Rúnar Ingi: Fáránlega flottur karakter Jakob Snævar Ólafsson skrifar 6. apríl 2023 23:30 Rúnar Ingi var stoltur af frammistöðu síns liðs í kvöld. Vísir/Snædís Bára Það var auðsýnilega afar stoltur þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, Rúnar Ingi Erlingsson, sem mætti í viðtal við fréttamann Vísis eftir að liði hans tókst að jafna einvígið við Keflavík í undanúrslitum deildarinnar á heimavelli sínum, Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar unnu 89-85 og það sem gerir Rúnar og stuðningsmenn liðsins enn stoltari er að Njarðvík var án síns stigahæsta leikmanns Aliyah Collier sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Virkilega sterk og flott frammistaða. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum fyrir það hjarta sem þeir lögðu á gólfið. Við getum ennþá gert aðeins betur en ég ótrúlega ánægður með trúna sem við erum búin að tala um síðustu tvo daga. Við gerðum mjög vel á köflum og sýndum mjög heilsteypta frammistöðu heilt yfir.“ Það var ekki mikil trú meðal annarra en Njarðvíkinga fyrir leikinn að heimakonur gætu unnið deildarmeistara Keflavíkur án sín stigahæsta leikmanns. „Eftir að það kom í ljós að Collier yrði ekki með held ég að flestir hafi afskrifað okkur. Þá er það svolítið vandasamt að mæta á æfingu. Ég held að ég hafi sagt 30 sinnum að við værum að fara að vinna. Út af því að við erum með mjög gott körfuboltalið.“ „Við fáum hérna frammistöðu frá þeim sex sem spiluðu á gólfinu í kvöld. Við þurfum líklega að fara dýpra á bekkinn í næsta leik. Þetta snýst allt um „effort“ og að framkvæma þessi smáatriði sem við erum að fara yfir á vídeófundum. Þetta skilar sér á gólfinu. Við gerðum ótrúlega vel í dag.“ „Nú erum komin með meiri gögn í hendurnar og höldum áfram með það sem við erum að læra bæði um okkur og þær. Við mættum brattar á páskadag og ætlum að taka sigur.“ Það hefur gengið misvel hjá Njarðvíkurliðinu á þessari leiktíð að fylgja leikáætlunum þegar út í leiki er komið. Rúnar játaði því að það hefði gengið mjög vel í kvöld að fylgja leikáætluninni. „Það gekk klárlega betur. Það er mjög oft erfitt að skipuleggja sig á móti Keflavíkurliðinu. Þær gera ekki eitthvað eitt alltaf. Þær eru svolítið villtar með til dæmis hvernig þær elta boltann varnarlega. Það sást síðustu fjórar mínúturnar. Þá vorum við kannski orðnar þreyttar. Bilið á milli leikmanna var ekki nógu gott og við fórum að tapa boltanum.“ „Mér fannst við hafa getað klárað leikinn betur en fáránlega flottur karakter. Þær lenda tíu stigum undir í byrjun þriðja leikhluta en koma til baka. Við erum eiginlega búin að glutra honum niður með villunni á Lavinia en náum að halda haus og klára leikinn. Það er það sem ég er stoltastur af.“ Rúnar átti stutt og laggott svar við spurningu fréttamanns um hvort hann hefði trú á að lið hans gæti haldið sama dampi og mætt af jafnmiklum krafti í þriðja leik einvígisins sem fer fram á páskadag. „Já“ Svo mörg voru lokaorð Rúnars Inga Erlingssonar. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Njarðvíkingar unnu 89-85 og það sem gerir Rúnar og stuðningsmenn liðsins enn stoltari er að Njarðvík var án síns stigahæsta leikmanns Aliyah Collier sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Virkilega sterk og flott frammistaða. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum fyrir það hjarta sem þeir lögðu á gólfið. Við getum ennþá gert aðeins betur en ég ótrúlega ánægður með trúna sem við erum búin að tala um síðustu tvo daga. Við gerðum mjög vel á köflum og sýndum mjög heilsteypta frammistöðu heilt yfir.“ Það var ekki mikil trú meðal annarra en Njarðvíkinga fyrir leikinn að heimakonur gætu unnið deildarmeistara Keflavíkur án sín stigahæsta leikmanns. „Eftir að það kom í ljós að Collier yrði ekki með held ég að flestir hafi afskrifað okkur. Þá er það svolítið vandasamt að mæta á æfingu. Ég held að ég hafi sagt 30 sinnum að við værum að fara að vinna. Út af því að við erum með mjög gott körfuboltalið.“ „Við fáum hérna frammistöðu frá þeim sex sem spiluðu á gólfinu í kvöld. Við þurfum líklega að fara dýpra á bekkinn í næsta leik. Þetta snýst allt um „effort“ og að framkvæma þessi smáatriði sem við erum að fara yfir á vídeófundum. Þetta skilar sér á gólfinu. Við gerðum ótrúlega vel í dag.“ „Nú erum komin með meiri gögn í hendurnar og höldum áfram með það sem við erum að læra bæði um okkur og þær. Við mættum brattar á páskadag og ætlum að taka sigur.“ Það hefur gengið misvel hjá Njarðvíkurliðinu á þessari leiktíð að fylgja leikáætlunum þegar út í leiki er komið. Rúnar játaði því að það hefði gengið mjög vel í kvöld að fylgja leikáætluninni. „Það gekk klárlega betur. Það er mjög oft erfitt að skipuleggja sig á móti Keflavíkurliðinu. Þær gera ekki eitthvað eitt alltaf. Þær eru svolítið villtar með til dæmis hvernig þær elta boltann varnarlega. Það sást síðustu fjórar mínúturnar. Þá vorum við kannski orðnar þreyttar. Bilið á milli leikmanna var ekki nógu gott og við fórum að tapa boltanum.“ „Mér fannst við hafa getað klárað leikinn betur en fáránlega flottur karakter. Þær lenda tíu stigum undir í byrjun þriðja leikhluta en koma til baka. Við erum eiginlega búin að glutra honum niður með villunni á Lavinia en náum að halda haus og klára leikinn. Það er það sem ég er stoltastur af.“ Rúnar átti stutt og laggott svar við spurningu fréttamanns um hvort hann hefði trú á að lið hans gæti haldið sama dampi og mætt af jafnmiklum krafti í þriðja leik einvígisins sem fer fram á páskadag. „Já“ Svo mörg voru lokaorð Rúnars Inga Erlingssonar.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira