Safna fyrir vin sinn sem lenti í hjólaslysi Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 12:36 Mynd tekin á Evrópumeistaramótinu í fjallabruni í Slóveníu síðasta sumar: Elís Hugi Dagsson er fremstur, þar fyrir aftan með gula hjálminn er Helgi Berg Friðþjófsson hjólaþjálfarinn í BFH. Þar næst er Anton Sigurðarsson (BFH) og svo Sól Snorradóttir (HFR) Aðsend Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Félagar hans úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar hafa tekið sig til og efnt til söfnunar fyrir Elís. Markmiðið er að ná að safna fyrir sérútbúnu fjallahjóli svo Elís geti hjólað með þeim á ný. „Strákarnir eru búnir að hugsa hvað þeir geta gert til þess að hjálpa honum og fá hann út að leika aftur. Þess vegna kemur þessi áheitasöfnun til sem fer fram um helgina,“ segir Sigurður Ólafsson, sem er í foreldrafélagi Brettafélags Hafnarfjarðar, í viðtali um söfnunina í Bítinu á Bylgjunni. Sigurður bendir á að Elís hafi verið með allan hlífðarbúnað er hann slasaðist. „Slysin klárlega gerast og þetta var akkúrat dæmi um það,“ segir Sigurður og útskýrir hvað kom fyrir. „Þetta er einn af fremstu hjólurum landsins. Það eru skipulögð mót á vegum Hjólreiðasambandsins og í fyrra á einu bikarmótinu þá verður hann fyrir því óhappi að hann dettur á miklum hraða fram af smá kletti, lendir illa. Hann fer fram fyrir sig, brotnar ofarlega í bakinu og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er í rauninni lamaður fyrir neðan brjóst í dag.“ Hvernig hefur hann það í dag? „Hann fer inn á Landspítalann og síðan inn á Grensás, var í endurhæfingu. Hann náði að halda áfram í skólanum, Tækniskólinn á heiður skilið fyrir að koma til móts við hann og hjálpa honum. Í dag er hann í skólanum og næsta skref hjá okkur í hjólasamfélaginu er að fá hann inn aftur til að geta hjólað með okkur.“ Frá Spánarferð hjólahópsins í fyrra.Aðsend Taka höndum saman Til þess að Elís geti hjólað aftur með félögum sínum þarf hann sérútbúið rafmagnsknúið fjallahjól. Þannig hjól eru mjög dýr og þess vegna var ákveðið að fara í áheitasöfnunina. Félagar hans ætla að hjóla í heilan sólarhring á æfingahjólum í húsi Brettafélagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði. „Hann er búinn að vera í endurhæfingu og er kominn aftur heim. Hann vill náttúrulega komast út aftur að leika. Þessi hjól eru mjög dýr þannig strákarnir voru að spjalla um hvernig þeir gætu aðstoðað hann, þá kom þessi hugmynd að fara í áheitasöfnun,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. Verið er að safna fyrir svona hjóli svo Elís geti hjólað á ný með félögum sínum.Facebook Sigurður segir að í rauninni sé allt hjólasamfélagið að taka höndum saman í þessari söfnun: „Þetta er ekki bara Brettafélag Hafnarfjarðar heldur líka hin hjólreiðafélögin, það eru allir sem flykkjast á bak við þetta og munu hjóla þennan dag. Það eru skipulagðar götuhjólreiðar og fjallahjólreiðar, það eru allir að taka höndum saman svo hann komist sem fyrst út að leika og til að gera þetta sem bærilegast fyrir hann.“ Skálafell bikarmót síðasta sumar – BFH (Brettafélag Hafnarfjarðar) og HFA (Hjólreiðafélag Akureyrar) strákarnir að njóta veðurblíðunnar á milli keppnisferðaAðsend Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook. Hjólreiðar Góðverk Samgönguslys Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
„Strákarnir eru búnir að hugsa hvað þeir geta gert til þess að hjálpa honum og fá hann út að leika aftur. Þess vegna kemur þessi áheitasöfnun til sem fer fram um helgina,“ segir Sigurður Ólafsson, sem er í foreldrafélagi Brettafélags Hafnarfjarðar, í viðtali um söfnunina í Bítinu á Bylgjunni. Sigurður bendir á að Elís hafi verið með allan hlífðarbúnað er hann slasaðist. „Slysin klárlega gerast og þetta var akkúrat dæmi um það,“ segir Sigurður og útskýrir hvað kom fyrir. „Þetta er einn af fremstu hjólurum landsins. Það eru skipulögð mót á vegum Hjólreiðasambandsins og í fyrra á einu bikarmótinu þá verður hann fyrir því óhappi að hann dettur á miklum hraða fram af smá kletti, lendir illa. Hann fer fram fyrir sig, brotnar ofarlega í bakinu og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er í rauninni lamaður fyrir neðan brjóst í dag.“ Hvernig hefur hann það í dag? „Hann fer inn á Landspítalann og síðan inn á Grensás, var í endurhæfingu. Hann náði að halda áfram í skólanum, Tækniskólinn á heiður skilið fyrir að koma til móts við hann og hjálpa honum. Í dag er hann í skólanum og næsta skref hjá okkur í hjólasamfélaginu er að fá hann inn aftur til að geta hjólað með okkur.“ Frá Spánarferð hjólahópsins í fyrra.Aðsend Taka höndum saman Til þess að Elís geti hjólað aftur með félögum sínum þarf hann sérútbúið rafmagnsknúið fjallahjól. Þannig hjól eru mjög dýr og þess vegna var ákveðið að fara í áheitasöfnunina. Félagar hans ætla að hjóla í heilan sólarhring á æfingahjólum í húsi Brettafélagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði. „Hann er búinn að vera í endurhæfingu og er kominn aftur heim. Hann vill náttúrulega komast út aftur að leika. Þessi hjól eru mjög dýr þannig strákarnir voru að spjalla um hvernig þeir gætu aðstoðað hann, þá kom þessi hugmynd að fara í áheitasöfnun,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. Verið er að safna fyrir svona hjóli svo Elís geti hjólað á ný með félögum sínum.Facebook Sigurður segir að í rauninni sé allt hjólasamfélagið að taka höndum saman í þessari söfnun: „Þetta er ekki bara Brettafélag Hafnarfjarðar heldur líka hin hjólreiðafélögin, það eru allir sem flykkjast á bak við þetta og munu hjóla þennan dag. Það eru skipulagðar götuhjólreiðar og fjallahjólreiðar, það eru allir að taka höndum saman svo hann komist sem fyrst út að leika og til að gera þetta sem bærilegast fyrir hann.“ Skálafell bikarmót síðasta sumar – BFH (Brettafélag Hafnarfjarðar) og HFA (Hjólreiðafélag Akureyrar) strákarnir að njóta veðurblíðunnar á milli keppnisferðaAðsend Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook.
Hjólreiðar Góðverk Samgönguslys Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira