann segir að þetta sé sennilega ekki neitt en sendir samt beiðni um að ég fari í tékk. Svo líður mánuður og þá fæ ég hitta lækni, þriðja lækninn. Hann skoðar mig og segir að þetta sé nú líklega fæðingarblettur inni í mér og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann segir að ef ég vill vera alveg örugg skuli ég bóka mér tíma sjálf hjá Krabbameinsfélaginu sem ég og geri. Þar fer ég í myndatöku og þá fer allt á fullt,“ segir Elíza. Hún segist hafa fengið símtal þremur dögum seinna. „Ég fæ að vita að það sé krabbamein í æxlinu og þá tekur við einhver annar pakki. Þetta eru alveg fimm mánuðir sem líða þar sem ég veit að það er eitthvað að. Ég er með verki en það er ekkert hlustað. Ég fer beint í lyfjameðferð og þetta var mjög erfitt en líkaminn minn höndlaði þetta samt vel. Beint eftir þá meðferð fer ég síðan í fleygskurð og um jólin þetta sama ár er ég búin í lyfjameðferð og fleygskurði. Svo eftir áramótin fer ég í geislameðferð. Sem betur fer var þetta ekki búið að dreifa sér í eitlana og gekk alveg ótrúleg vel, miðað við að þetta var mjög hraðvaxandi og erfitt krabbamein,“ segir Elíza en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira