Phillips, sem tók þátt í sjöttu seríu Love Island árið 2020, greindi frá þessum gleðifregnum á Instagram þar sem hún birti mynd af sér og dótturinni Luciu í spítalarúminu á fæðingardeildinni.
Við myndina skrifaði hún „Elsku Lucia mín, ég vildi óska að ég hefði eignast þig fyrr svo ég gæti elskað þig lengur.“ Einnig stendur þar að stúlkan hafi mælst 8 pund og 8 únsur að þyngd sem gerir um 15 merkur. Hér fyrir neðan má sjá myndina af þeim mæðgum.

Áður en Phillips greindi frá fæðingu dótturinnar hafði hún skrifað pistil fyrir tímaritið OK! þar sem hún sagði að sér hefði verið flýtt á spítala af því hún fann ekki fyrir dótturinni hreyfast inni í sér. Fréttirnar eru því ekki síður ánægjulegar í ljósi þeirra flækja.