ÍBV heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn í einu úrvalsdeildarbiðureigninni í 32-liða úrslitunum.
Eitt af tveimur fimmtu deildarliðum sem var í pottinum mun þá mæta úrvalsdeildarliði Vals og er þar mesta bilið á milli tveggja liða í deildarkeppninni. RB úr Reykjanæsbæ heimsækir Val á Hlíðarenda.
Kría er hitt fimmtu deildarliðið í pottinum en þeir hafa hins vegar ekki leikið í umferðinni á undan. Liðið mætir Lengjudeildarliði Fjölnis í kvöld og keppa þau um að mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Bikarmeistarar Víkings mæta Magna á heimavelli, KR fær Þrótt Vogum í heimsókn, Fylkir fer austur og mætir Sindra, KA mætir Uppsveitum úr 4. deild, Fram mætir Þrótti, HK tekst á við KFG og þá fær Keflavík nýfallið lið ÍA í heimsókn.
32-liða úrslit Mjólkurbikarsins
- Grindavík – Dalvík/Reynir
- HK – KFG
- Víkingur R. – Magni
- Kári – Þór A.
- Sindri – Fylkir
- KA – Uppsveitir
- Fram – Þróttur R.
- KR – Þróttur V.
- Grótta – KH
- Stjarnan – ÍBV
- Keflavík – ÍA
- Leiknir R. – Selfoss
- Ægir – FH
- Fjölnir eða Kría – Breiðablik
- Valur – RB