Edda Falak áfrýjar til Landsréttar Sahara Rós Ívarsdóttir skrifar 7. apríl 2023 20:30 Nú á dögunum var dæmt í máli móður sem kærði Eddu Falak fyrir brot á friðhelgi einkalífs síns. Brotið fólst í því að spila hljóðupptöku af samskiptum móðurinnar við dóttur sína í þættinum Eigin konur undir stjórn Eddu. Þegar fyrirsögn fréttarinnar um málið, „Edda Falak braut lög“, birtist í fjölmiðlum sáu eflaust margir enn eitt tækifærið til að hjóla í Eddu. Þó hefur þetta mál að mínu mati lítið sem ekkert með Eddu Falak að gera og snýst raunverulega um meint ofbeldi móður í garð barns síns. Ég trúi að margir deili reynslu konunnar og óttist að fá kæru skyldu þeir stíga fram með sína sögu og einmitt þess vegna er mikilvægt að vekja athygli á kærumáli umræddrar móður. Það er mín von að málið týnist ekki eða gleymist í hatursorðræðunni sem nú ríkir í garð Eddu Falak en mikilvægt er að nefna að í þessu tilfelli er Edda aðeins sendiboðinn; konan sem skapaði vettvang fyrir þolendur að segja sína sögu. Fyrir þá sem hafa lítið kynnt sér málið og þekkja ekki sögu konunnar sem steig fram, hér er hún í stuttu máli sem og aðdragandinn að kærumáli móður hennar: Barn upplifir ofbeldi af hendi móður sinnar allt sitt líf og inn í fullorðinsárin. Síðan sem fullorðin sjálfráða kona fær barnið loksins kjarkinn til að stíga fram og segja frá ofbeldinu. Barnið veit að þolendum er ekki trúað og hefur því í þessu tilfelli hljóðupptöku meðferðis í hlaðvarpsþátt Eddu Falak til að færa sönnun fyrir ofbeldinu sem hún lýsir. Mikilvægt er að taka fram að uppkomið barnið lýsir því að hafa búið við bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu móður sinnar og hafi það orðið til þess að hún þróaði með sér átröskun og missti lífsviljann. Dóttirin segir móðurina meira að segja hafa sagt við sig: „Það væri betra fyrir alla ef þú myndir deyja.“ Mikilvægt er að nefna að dóttirin stígur fram nafnlaust og með andlit sitt hulið móðu, eflaust hrædd um að fá kæru og með það í huga að vernda fjölskyldu sína. Meira að segja móður sína. Það kann að vera erfitt að kæra einhvern sem stígur fram nafnlaus, en móðirin deyr ekki ráðalaus og kærir þess í stað Eddu fyrir birtingu upptökunnar. Ætli móðirin hefði kært dóttur sína í stað Eddu ef hún hefði komið fram undir nafni? Hvað sem að því líður hefur réttarkerfið nú komist að þeirri niðurstöðu að Edda hafi brotið gegn persónuverndarlögum. Móðirin vann sem sagt málið og eins og ég túlka það fær hún í kjölfarið miskabætur fyrir „skaðann“ sem hún hefur orðið fyrir á einkalífi sínu eftir að upptakan, sem dóttir hennar færði fram til að sanna að hún hefði verið beitt andlegu ofbeldi, var spiluð. Íslenskt réttarkerfi er sannarlega dæmi um það hvernig sannleikurinn getur verið skrýtnari en skáldskapur. Nú spyr ég, hver er réttur uppkomins barnsins? Hvað um skaðann sem hún varð fyrir í kjölfarið af því sem fór fram á upptökunni? Er raunverulega hægt að segja að réttlætið hafi náð fram að ganga? Eftir því sem ég best veit var tilgangur þáttarins ekki að draga fram persónu móður heldur kerfislægt misrétti sem brotaþolar verða fyrir þegar barnavernd bregst og enginn trúir barni sem býr við óviðunandi aðstæður. Um er að ræða allt of algenga tegund ofbeldis sem foreldrar geta beitt börn sín í krafti þess að þau eru þeim háð og hafa ekki í önnur hús að venda. Birting upptökunnar var talin nauðsynleg til að draga fram alvarleika þess ofbeldis sem konan lýsti en hún veit að þolendum er yfirleitt ekki trúað. Samfélagið gerir miklar kröfur til þolenda um að færa sönnur á að ofbeldið sem þeir urðu fyrir hafi átt sér stað. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt það. Konan, sem er barnið í þessu máli, gerði einmitt það og fyrir vikið höfðaði móðirin, sem sögð er hafa beitt ofbeldi, dómsmál og eins og áður hefur komið fram féll dómur henni í vil. Og fólk spyr hvers vegna þolendur kæra ekki? Því miður virðist réttarkerfið sammála móðurinni í því að réttur hennar til friðhelgi einkalífs vegi þyngra en réttur þolandans til að sanna ofbeldið sem hann upplifði. Er réttarkerfið í alvörunni tilbúið að gefa afslátt á ofbeldi og hjálpa gerendum að fela það svo lengi sem það á sér stað undir fjögur augu, innan veggja heimilisins? Hvað um rétt okkar allra til að búa við öryggi á eigin heimilum? Vissulega eru lög og reglur sem okkur ber að fylgja, við viljum öll að friðhelgi okkar og persónuréttur sé virtur, en það er svo sannarlega sorgardagur í baráttu okkar allra gegn ofbeldi þegar friðhelgi gerenda er höfð í hávegum á kostnað þolenda. Að mínu mati mætti réttarkerfið endurskoða hvar línan á að liggja. Þegar ofbeldi og persónuréttur skarast á ætti að mínu mati eftirfarandi viðhorf að gilda: Ofbeldi er ekki einkamál. Þú átt ekki rétt á að beita ofbeldi í hljóði, í leyni, á bak við luktar dyr. Réttur einstaklings til friðhelgi einkalífs lýkur um leið og ljóst er að hann hefur beitt ofbeldi og er á sama tíma ekki tilbúinn að taka ábyrgð og bæta ráð sitt. Upplýsingaréttur almennings á að mínu mati að vera ríkari en friðhelgi einkalífs í tilvikum þar sem greinilega er um ofbeldi að ræða.Samfélagið krefst þess að þolendur sanni með einhverjum hætti að ofbeldið sem þeir lýsa hafi átt sér stað en hvernig eiga þeir að gera það þegar réttarkerfið dæmir ítrekað gerendum í vil? Getur þolandi stigið fram án þess að fá á sig kæru fyrir meiðyrði eða brot á friðhelgi einkalífsins? Við lifum í samfélagi þar sem þolendur eru smánaðir fyrir að segja frá ofbeldi. Sakaðir fyrir að „taka gerendur sína af lífi“. Getur einhver sagt mér hvernig móðirin í þessu máli var tekinn af lífi? Þrátt fyrir allt þetta sem kemur hér fram er hún enn undir nafnleynd. Gleymum því ekki. Við eigum öll rétt á lífi án ofbeldis en engu að síður virðist allt of auðvelt fyrir gerendur að nota réttarkerfið, sem á að sporna gegn ofbeldi og gæta réttinda allra, til að þagga niður í þolendum sínum. Að mínu mati sendir þessi niðurstaða dómsins í máli móðurinnar skilaboð til gerenda um að þeir geti í raun fengið greitt fyrir að súpa seyðið af gjörðum sínum. Að þeir geti fengið pening fyrir skaðann sem þeir verða fyrir ef upp kemst um ofbeldið. Við þurfum að skoða þetta mál, læra af því og gera betur. Réttarkerfið ætti að mínu mati að draga úr ofbeldi en ekki skapa fordæmi þar sem gerendum er kennt að þeir geti bæði grætt á ofbeldi og fengið að beita því í friði innan lagaramma í nafni „friðhelgi einkalífs“. Að ósk konunnar, vinkonu minnar, sem kom með upptökuna í þáttinn Eigin konur hef ég nú komið af stað söfnun til að gera Eddu Falak kleift að áfrýja dómnum sem féll móður hennar í vil til Landsréttar. Slóðina að söfnuninni má finna hér. Við vonum að réttlætið nái fram að ganga í þessu máli og viljum þakka öllum þeim sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóg í þessari baráttu. Grein þessi er birt með samþykki þolandans og Eddu Falak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum var dæmt í máli móður sem kærði Eddu Falak fyrir brot á friðhelgi einkalífs síns. Brotið fólst í því að spila hljóðupptöku af samskiptum móðurinnar við dóttur sína í þættinum Eigin konur undir stjórn Eddu. Þegar fyrirsögn fréttarinnar um málið, „Edda Falak braut lög“, birtist í fjölmiðlum sáu eflaust margir enn eitt tækifærið til að hjóla í Eddu. Þó hefur þetta mál að mínu mati lítið sem ekkert með Eddu Falak að gera og snýst raunverulega um meint ofbeldi móður í garð barns síns. Ég trúi að margir deili reynslu konunnar og óttist að fá kæru skyldu þeir stíga fram með sína sögu og einmitt þess vegna er mikilvægt að vekja athygli á kærumáli umræddrar móður. Það er mín von að málið týnist ekki eða gleymist í hatursorðræðunni sem nú ríkir í garð Eddu Falak en mikilvægt er að nefna að í þessu tilfelli er Edda aðeins sendiboðinn; konan sem skapaði vettvang fyrir þolendur að segja sína sögu. Fyrir þá sem hafa lítið kynnt sér málið og þekkja ekki sögu konunnar sem steig fram, hér er hún í stuttu máli sem og aðdragandinn að kærumáli móður hennar: Barn upplifir ofbeldi af hendi móður sinnar allt sitt líf og inn í fullorðinsárin. Síðan sem fullorðin sjálfráða kona fær barnið loksins kjarkinn til að stíga fram og segja frá ofbeldinu. Barnið veit að þolendum er ekki trúað og hefur því í þessu tilfelli hljóðupptöku meðferðis í hlaðvarpsþátt Eddu Falak til að færa sönnun fyrir ofbeldinu sem hún lýsir. Mikilvægt er að taka fram að uppkomið barnið lýsir því að hafa búið við bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu móður sinnar og hafi það orðið til þess að hún þróaði með sér átröskun og missti lífsviljann. Dóttirin segir móðurina meira að segja hafa sagt við sig: „Það væri betra fyrir alla ef þú myndir deyja.“ Mikilvægt er að nefna að dóttirin stígur fram nafnlaust og með andlit sitt hulið móðu, eflaust hrædd um að fá kæru og með það í huga að vernda fjölskyldu sína. Meira að segja móður sína. Það kann að vera erfitt að kæra einhvern sem stígur fram nafnlaus, en móðirin deyr ekki ráðalaus og kærir þess í stað Eddu fyrir birtingu upptökunnar. Ætli móðirin hefði kært dóttur sína í stað Eddu ef hún hefði komið fram undir nafni? Hvað sem að því líður hefur réttarkerfið nú komist að þeirri niðurstöðu að Edda hafi brotið gegn persónuverndarlögum. Móðirin vann sem sagt málið og eins og ég túlka það fær hún í kjölfarið miskabætur fyrir „skaðann“ sem hún hefur orðið fyrir á einkalífi sínu eftir að upptakan, sem dóttir hennar færði fram til að sanna að hún hefði verið beitt andlegu ofbeldi, var spiluð. Íslenskt réttarkerfi er sannarlega dæmi um það hvernig sannleikurinn getur verið skrýtnari en skáldskapur. Nú spyr ég, hver er réttur uppkomins barnsins? Hvað um skaðann sem hún varð fyrir í kjölfarið af því sem fór fram á upptökunni? Er raunverulega hægt að segja að réttlætið hafi náð fram að ganga? Eftir því sem ég best veit var tilgangur þáttarins ekki að draga fram persónu móður heldur kerfislægt misrétti sem brotaþolar verða fyrir þegar barnavernd bregst og enginn trúir barni sem býr við óviðunandi aðstæður. Um er að ræða allt of algenga tegund ofbeldis sem foreldrar geta beitt börn sín í krafti þess að þau eru þeim háð og hafa ekki í önnur hús að venda. Birting upptökunnar var talin nauðsynleg til að draga fram alvarleika þess ofbeldis sem konan lýsti en hún veit að þolendum er yfirleitt ekki trúað. Samfélagið gerir miklar kröfur til þolenda um að færa sönnur á að ofbeldið sem þeir urðu fyrir hafi átt sér stað. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt það. Konan, sem er barnið í þessu máli, gerði einmitt það og fyrir vikið höfðaði móðirin, sem sögð er hafa beitt ofbeldi, dómsmál og eins og áður hefur komið fram féll dómur henni í vil. Og fólk spyr hvers vegna þolendur kæra ekki? Því miður virðist réttarkerfið sammála móðurinni í því að réttur hennar til friðhelgi einkalífs vegi þyngra en réttur þolandans til að sanna ofbeldið sem hann upplifði. Er réttarkerfið í alvörunni tilbúið að gefa afslátt á ofbeldi og hjálpa gerendum að fela það svo lengi sem það á sér stað undir fjögur augu, innan veggja heimilisins? Hvað um rétt okkar allra til að búa við öryggi á eigin heimilum? Vissulega eru lög og reglur sem okkur ber að fylgja, við viljum öll að friðhelgi okkar og persónuréttur sé virtur, en það er svo sannarlega sorgardagur í baráttu okkar allra gegn ofbeldi þegar friðhelgi gerenda er höfð í hávegum á kostnað þolenda. Að mínu mati mætti réttarkerfið endurskoða hvar línan á að liggja. Þegar ofbeldi og persónuréttur skarast á ætti að mínu mati eftirfarandi viðhorf að gilda: Ofbeldi er ekki einkamál. Þú átt ekki rétt á að beita ofbeldi í hljóði, í leyni, á bak við luktar dyr. Réttur einstaklings til friðhelgi einkalífs lýkur um leið og ljóst er að hann hefur beitt ofbeldi og er á sama tíma ekki tilbúinn að taka ábyrgð og bæta ráð sitt. Upplýsingaréttur almennings á að mínu mati að vera ríkari en friðhelgi einkalífs í tilvikum þar sem greinilega er um ofbeldi að ræða.Samfélagið krefst þess að þolendur sanni með einhverjum hætti að ofbeldið sem þeir lýsa hafi átt sér stað en hvernig eiga þeir að gera það þegar réttarkerfið dæmir ítrekað gerendum í vil? Getur þolandi stigið fram án þess að fá á sig kæru fyrir meiðyrði eða brot á friðhelgi einkalífsins? Við lifum í samfélagi þar sem þolendur eru smánaðir fyrir að segja frá ofbeldi. Sakaðir fyrir að „taka gerendur sína af lífi“. Getur einhver sagt mér hvernig móðirin í þessu máli var tekinn af lífi? Þrátt fyrir allt þetta sem kemur hér fram er hún enn undir nafnleynd. Gleymum því ekki. Við eigum öll rétt á lífi án ofbeldis en engu að síður virðist allt of auðvelt fyrir gerendur að nota réttarkerfið, sem á að sporna gegn ofbeldi og gæta réttinda allra, til að þagga niður í þolendum sínum. Að mínu mati sendir þessi niðurstaða dómsins í máli móðurinnar skilaboð til gerenda um að þeir geti í raun fengið greitt fyrir að súpa seyðið af gjörðum sínum. Að þeir geti fengið pening fyrir skaðann sem þeir verða fyrir ef upp kemst um ofbeldið. Við þurfum að skoða þetta mál, læra af því og gera betur. Réttarkerfið ætti að mínu mati að draga úr ofbeldi en ekki skapa fordæmi þar sem gerendum er kennt að þeir geti bæði grætt á ofbeldi og fengið að beita því í friði innan lagaramma í nafni „friðhelgi einkalífs“. Að ósk konunnar, vinkonu minnar, sem kom með upptökuna í þáttinn Eigin konur hef ég nú komið af stað söfnun til að gera Eddu Falak kleift að áfrýja dómnum sem féll móður hennar í vil til Landsréttar. Slóðina að söfnuninni má finna hér. Við vonum að réttlætið nái fram að ganga í þessu máli og viljum þakka öllum þeim sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóg í þessari baráttu. Grein þessi er birt með samþykki þolandans og Eddu Falak.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun