Al Jaffee er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2023 13:12 Skopmyndateiknarinn Al Jaffee teiknaði fyrir Mad í 77 ár, sem er heimsmet. Stephen Morton/AP Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós. Jaffee lést á spítala í Manhattan á mánudag vegna líffærabilunar sagði barnabarn hans, Fani Thompson, í viðtali við New York Times. Jaffee vann fyrir Mad-tímaritið, skoptímarit sem var miðað að drengjum og ungum mönnum, í 77 ár. Það eru einungis þrjú ár síðan hann hætti hjá tímaritinu, þá 99 ára aldri. Það er lengsti starfsaldur nokkurs starfandi skopmyndateiknara og var skráð í heimsmetabók Guinness sem heimsmet. Árið 1964 bjó Jaffee til Mad-samanbrotið (e. The Mad Fold-in) sem sneri miðopnum tímarita á borð við Playboy á haus. Samanbrotið einkenndist af skopmyndum sem birtust á bakhlið tímaritsins. Þær voru sérstakar að því leyti að í fyrstu virtust þær vera ósköp blátt áfram en þegar síðan var brotin saman kom í ljós dulin og óvænt mynd, gjarnan með skilaboðum sem ögruðu yfirvöldum eða óbreyttu ástandi. Fyrsta Mad-samanbrotið gerði grín af hjúskaparmálum Elizabeth Taylor, óbrotin sýndi síðan hana með manni sínum Richard Burton en þegar hún var brotin saman kom í ljós að hún var búin að skipta honum út. Síðan fylgdu mörg hundruð Mad-samanbrota næstu áratugina. Hér fyrir neðan má sjá eitt dæmi um það: The Mad Magazine fold in is at half mast/half fold tonight. Al Jaffe dead at 102. https://t.co/nrx9sq9eJ4 @MADmagazine pic.twitter.com/JaVywcDige— Brad Meltzer (@bradmeltzer) April 10, 2023 Andlát Myndlist Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Jaffee lést á spítala í Manhattan á mánudag vegna líffærabilunar sagði barnabarn hans, Fani Thompson, í viðtali við New York Times. Jaffee vann fyrir Mad-tímaritið, skoptímarit sem var miðað að drengjum og ungum mönnum, í 77 ár. Það eru einungis þrjú ár síðan hann hætti hjá tímaritinu, þá 99 ára aldri. Það er lengsti starfsaldur nokkurs starfandi skopmyndateiknara og var skráð í heimsmetabók Guinness sem heimsmet. Árið 1964 bjó Jaffee til Mad-samanbrotið (e. The Mad Fold-in) sem sneri miðopnum tímarita á borð við Playboy á haus. Samanbrotið einkenndist af skopmyndum sem birtust á bakhlið tímaritsins. Þær voru sérstakar að því leyti að í fyrstu virtust þær vera ósköp blátt áfram en þegar síðan var brotin saman kom í ljós dulin og óvænt mynd, gjarnan með skilaboðum sem ögruðu yfirvöldum eða óbreyttu ástandi. Fyrsta Mad-samanbrotið gerði grín af hjúskaparmálum Elizabeth Taylor, óbrotin sýndi síðan hana með manni sínum Richard Burton en þegar hún var brotin saman kom í ljós að hún var búin að skipta honum út. Síðan fylgdu mörg hundruð Mad-samanbrota næstu áratugina. Hér fyrir neðan má sjá eitt dæmi um það: The Mad Magazine fold in is at half mast/half fold tonight. Al Jaffe dead at 102. https://t.co/nrx9sq9eJ4 @MADmagazine pic.twitter.com/JaVywcDige— Brad Meltzer (@bradmeltzer) April 10, 2023
Andlát Myndlist Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira