Ríkisútvarpið greinir frá því að fjórða kýrin hafi fundist og hefur eftir lögreglunni á Suðurlandi að kýrnar hafi týnst í óveðri fyrir hálfum mánuði. Talið sé að þær hafi fallið í gegnum ís, drepist og skolast svo á haf út.
Þá greinir RÚV frá því að tveggja dýra sé enn saknað eftir óveðrið. Lögregla telji málið upplýst og enginn grunur um refisvert athæfi.