„Ég er augljóslega mjög fúll“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 21:20 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega súr og svekktur eftir að liðinu var sópað úr leik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Vísir/Hulda Margrét Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta eftir ósigur á útivelli gegn Njarðvík, 102-93, fyrr í kvöld í þriðja leik liðanna. Það var því að vonum ekki bjart yfir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindvíkinga, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum. „Ég er augljóslega mjög fúll. Það er súrt að allt sé búið og líka hvernig við dettum út, það er líka hundfúlt. Þetta er bara fúlt.“ Jóhann var afar óánægður með fyrri hálfleikinn hjá Grindavík í þessum þriðja leik en liðið var tuttugu stigum undir í hálfleik. „Við erum aftur ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar og þar liggur hundurinn grafinn. Það er bara einfalt. Við erum með lykilmenn í einhverju móki. Við eigum erfitt með að einbeita okkur að uppleggi. Við vorum að leggja leikinn upp á ákveðinn hátt. Það voru atvinnumenn í liðinu sem voru á 50 prósent hraða. Það eru þessir strákar sem eiga hrós skilið sem eru að halda okkur inn í þessu og koma okkur inn í þetta aftur.“ Jóhann var því næst spurður hvort það hefði verið helsta vandamálið í leik Grindvíkinga að illa hafi gengið að framfylgja því sem var lagt upp með fyrir fram. „Við vorum bara ekki klárir. Ég get ekki svarað fyrir það núna eftir leik. Næsta spurning.“ Grindavíkurliðið fer núna í sumarfrí og næsta verkefni þess er einfaldlega komandi leiktíð sem hefst að hausti. Grindavík komst síðast í gegnum átta liða úrslit deildarinnar 2017. Jóhann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir síðasta leik liðsins á þessari leiktíð hvaða breytingar þyrfti hugsanlega að gera hjá félaginu til að auka líkurnar á að komast lengra. „Ég veit það ekki. Þessi deild er eitthvað það fáránlegasta sem til er. Það eru níu til tíu lið sem ætla sér að vinna mótið að hausti. Við höfum ekki verið í þeirri stöðu. Það er ógeðslega gaman að taka þátt í þessu og fúlt að komast ekki lengra en við erum með lið eins og KR sem er fallið. Þannig að ég myndi segja að við værum í ágætis málum.“ Jóhann var aðalþjálfari Grindavíkur frá 2015-2019 og tók aftur við stöðunni fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins veturinn 2021-2022. Það er óljóst á þessari stundu hvort hann verður áfram aðalþjálfari. „Ég veit það ekki. Þetta var einhver skítaredding í sumar og ég veit ekki hvað verður. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Ég er augljóslega mjög fúll. Það er súrt að allt sé búið og líka hvernig við dettum út, það er líka hundfúlt. Þetta er bara fúlt.“ Jóhann var afar óánægður með fyrri hálfleikinn hjá Grindavík í þessum þriðja leik en liðið var tuttugu stigum undir í hálfleik. „Við erum aftur ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar og þar liggur hundurinn grafinn. Það er bara einfalt. Við erum með lykilmenn í einhverju móki. Við eigum erfitt með að einbeita okkur að uppleggi. Við vorum að leggja leikinn upp á ákveðinn hátt. Það voru atvinnumenn í liðinu sem voru á 50 prósent hraða. Það eru þessir strákar sem eiga hrós skilið sem eru að halda okkur inn í þessu og koma okkur inn í þetta aftur.“ Jóhann var því næst spurður hvort það hefði verið helsta vandamálið í leik Grindvíkinga að illa hafi gengið að framfylgja því sem var lagt upp með fyrir fram. „Við vorum bara ekki klárir. Ég get ekki svarað fyrir það núna eftir leik. Næsta spurning.“ Grindavíkurliðið fer núna í sumarfrí og næsta verkefni þess er einfaldlega komandi leiktíð sem hefst að hausti. Grindavík komst síðast í gegnum átta liða úrslit deildarinnar 2017. Jóhann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir síðasta leik liðsins á þessari leiktíð hvaða breytingar þyrfti hugsanlega að gera hjá félaginu til að auka líkurnar á að komast lengra. „Ég veit það ekki. Þessi deild er eitthvað það fáránlegasta sem til er. Það eru níu til tíu lið sem ætla sér að vinna mótið að hausti. Við höfum ekki verið í þeirri stöðu. Það er ógeðslega gaman að taka þátt í þessu og fúlt að komast ekki lengra en við erum með lið eins og KR sem er fallið. Þannig að ég myndi segja að við værum í ágætis málum.“ Jóhann var aðalþjálfari Grindavíkur frá 2015-2019 og tók aftur við stöðunni fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins veturinn 2021-2022. Það er óljóst á þessari stundu hvort hann verður áfram aðalþjálfari. „Ég veit það ekki. Þetta var einhver skítaredding í sumar og ég veit ekki hvað verður. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00