Greiddu 53 milljónir til SGS í fyrra en sæki enga þjónustu þangað Bjarki Sigurðsson skrifar 11. apríl 2023 16:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir Formaður Eflingar segir mögulega úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu (SGS) ekki tengjast óeiningu í kjarasamningsviðræðum í vetur. Hún segir að boðað verði til félagsfundar á næstu dögum þar sem ákveðið verður hvort úrsögnin fari í allsherjaratkvæðagreiðslu eða ekki. Í gær var greint frá því að trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafi samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan SGS verður til umræðu. Á fundinum verður ákveðið hvort málið verði látið niður falla eða fari til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal meðlima. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þetta hafi lengi verið til umræðu innan félagsins. Ástæðan sé sú að Efling sæki enga þjónustu til SGS. „Á síðasta ári greiddum við í skatta þangað 53 milljónir króna. Við notfærum okkur ekki þjónustu þeirra og erum algjörlega sjálfbær í því. Við höfum innan stjórnar trúnaðarráðs og innan samninganefndar félagsins komist að þeirri niðurstöðu að nú sé tímabært að sjá hvaða skoðun félagsfólk hafi á þessu. Hvort þau séu sammála okkur í því að hagsmunum okkar sé betur borgið með sjálfstæðri aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ),“ segir Sólveig. Skuli Efling ganga úr SGS getur félagið samt sem áður verið aðildarfélag ASÍ en hingað til hefur félagið verið með aðild að sambandinu í gegnum SGS. Á næstu dögum verður boðað til félagsfundar og fer hann fram í þar næstu viku. Fari svo að fundargestir fallist á tillögu um allsherjaratkvæðagreiðslu verður boðað til hennar. Aðspurð hvort úrsögnin tengist deilum SGS og Eflingar í kringum kjaraviðræður í vetur segir Sólveig að svo sé ekki. „Það hlýtur að vera öllum ljóst að forysta Eflingar og forysta SGS hafa ekki verið sammála um margt í vetur en það er ekki það sem ræður för í þessari ákvörðun,“ segir Sólveig. Stéttarfélög Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafi samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan SGS verður til umræðu. Á fundinum verður ákveðið hvort málið verði látið niður falla eða fari til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal meðlima. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þetta hafi lengi verið til umræðu innan félagsins. Ástæðan sé sú að Efling sæki enga þjónustu til SGS. „Á síðasta ári greiddum við í skatta þangað 53 milljónir króna. Við notfærum okkur ekki þjónustu þeirra og erum algjörlega sjálfbær í því. Við höfum innan stjórnar trúnaðarráðs og innan samninganefndar félagsins komist að þeirri niðurstöðu að nú sé tímabært að sjá hvaða skoðun félagsfólk hafi á þessu. Hvort þau séu sammála okkur í því að hagsmunum okkar sé betur borgið með sjálfstæðri aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ),“ segir Sólveig. Skuli Efling ganga úr SGS getur félagið samt sem áður verið aðildarfélag ASÍ en hingað til hefur félagið verið með aðild að sambandinu í gegnum SGS. Á næstu dögum verður boðað til félagsfundar og fer hann fram í þar næstu viku. Fari svo að fundargestir fallist á tillögu um allsherjaratkvæðagreiðslu verður boðað til hennar. Aðspurð hvort úrsögnin tengist deilum SGS og Eflingar í kringum kjaraviðræður í vetur segir Sólveig að svo sé ekki. „Það hlýtur að vera öllum ljóst að forysta Eflingar og forysta SGS hafa ekki verið sammála um margt í vetur en það er ekki það sem ræður för í þessari ákvörðun,“ segir Sólveig.
Stéttarfélög Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira