Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Gunnar Reynir Valþórsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 13. apríl 2023 06:54 Embættismenn innan SÞ segja afstöðu Guterres til átakanna í Úkraínu hafa verið alveg skýra. epa Leyniskjöl úr gagnalekanum hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum halda áfram að valda fjaðrafoki en BBC hefur gögn undir höndum sem virðast benda til þess að ráðamenn í Washington hafi fylgst afar náið með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres. Nokkur skjalanna lýsa einkasamtölum Guterres við aðstoðarmann sinn og svo virðist sem Bandaríkjamönnum finnist Guterres of viljugur til að draga taum Rússa og koma til móts við þeirra sjónarmið í tengslum við stríðið í Úkraínu. Þannig fjallar eitt skjalið um aðkomu Guterres að Svartahafs-kornsamningunum svokölluðu, þegar Úkraínumönnum var leyft að flytja korn úr landi um Svartahaf. Þar fannst Bandaríkjamönnum Guterres ganga of langt í að koma til móts við kröfur Rússa í því skyni að tryggja að samningurinn myndi ganga eftir. Er hann sagður hafa lagt áherslu á að auðvelda Rússum útflutning, jafnvel þótt það þýddi að aðgerðir til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem sættu refsiaðgerðum. Þannig hefði Guterres hreinlega grafið undan aðgerðum vestrænna ríkja sem ætlað er að draga Rússa til ábyrgðar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa mótmælt ásökununum og sagt að allar aðgerðir SÞ hefðu miðað að því að draga úr áhrifum átakanna í Úkraínu á fátæka. Það þýddi að gera allt til að draga úr hækkun matvælaverðs. Þá hefur BBC eftir embættismönnunum að afstaða Guterres til átakanna hafi alltaf verið mjög skýr. Í skjölunum er einnig lýst samtali Guterres við aðstoðarmann sinn, Aminu Mohammed. Í því er Guterres sagður hafa lýst vanþóknun sinni á áköllum Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eftir aukinni vopna- og skotfæraframleiðslu í Evrópu. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Nokkur skjalanna lýsa einkasamtölum Guterres við aðstoðarmann sinn og svo virðist sem Bandaríkjamönnum finnist Guterres of viljugur til að draga taum Rússa og koma til móts við þeirra sjónarmið í tengslum við stríðið í Úkraínu. Þannig fjallar eitt skjalið um aðkomu Guterres að Svartahafs-kornsamningunum svokölluðu, þegar Úkraínumönnum var leyft að flytja korn úr landi um Svartahaf. Þar fannst Bandaríkjamönnum Guterres ganga of langt í að koma til móts við kröfur Rússa í því skyni að tryggja að samningurinn myndi ganga eftir. Er hann sagður hafa lagt áherslu á að auðvelda Rússum útflutning, jafnvel þótt það þýddi að aðgerðir til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem sættu refsiaðgerðum. Þannig hefði Guterres hreinlega grafið undan aðgerðum vestrænna ríkja sem ætlað er að draga Rússa til ábyrgðar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa mótmælt ásökununum og sagt að allar aðgerðir SÞ hefðu miðað að því að draga úr áhrifum átakanna í Úkraínu á fátæka. Það þýddi að gera allt til að draga úr hækkun matvælaverðs. Þá hefur BBC eftir embættismönnunum að afstaða Guterres til átakanna hafi alltaf verið mjög skýr. Í skjölunum er einnig lýst samtali Guterres við aðstoðarmann sinn, Aminu Mohammed. Í því er Guterres sagður hafa lýst vanþóknun sinni á áköllum Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eftir aukinni vopna- og skotfæraframleiðslu í Evrópu.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira