LeBron leiddi Lakers spennuþrungna leið inn í úrslitakeppnina Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 07:31 LeBron James fagnar eftir körfu frá Dennis Schröder sem virtist hafa tryggt Lakers sigur í nótt en leikurinn fór þó í framlengingu. AP/Marcio Jose Sanchez Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Sigur Lakers var dramatískur og réðust úrslitin í framlengingu. Liðin voru að spila í umspilinu sem liðin í 7.-10. sæti austur- og vesturdeildar þurfa að fara í gegnum til að komast í úrslitakeppnina. Lakers unnu Minnesota Timberwolves, 108-102 eftir framlengingu, og mæta því Memphis Grizzlies í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Atlanta vann hins vegar 116-105 sigur gegn Miami Heat og er á leið í einvígi við Boston Celtics í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar. Lakers lentu í miklum vandræðum gegn Minnesota í nótt en náðu að landa sigri og var LeBron James stigahæstur með 30 stig. Minnesota náði mest fimmtán stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta, 76-61 og 80-65, en Lakers söxuðu smám saman á forskotið í fjórða leikhluta og James jafnaði metin í 95-95 með þristi þegar tvær mínútur voru eftir. Dennis Schröder virtist hafa fært Lakers sigurinn með þristi þegar 1,4 sekúndur voru eftir en Anthony Davis gaf Minnesota von með furðulegu broti utan þriggja stiga línunnar, lengst úti í horni, og Mike Conley setti niður öll þrjú vítin. CONLEY COMES UP CLUTCH OVERTIME IN LA pic.twitter.com/RaY5ylWNnR— NBA TV (@NBATV) April 12, 2023 Davis baðst afsökunar í viðtali eftir leik. "I messed his game-winner up I apologize." AD owning up to it postgame (via @NBAonTNT)pic.twitter.com/7FJHUwRcvh— Sports Illustrated (@SInow) April 12, 2023 Því varð að framlengja en þar höfðu Lakers yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum sex stiga sigur. Trae Young skoraði 25 stig og var stigahæstur hjá Atlanta Hawks í sigrinum gegn Miami, og Clint Capela tók 21 frákast. Atlanta féll úr leik gegn Miami í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í fyrra, í fimm leikja seríu, en kom fram hefndum í nótt. Kyle Lowry skoraði 33 stig fyrir Miami sem enn er á lífi og á möguleika á að komast í einvígi við deildarmeistara Milwaukee Bucks. TIl þess þarf Miami að vinna sigurliðið úr leik Toronto Raptors og Chicago Bulls, liðanna í 9. og 10. sæti, sem mætast í kvöld. Minnesota er sömuleiðis ekki komið í sumarfrí og spilar um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar, við sigurliðið úr leik New Orlaens Pelicans og Oklahoma City Thunder sem mætast í kvöld. NBA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Liðin voru að spila í umspilinu sem liðin í 7.-10. sæti austur- og vesturdeildar þurfa að fara í gegnum til að komast í úrslitakeppnina. Lakers unnu Minnesota Timberwolves, 108-102 eftir framlengingu, og mæta því Memphis Grizzlies í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Atlanta vann hins vegar 116-105 sigur gegn Miami Heat og er á leið í einvígi við Boston Celtics í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar. Lakers lentu í miklum vandræðum gegn Minnesota í nótt en náðu að landa sigri og var LeBron James stigahæstur með 30 stig. Minnesota náði mest fimmtán stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta, 76-61 og 80-65, en Lakers söxuðu smám saman á forskotið í fjórða leikhluta og James jafnaði metin í 95-95 með þristi þegar tvær mínútur voru eftir. Dennis Schröder virtist hafa fært Lakers sigurinn með þristi þegar 1,4 sekúndur voru eftir en Anthony Davis gaf Minnesota von með furðulegu broti utan þriggja stiga línunnar, lengst úti í horni, og Mike Conley setti niður öll þrjú vítin. CONLEY COMES UP CLUTCH OVERTIME IN LA pic.twitter.com/RaY5ylWNnR— NBA TV (@NBATV) April 12, 2023 Davis baðst afsökunar í viðtali eftir leik. "I messed his game-winner up I apologize." AD owning up to it postgame (via @NBAonTNT)pic.twitter.com/7FJHUwRcvh— Sports Illustrated (@SInow) April 12, 2023 Því varð að framlengja en þar höfðu Lakers yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum sex stiga sigur. Trae Young skoraði 25 stig og var stigahæstur hjá Atlanta Hawks í sigrinum gegn Miami, og Clint Capela tók 21 frákast. Atlanta féll úr leik gegn Miami í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í fyrra, í fimm leikja seríu, en kom fram hefndum í nótt. Kyle Lowry skoraði 33 stig fyrir Miami sem enn er á lífi og á möguleika á að komast í einvígi við deildarmeistara Milwaukee Bucks. TIl þess þarf Miami að vinna sigurliðið úr leik Toronto Raptors og Chicago Bulls, liðanna í 9. og 10. sæti, sem mætast í kvöld. Minnesota er sömuleiðis ekki komið í sumarfrí og spilar um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar, við sigurliðið úr leik New Orlaens Pelicans og Oklahoma City Thunder sem mætast í kvöld.
NBA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira