Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 09:00 Tarzan Brown kemur í mark í hlaupinu 1936 og til verður nefnið harmshæð eða Heartbreak Hill, yfir lokasprett hlaupaleiðarinnar. Boston Globe Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar. Brown var skírður Ellison Myers en var alla tíð kallaður Tarzan. Hann er einn aðeins tveggja bandarískra frumbyggja sem hefur unnið Boston maraþonið og sá eini sem hefur unnið oftar en einu sinni, 1936 og 1939. Fyrri sigur Browns gat heitið harmshæð (e. heartbreak hill) á endaspretti maraþonsins frá Hopkinton til Copley-torgs, sem er á meðal þekktari hluta maraþonbrauta í heiminum. Ríkjandi meistari Johnny Kelley náði Brown á hæðinni og sló hann eftirminnilega á öxlina er hann tók fram úr honum. Brown svaraði með því að rjúka af stað, komast fram úr Kelley á ný og fagnaði sigri er hann kom í mark á tveimur klukkutímum, 33 mínútum og 40 sekúndum. Með því „braut hann hjarta Kelleys“, eins og Jerry Nason á Boston Globe orðaði það fyrir tæpum 90 árum síðan - sem gat nafn hæðarinnar. Fyrir sigur sinn árið 1939 mætti Brown á svæðið skömmu fyrir upphaf hlaupsins, borðandi pylsur og drekkandi mjólkurhristing, þar sem hann hafði ekki náð að fá sér morgunmat fyrr um daginn. Það kom ekki í veg fyrir sigur hans á tímanum 2:28:51, sem bætti fyrra brautarmet um rúmar tvær mínútur. Tarzan Brown er afkomandi síðustu konunglegu fjölskyldu amerískra frumbyggja, Narangansett-ættbálksins í Rhode Island-fylki. Hann keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 en gat ekki lokið keppni vegna krampa. Þá átti hann keppnisrétt á leikunum 1940, sem var aflýst vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Anna Brown Jackson, barnabarn Tarzan Brown, vill endurheimta verðlaunagripi hans.Skjáskot Leitar glataðra verðlauna Anna Brown Jackson, barnabarn Browns, kveðst lengi vel ekki hafa vitað af afrekum afa síns „Ég sá hann aldrei hlaupa, ég heyrði einhverjar sögur, að hann væri afar snöggur,“ segir Jackson í samtali við útvarpsstöðina WBZ. Hún segir að afi sinn hafi þurft að takast á við fordóma eftir að hlaupaferlinum lauk, sem hafi gert honum erfitt fyrir að finna vinnu. Vegna þess seldi Brown verðlaunagripi sína og medalíur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Á þeim tíma átti hann fjögur ung börn og eiginkonu sem bjuggu í tveggja herbergja kofa,“ segir Jackson við TBZ og segist hún vilja endurheimta verðlaunagripina til að halda minningu hans á lífi. „Við viljum ekki selja þá eða neitt slíkt. Við viljum halda þeim til að eiga eitthvað sem er hluti af honum,“ segir Jackson. Brown lést árið 1975, 61 árs gamall, þegar hann var keyrður niður af sendiferðabíl fyrir utan bar í Rhode Island. Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Brown var skírður Ellison Myers en var alla tíð kallaður Tarzan. Hann er einn aðeins tveggja bandarískra frumbyggja sem hefur unnið Boston maraþonið og sá eini sem hefur unnið oftar en einu sinni, 1936 og 1939. Fyrri sigur Browns gat heitið harmshæð (e. heartbreak hill) á endaspretti maraþonsins frá Hopkinton til Copley-torgs, sem er á meðal þekktari hluta maraþonbrauta í heiminum. Ríkjandi meistari Johnny Kelley náði Brown á hæðinni og sló hann eftirminnilega á öxlina er hann tók fram úr honum. Brown svaraði með því að rjúka af stað, komast fram úr Kelley á ný og fagnaði sigri er hann kom í mark á tveimur klukkutímum, 33 mínútum og 40 sekúndum. Með því „braut hann hjarta Kelleys“, eins og Jerry Nason á Boston Globe orðaði það fyrir tæpum 90 árum síðan - sem gat nafn hæðarinnar. Fyrir sigur sinn árið 1939 mætti Brown á svæðið skömmu fyrir upphaf hlaupsins, borðandi pylsur og drekkandi mjólkurhristing, þar sem hann hafði ekki náð að fá sér morgunmat fyrr um daginn. Það kom ekki í veg fyrir sigur hans á tímanum 2:28:51, sem bætti fyrra brautarmet um rúmar tvær mínútur. Tarzan Brown er afkomandi síðustu konunglegu fjölskyldu amerískra frumbyggja, Narangansett-ættbálksins í Rhode Island-fylki. Hann keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 en gat ekki lokið keppni vegna krampa. Þá átti hann keppnisrétt á leikunum 1940, sem var aflýst vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Anna Brown Jackson, barnabarn Tarzan Brown, vill endurheimta verðlaunagripi hans.Skjáskot Leitar glataðra verðlauna Anna Brown Jackson, barnabarn Browns, kveðst lengi vel ekki hafa vitað af afrekum afa síns „Ég sá hann aldrei hlaupa, ég heyrði einhverjar sögur, að hann væri afar snöggur,“ segir Jackson í samtali við útvarpsstöðina WBZ. Hún segir að afi sinn hafi þurft að takast á við fordóma eftir að hlaupaferlinum lauk, sem hafi gert honum erfitt fyrir að finna vinnu. Vegna þess seldi Brown verðlaunagripi sína og medalíur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Á þeim tíma átti hann fjögur ung börn og eiginkonu sem bjuggu í tveggja herbergja kofa,“ segir Jackson við TBZ og segist hún vilja endurheimta verðlaunagripina til að halda minningu hans á lífi. „Við viljum ekki selja þá eða neitt slíkt. Við viljum halda þeim til að eiga eitthvað sem er hluti af honum,“ segir Jackson. Brown lést árið 1975, 61 árs gamall, þegar hann var keyrður niður af sendiferðabíl fyrir utan bar í Rhode Island.
Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira