Viðtölin fjögur má heyra neðst í fréttinni en hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í Bestu deild karla.
Fyrsta umferð í Bestu deild karla er í dag pic.twitter.com/TSizJfsJ5e
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) April 10, 2023
„Ég geri mér býsna góðar vonir um þetta sumar. Ég byggi það í fyrsta lagi á því hvernig við lukum sumrinu í fyrra. Hefðum við byrjað að telja stigin í 13. umferð hefðum við verið að keppa um toppsætið. ÍBV hefur að ég held aldrei staðið sig jafnvel á undirbúningstímabilinu og það hefur gert núna,“ sagði Páll Magnússon, stuðningsmaður ÍBV.
„Mínar væntingar til sumarsins til FH-liðsins, auðvitað eru þær miklar. Ég átta mig á því að ég verð að stilla kröfum mínum í hóf. Held samt sem áður að það búi í þessu liði miklu miklu meira en það sem það sýndi í fyrra,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH.
„Mínar væntingar til liðsins, við byrjum á stefna á topp sex og svo verður einhver úrslitakeppni. Vonandi spilum við betur þar en í fyrra,“ sagði Lúðvík Jónasson, stuðningsmaður Stjörnunnar.
„Mínar væntingar til tímabilsins geta ekki verið neinar aðrar en að berjast um alla titla sem eru í boði,“ sagði Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings.